Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. janúar 2023 19:30 Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir tveimur dögum að mótmæla ákvörðun Vinnumálastofnunar að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd í bænum. Þá segir einnig í ályktun bæjarráðs: Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska upplýsinga um málið frá Vinnumálastofnun og húseiganda og skoða í kjölfarið hvort tilefni geti verið til að beita heimildum skv. 55. og 56. gr. laga um mannvirki sem fjalla um stöðvun framkvæmda eða lokun mannvirkis eða ákvæðum 54. gr. skipulagslaga sem fjalla um heimildir til þess að beita dagsektum. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, segir bæinn sinna sínum lögbundnu skyldum. „Nei, deilan um starfsemi hússins er eitt. En síðan er það hitt að hér er komið fólk og það er búið að skrá það á póstnúmerið 240, ótilgreint í Grindavík. Það er náttúrulega bara okkar skylda sem sveitarfélag, bæði félagþjónusta og annað þá er þetta fólk komið svolítið í okkar umsjá sæki það eftir aðstoð og það höfum við gert.“ Siggeir F. Ævarsson, kennari og íbúi í Grindavík skilur ekki hvað bærinn ætlar sér í málinu. „Ég hafði nú fyrir því að fletta upp reglugerðinni og þeir vísa þarna í eitthvað um að stoppa starfsemi og fleira þar eftir götum. Þannig að ef þeir stoppa starfsemina hvað þá, þeir ætla ekki í útburð samt að stoppa þetta. Eg held það væri bara gaman að vita nákvæmlega hvað þeim gengur til og hvernig þeir sjá fyrir sé að lenda þessu máli.“ Siggeir áttar sig ekki alveg á hvaða vegferð bæjaryfirvöld eru. Vinnumálastofnun mun funda með bæjaryfirvöldum í fyrramálið en forstjóri stofnunarinnar, Unnur Sverrisdóttir, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Flóttamenn Hælisleitendur Grindavík Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir tveimur dögum að mótmæla ákvörðun Vinnumálastofnunar að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd í bænum. Þá segir einnig í ályktun bæjarráðs: Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska upplýsinga um málið frá Vinnumálastofnun og húseiganda og skoða í kjölfarið hvort tilefni geti verið til að beita heimildum skv. 55. og 56. gr. laga um mannvirki sem fjalla um stöðvun framkvæmda eða lokun mannvirkis eða ákvæðum 54. gr. skipulagslaga sem fjalla um heimildir til þess að beita dagsektum. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, segir bæinn sinna sínum lögbundnu skyldum. „Nei, deilan um starfsemi hússins er eitt. En síðan er það hitt að hér er komið fólk og það er búið að skrá það á póstnúmerið 240, ótilgreint í Grindavík. Það er náttúrulega bara okkar skylda sem sveitarfélag, bæði félagþjónusta og annað þá er þetta fólk komið svolítið í okkar umsjá sæki það eftir aðstoð og það höfum við gert.“ Siggeir F. Ævarsson, kennari og íbúi í Grindavík skilur ekki hvað bærinn ætlar sér í málinu. „Ég hafði nú fyrir því að fletta upp reglugerðinni og þeir vísa þarna í eitthvað um að stoppa starfsemi og fleira þar eftir götum. Þannig að ef þeir stoppa starfsemina hvað þá, þeir ætla ekki í útburð samt að stoppa þetta. Eg held það væri bara gaman að vita nákvæmlega hvað þeim gengur til og hvernig þeir sjá fyrir sé að lenda þessu máli.“ Siggeir áttar sig ekki alveg á hvaða vegferð bæjaryfirvöld eru. Vinnumálastofnun mun funda með bæjaryfirvöldum í fyrramálið en forstjóri stofnunarinnar, Unnur Sverrisdóttir, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Flóttamenn Hælisleitendur Grindavík Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira