Hjón fá þrjár milljónir frá Grindavíkurbæ eftir bílastæðadeilur Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2023 18:37 Húsin standa beint á móti bílastæðinu, sem nú hefur verið malbikað. Vísir/Egill Grindavíkurbæ hefur verið gert að greiða hjónum í bænum 3,4 milljónir króna vegna þrifa á heimili þeirra og tjóns á bíl, í kjölfar sandfoks frá bílastæði við íþróttamiðstöðina Hópið. Hjónin fóru fram á tæplega 30 milljónir vegna málsins. Hópið, fjölnota íþróttahús var tekið í notkun árið 2008. Hjónin lögðu fyrst fram kvörtun árið 2015 þar sem malbikun á bílastæði við íþróttahúsið hafði þá ekki enn farið fram. Sögðust þau hafa orðið fyrir eignatjóni vegna sandfoks frá bílastæðinu og að viðhald húss þeirra og heimilisþrif hefðu margfaldast. Heilbrigðiseftirlitið mat kvörtunina réttmæta, en í tölvupósti bæjarstjóra til heilbrigðiseftirlitsins sagði hann bæinn hafa reynt að „koma í veg fyrir sandfjúk með því að bleyta svæðið.“ Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs var falið að koma málinu í formlegt útboðsferli vegna malbikunarinnar, en samkvæmt deiliskipulagi átti bílastæðið að vera tilbúið árið 2018. Sumarið 2019 hafði bílastæðið ekki enn verið malbikað og hjónin kvörtuðu því aftur. Síðar það ár, eða í október, var planið loks malbikað. Bílastæðið umþrætta er fyrir miðju en hús hjónanna til hægri á myndinni.Vísir/Egill Lögmaður hjónanna sendi bótakröfu á vátryggingafélagið Sjóvá, sem neitaði bótaskyldu, og bar fyrir sig að ekki hafi verið sýnt fram á tjón. Neituninni var skotið til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum, þar sem fallist var á sjónarmið Sjóvár. Hjónin höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem tekið var fyrir hinn 9. nóvember 2020. Skipaðir voru matsmenn til að meta hvort, og að hvaða marki, hjónin hefðu orðið fyrir tjóni vegna sandfoks. Litið var sérstaklega til ytra byrðis húss þeirra, sem og ökutækja í eigu hjónanna. Matsmennirnir gátu ekki staðfest að skemmdir hefðu orðið á húsinu en töldu hins vegar augljóst að sandur og ryk hafi fokið úr bílaplaninu yfir á hús og bíla hjónanna. Þeir töldu að kostnaður við þrif gæti líklega numið um 69 þúsund krónum í hvert skipti. Fyrir dómi byggðu hjónin á vítaverðu aðgerðarleysi Grindavíkurbæjar. Matsmennirnir skoðuðu ytra byrði hússins, á borð við glugga, hurðir og lista.Vísir/Egill Héraðsdómari vísaði til tilmæla heilbrigðiseftirlitsins, þar sem kvörtunin var metin réttmæt. Upphaflega hafi staðið til að malbika bílastæðið árið 2018, en það hafi dregist í rúmt ár vegna fjárhags bæjarins. Möl og sandur hafi í mörg ár ítrekað fokið frá stæðinu yfir á lóð hjónanna. Talið var að Grindavíkurbær hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, með því að hafa látið bílastæðið standa ómalbikað í fleiri ár. Bótakrafan upp á þrjátíu milljónir var byggð á áætluðum skiptum sem þrífa þurfti húsið og nágrenni með vísan til gagna Veðurstofunnar. Dómari taldi hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að sandfok hafi átt sér stað í öll skiptin. Bætur voru því taldar réttilega ákvarðaðar 3,4 milljónir króna með dráttarvöxtum. Dómsmál Grindavík Tryggingar Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Hópið, fjölnota íþróttahús var tekið í notkun árið 2008. Hjónin lögðu fyrst fram kvörtun árið 2015 þar sem malbikun á bílastæði við íþróttahúsið hafði þá ekki enn farið fram. Sögðust þau hafa orðið fyrir eignatjóni vegna sandfoks frá bílastæðinu og að viðhald húss þeirra og heimilisþrif hefðu margfaldast. Heilbrigðiseftirlitið mat kvörtunina réttmæta, en í tölvupósti bæjarstjóra til heilbrigðiseftirlitsins sagði hann bæinn hafa reynt að „koma í veg fyrir sandfjúk með því að bleyta svæðið.“ Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs var falið að koma málinu í formlegt útboðsferli vegna malbikunarinnar, en samkvæmt deiliskipulagi átti bílastæðið að vera tilbúið árið 2018. Sumarið 2019 hafði bílastæðið ekki enn verið malbikað og hjónin kvörtuðu því aftur. Síðar það ár, eða í október, var planið loks malbikað. Bílastæðið umþrætta er fyrir miðju en hús hjónanna til hægri á myndinni.Vísir/Egill Lögmaður hjónanna sendi bótakröfu á vátryggingafélagið Sjóvá, sem neitaði bótaskyldu, og bar fyrir sig að ekki hafi verið sýnt fram á tjón. Neituninni var skotið til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum, þar sem fallist var á sjónarmið Sjóvár. Hjónin höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem tekið var fyrir hinn 9. nóvember 2020. Skipaðir voru matsmenn til að meta hvort, og að hvaða marki, hjónin hefðu orðið fyrir tjóni vegna sandfoks. Litið var sérstaklega til ytra byrðis húss þeirra, sem og ökutækja í eigu hjónanna. Matsmennirnir gátu ekki staðfest að skemmdir hefðu orðið á húsinu en töldu hins vegar augljóst að sandur og ryk hafi fokið úr bílaplaninu yfir á hús og bíla hjónanna. Þeir töldu að kostnaður við þrif gæti líklega numið um 69 þúsund krónum í hvert skipti. Fyrir dómi byggðu hjónin á vítaverðu aðgerðarleysi Grindavíkurbæjar. Matsmennirnir skoðuðu ytra byrði hússins, á borð við glugga, hurðir og lista.Vísir/Egill Héraðsdómari vísaði til tilmæla heilbrigðiseftirlitsins, þar sem kvörtunin var metin réttmæt. Upphaflega hafi staðið til að malbika bílastæðið árið 2018, en það hafi dregist í rúmt ár vegna fjárhags bæjarins. Möl og sandur hafi í mörg ár ítrekað fokið frá stæðinu yfir á lóð hjónanna. Talið var að Grindavíkurbær hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, með því að hafa látið bílastæðið standa ómalbikað í fleiri ár. Bótakrafan upp á þrjátíu milljónir var byggð á áætluðum skiptum sem þrífa þurfti húsið og nágrenni með vísan til gagna Veðurstofunnar. Dómari taldi hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að sandfok hafi átt sér stað í öll skiptin. Bætur voru því taldar réttilega ákvarðaðar 3,4 milljónir króna með dráttarvöxtum.
Dómsmál Grindavík Tryggingar Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira