Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:39 Háskólaráðherra ynnti styrki sem veittir verða háskólum til aukins samstarfs. Vísir/Egill Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. Hugmyndin að verkefninu var kynnt í haust og sóttu allir sjö háskólar landsins um styrki. Alls bárust 48 umsóknir og var sótt um styrki fyrir samtals 2,8 milljarða króna. Upphaflega stóð til að úthluta allt að milljarði króna til samstarfsins en vegna þeirra umsókna sem bárust var ákveðið að úthluta tæplega 1,2 milljörðum. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verður í er að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, nemendum verði fjölgað í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut verður sett á stofn fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, meistaranám í netöryggi og BA og Meistarnám í þágu fiskeldis verði sett á laggirnar og svo mætti lengi telja. Ráðherra segir mikil tækifæri fólgin í verkefninu. Rektorar háskólanna og staðgenglar þeirra á fundi háskólaráðherra í morgun.Vísir/Egill „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir landið. Í þessu geta skapast einstök tækifæri, við erum að bregðast við mönnunarvanda í ýmsum greinum. Bæði í heilbrigðiskerfinu, menntavísindum, leikskólafræðum, í fiskeldi og hugverkaiðnaði ekki síst, með fjölgun í STEAM-greinunum svokölluðu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, að loknum kynningarfundi í Grósku í morgun. Í síðustu viku var listi Times Higher Education yfir bestu háskóla heims kynntur en þar er Háskóli ÍSlads í 501. til 600. sæti. Háskólinn í Reykjavík hefur tekið fram úr HÍ og er metinn í 301. til 350. sæti. „Ég trúi því einlæglega að við getum boðið Íslendingum upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða ef skólarnir okkar taka meira höndum saman. Ég setti fram ákveðnar áherslur og forgangsraðaði fjármunum sem til voru, til þessa samstarfs,“ segir Áslaug. Með auknu samstarfi geti gæði háskólanna aukist. „Það að við nýtum smæð okkar og þá styrkleika sem við höfum til þess að skólarnir taki svona höndum saman getur skipt gríðarlegu máli í alþjóðlegu samhengi.“ Háskólar Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hugmyndin að verkefninu var kynnt í haust og sóttu allir sjö háskólar landsins um styrki. Alls bárust 48 umsóknir og var sótt um styrki fyrir samtals 2,8 milljarða króna. Upphaflega stóð til að úthluta allt að milljarði króna til samstarfsins en vegna þeirra umsókna sem bárust var ákveðið að úthluta tæplega 1,2 milljörðum. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verður í er að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, nemendum verði fjölgað í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut verður sett á stofn fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, meistaranám í netöryggi og BA og Meistarnám í þágu fiskeldis verði sett á laggirnar og svo mætti lengi telja. Ráðherra segir mikil tækifæri fólgin í verkefninu. Rektorar háskólanna og staðgenglar þeirra á fundi háskólaráðherra í morgun.Vísir/Egill „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir landið. Í þessu geta skapast einstök tækifæri, við erum að bregðast við mönnunarvanda í ýmsum greinum. Bæði í heilbrigðiskerfinu, menntavísindum, leikskólafræðum, í fiskeldi og hugverkaiðnaði ekki síst, með fjölgun í STEAM-greinunum svokölluðu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, að loknum kynningarfundi í Grósku í morgun. Í síðustu viku var listi Times Higher Education yfir bestu háskóla heims kynntur en þar er Háskóli ÍSlads í 501. til 600. sæti. Háskólinn í Reykjavík hefur tekið fram úr HÍ og er metinn í 301. til 350. sæti. „Ég trúi því einlæglega að við getum boðið Íslendingum upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða ef skólarnir okkar taka meira höndum saman. Ég setti fram ákveðnar áherslur og forgangsraðaði fjármunum sem til voru, til þessa samstarfs,“ segir Áslaug. Með auknu samstarfi geti gæði háskólanna aukist. „Það að við nýtum smæð okkar og þá styrkleika sem við höfum til þess að skólarnir taki svona höndum saman getur skipt gríðarlegu máli í alþjóðlegu samhengi.“
Háskólar Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira