Potter: Að stýra Chelsea er erfiðasta starfið í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 17:31 Graham Potter og félagar í Chelsea áttu erfiða vikur í byrjun nýs árs. Getty/Marc Atkins Graham Potter hefur ekki byrjað vel sem knattspyrnustjóri Chelsea en fyrstu vikurnar eftir HM í Katar hafa verið einstaklega erfiðar. Chelsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þarf nauðsynlega á jákvæðum úrslitum að halda. Chelsea liðið hefur tapað sex af síðustu níu leikjum sínum og er dottið alla leið niður í tíunda sæti deildarinnar. Potter: I ve been in regular dialogue with the owners and they ve been really supportive, fantastic. We speak on a regular basis, two/three times a week . #CFC Chelsea is probably the hardest job in football, you ve to take responsibility . pic.twitter.com/lTq4haq6bZ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2023 Nýju eigendurnir ráku Thomas Tuchel í byrjun september og keyptu í staðinn knattspyrnustjóra Brighton & Hove Albion, Graham Potter. Þeir hafa síðan skipt út nær öllum störfum sem koma að ákvarðanatöku í kringum liðið. Chelsea hefur líka látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og þar hefur verið blásið til sóknar. „Allar þessar breytingar eru áskorun fyrir alla hjá félaginu. Við verðum að vinna með þetta nýja núna og verðum að byggja upp á nýtt. Hlutir hafa breyst og fólk hefur farið. Það var hluti af minni áskorun að koma hingað,“ sagði Graham Potter. „Ég áttaði mig á því að þetta yrði mjög erfitt. Út frá sjónarhorni leiðtogans þá var þetta heillandi, krefjandi, örvandi og fáránlega erfitt,“ sagði Potter. Longest winless runs with current clubs Pep Guardiola - 6 Mikel Arteta - 5 Jurgen Klopp - 5 Graham Potter - 3 pic.twitter.com/oL8MOyNaPh— Football Daily (@footballdaily) January 11, 2023 „Ég tel að þetta sé líklegast erfiðasta starfið í fótboltanum út af þessum breytingum í forystu félagsins, út af væntingunum og auðvitað hvernig fólk réttilega sér Chelsea. Ég bjóst auðvitað heldur ekki við því að missa tíu leikmenn aðalliðsins í meiðsli,“ sagði Potter. „Svona er staðan núna. Það eina sem ég get gert er að koma fyrir framan ykkur, tala af hreinskilni, skýra út mitt sjónarhorn og skilja þá gagnrýni sem kemur alltaf ef þú tapar,“ sagði Potter. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Chelsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þarf nauðsynlega á jákvæðum úrslitum að halda. Chelsea liðið hefur tapað sex af síðustu níu leikjum sínum og er dottið alla leið niður í tíunda sæti deildarinnar. Potter: I ve been in regular dialogue with the owners and they ve been really supportive, fantastic. We speak on a regular basis, two/three times a week . #CFC Chelsea is probably the hardest job in football, you ve to take responsibility . pic.twitter.com/lTq4haq6bZ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2023 Nýju eigendurnir ráku Thomas Tuchel í byrjun september og keyptu í staðinn knattspyrnustjóra Brighton & Hove Albion, Graham Potter. Þeir hafa síðan skipt út nær öllum störfum sem koma að ákvarðanatöku í kringum liðið. Chelsea hefur líka látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og þar hefur verið blásið til sóknar. „Allar þessar breytingar eru áskorun fyrir alla hjá félaginu. Við verðum að vinna með þetta nýja núna og verðum að byggja upp á nýtt. Hlutir hafa breyst og fólk hefur farið. Það var hluti af minni áskorun að koma hingað,“ sagði Graham Potter. „Ég áttaði mig á því að þetta yrði mjög erfitt. Út frá sjónarhorni leiðtogans þá var þetta heillandi, krefjandi, örvandi og fáránlega erfitt,“ sagði Potter. Longest winless runs with current clubs Pep Guardiola - 6 Mikel Arteta - 5 Jurgen Klopp - 5 Graham Potter - 3 pic.twitter.com/oL8MOyNaPh— Football Daily (@footballdaily) January 11, 2023 „Ég tel að þetta sé líklegast erfiðasta starfið í fótboltanum út af þessum breytingum í forystu félagsins, út af væntingunum og auðvitað hvernig fólk réttilega sér Chelsea. Ég bjóst auðvitað heldur ekki við því að missa tíu leikmenn aðalliðsins í meiðsli,“ sagði Potter. „Svona er staðan núna. Það eina sem ég get gert er að koma fyrir framan ykkur, tala af hreinskilni, skýra út mitt sjónarhorn og skilja þá gagnrýni sem kemur alltaf ef þú tapar,“ sagði Potter.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira