Potter: Að stýra Chelsea er erfiðasta starfið í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 17:31 Graham Potter og félagar í Chelsea áttu erfiða vikur í byrjun nýs árs. Getty/Marc Atkins Graham Potter hefur ekki byrjað vel sem knattspyrnustjóri Chelsea en fyrstu vikurnar eftir HM í Katar hafa verið einstaklega erfiðar. Chelsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þarf nauðsynlega á jákvæðum úrslitum að halda. Chelsea liðið hefur tapað sex af síðustu níu leikjum sínum og er dottið alla leið niður í tíunda sæti deildarinnar. Potter: I ve been in regular dialogue with the owners and they ve been really supportive, fantastic. We speak on a regular basis, two/three times a week . #CFC Chelsea is probably the hardest job in football, you ve to take responsibility . pic.twitter.com/lTq4haq6bZ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2023 Nýju eigendurnir ráku Thomas Tuchel í byrjun september og keyptu í staðinn knattspyrnustjóra Brighton & Hove Albion, Graham Potter. Þeir hafa síðan skipt út nær öllum störfum sem koma að ákvarðanatöku í kringum liðið. Chelsea hefur líka látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og þar hefur verið blásið til sóknar. „Allar þessar breytingar eru áskorun fyrir alla hjá félaginu. Við verðum að vinna með þetta nýja núna og verðum að byggja upp á nýtt. Hlutir hafa breyst og fólk hefur farið. Það var hluti af minni áskorun að koma hingað,“ sagði Graham Potter. „Ég áttaði mig á því að þetta yrði mjög erfitt. Út frá sjónarhorni leiðtogans þá var þetta heillandi, krefjandi, örvandi og fáránlega erfitt,“ sagði Potter. Longest winless runs with current clubs Pep Guardiola - 6 Mikel Arteta - 5 Jurgen Klopp - 5 Graham Potter - 3 pic.twitter.com/oL8MOyNaPh— Football Daily (@footballdaily) January 11, 2023 „Ég tel að þetta sé líklegast erfiðasta starfið í fótboltanum út af þessum breytingum í forystu félagsins, út af væntingunum og auðvitað hvernig fólk réttilega sér Chelsea. Ég bjóst auðvitað heldur ekki við því að missa tíu leikmenn aðalliðsins í meiðsli,“ sagði Potter. „Svona er staðan núna. Það eina sem ég get gert er að koma fyrir framan ykkur, tala af hreinskilni, skýra út mitt sjónarhorn og skilja þá gagnrýni sem kemur alltaf ef þú tapar,“ sagði Potter. Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira
Chelsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þarf nauðsynlega á jákvæðum úrslitum að halda. Chelsea liðið hefur tapað sex af síðustu níu leikjum sínum og er dottið alla leið niður í tíunda sæti deildarinnar. Potter: I ve been in regular dialogue with the owners and they ve been really supportive, fantastic. We speak on a regular basis, two/three times a week . #CFC Chelsea is probably the hardest job in football, you ve to take responsibility . pic.twitter.com/lTq4haq6bZ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2023 Nýju eigendurnir ráku Thomas Tuchel í byrjun september og keyptu í staðinn knattspyrnustjóra Brighton & Hove Albion, Graham Potter. Þeir hafa síðan skipt út nær öllum störfum sem koma að ákvarðanatöku í kringum liðið. Chelsea hefur líka látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og þar hefur verið blásið til sóknar. „Allar þessar breytingar eru áskorun fyrir alla hjá félaginu. Við verðum að vinna með þetta nýja núna og verðum að byggja upp á nýtt. Hlutir hafa breyst og fólk hefur farið. Það var hluti af minni áskorun að koma hingað,“ sagði Graham Potter. „Ég áttaði mig á því að þetta yrði mjög erfitt. Út frá sjónarhorni leiðtogans þá var þetta heillandi, krefjandi, örvandi og fáránlega erfitt,“ sagði Potter. Longest winless runs with current clubs Pep Guardiola - 6 Mikel Arteta - 5 Jurgen Klopp - 5 Graham Potter - 3 pic.twitter.com/oL8MOyNaPh— Football Daily (@footballdaily) January 11, 2023 „Ég tel að þetta sé líklegast erfiðasta starfið í fótboltanum út af þessum breytingum í forystu félagsins, út af væntingunum og auðvitað hvernig fólk réttilega sér Chelsea. Ég bjóst auðvitað heldur ekki við því að missa tíu leikmenn aðalliðsins í meiðsli,“ sagði Potter. „Svona er staðan núna. Það eina sem ég get gert er að koma fyrir framan ykkur, tala af hreinskilni, skýra út mitt sjónarhorn og skilja þá gagnrýni sem kemur alltaf ef þú tapar,“ sagði Potter.
Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira