Sveindís Jane í þætti UEFA um stjörnur kvennaboltans: Stolt að vera blönduð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 11:30 Sveindís Jane Jónsdóttir er á myndinni fyrir annan þáttinn þar sem er fjallað um kvennafótbolta á Norðurlöndum. UEFA Íslenski landsliðsframherjinn Sveindís Jane Jónsdóttir er andlit íslenskrar knattspyrnu í nýjum heimildaþáttum evrópska knattspyrnusambandsins. Sveindís Jane kemur nefnilega fram í öðrum þætti heimildarþáttarraðarinnar EQUALS (Jafningjar) sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu en þeim þætti er fjallað um Norðurlöndin. Norðurlöndin hafa alltaf verið í fararbroddi þegar kemur að kvennafótboltanum og bæði Noregur og Svíþjóð hafa orðið Evrópumeistarar, Danir hafa komist alla leið í úrslitaleikinn, Finnar fóru einu sinni í undanúrslitin og Ísland hefur verið með á síðustu fjórum Evrópumótum. Í þættinum um Norðurlöndin velta menn fyrir sér hvað gerir Norðurlandaþjóðirnar einstakar og af hverju þær hafa náð svo góðum árangri á stóra sviði kvennafótboltans. Rætt er við knattspyrnukonurnar Ödu Hegerberg frá Noregi, Mögdu Erikkson frá Svíþjóð, Sveindísi Jane, Lindu Sallstrom frá Finnlandi og Pernille Harder frá Danmörku. Sveindís er því þarna í frábærum hópi. Sveindís Jane er heimsótt til Keflavíkur þar sem hún ólst upp og spilaði sín fyrstu tímabil í meistaraflokki. Hún sést heima við og í göngutúr upp að goðstöðvunum á Reykjanesi. Sveindís er fulltrúi íslenska landsliðsins í heimildarþáttunum EQUALS sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu. Hér má horfa á þáttinn um Norðurlöndin https://t.co/jJoTR5Cek9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 10, 2023 „Ég held að hugarfarið okkar skiptir máli. Við viljum alltaf gera okkar besta og erum líkamlega sterkar inn á vellinum. Í sambandi við íslenska liðið þá höfum við alltaf verið þekktar fyrir að láta finna aðeins fyrir okkur en við erum að þróa okkar leik og við viljum spila góðan fótbolta líka,“ sagði Sveindís Jane. „Ég er fædd á Íslandi en mamma mín kemur frá Gana. Ég er fimmtíu-fimmtíu, ég er blönduð og ég er mjög stolt af því,“ sagði Sveindís. „Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og að flytja í burtu frá þeim svona ung hefur verið erfitt fyrir mig. Ég var samt heppnin að kærastinn minn kom með mér út til Þýskalands,“ sagði Sveindís. „Ég held að þetta hafi kallað á það að ég fullorðnaðist fyrr sem er gott mál,“ sagði Sveindís. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur yngri stelpurnar að hlusta á þær eldri og reyndari í landsliðinu þegar þær tala um það hvernig þetta var allt þegar þær voru yngri. Hvað mikið hefur breyst og þær voru að berjast fyrir betri dögum fyrir okkur,“ sagði Sveindís. „Þegar ég verð eldri þá ætla ég líka að berjast fyrir betri dögum fyrir yngri stelpurnar. Það er mér mjög mikilvægt að kvennafótboltinn haldi áfram að vaxa,“ sagði Sveindís. Heimildarþáttarröðin inniheldur alls sjö þætti og þar er farið yfir kvennafótboltann alls staðar að í heiminum en það eru fáar íþróttagreinar í veröldinni sem eru á jafn mikilli uppleið og hann. Það má horfa á þáttinn með því að smella hér en það þarf að skrá sig inn til að horfa. Landslið kvenna í fótbolta UEFA Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Sveindís Jane kemur nefnilega fram í öðrum þætti heimildarþáttarraðarinnar EQUALS (Jafningjar) sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu en þeim þætti er fjallað um Norðurlöndin. Norðurlöndin hafa alltaf verið í fararbroddi þegar kemur að kvennafótboltanum og bæði Noregur og Svíþjóð hafa orðið Evrópumeistarar, Danir hafa komist alla leið í úrslitaleikinn, Finnar fóru einu sinni í undanúrslitin og Ísland hefur verið með á síðustu fjórum Evrópumótum. Í þættinum um Norðurlöndin velta menn fyrir sér hvað gerir Norðurlandaþjóðirnar einstakar og af hverju þær hafa náð svo góðum árangri á stóra sviði kvennafótboltans. Rætt er við knattspyrnukonurnar Ödu Hegerberg frá Noregi, Mögdu Erikkson frá Svíþjóð, Sveindísi Jane, Lindu Sallstrom frá Finnlandi og Pernille Harder frá Danmörku. Sveindís er því þarna í frábærum hópi. Sveindís Jane er heimsótt til Keflavíkur þar sem hún ólst upp og spilaði sín fyrstu tímabil í meistaraflokki. Hún sést heima við og í göngutúr upp að goðstöðvunum á Reykjanesi. Sveindís er fulltrúi íslenska landsliðsins í heimildarþáttunum EQUALS sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu. Hér má horfa á þáttinn um Norðurlöndin https://t.co/jJoTR5Cek9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 10, 2023 „Ég held að hugarfarið okkar skiptir máli. Við viljum alltaf gera okkar besta og erum líkamlega sterkar inn á vellinum. Í sambandi við íslenska liðið þá höfum við alltaf verið þekktar fyrir að láta finna aðeins fyrir okkur en við erum að þróa okkar leik og við viljum spila góðan fótbolta líka,“ sagði Sveindís Jane. „Ég er fædd á Íslandi en mamma mín kemur frá Gana. Ég er fimmtíu-fimmtíu, ég er blönduð og ég er mjög stolt af því,“ sagði Sveindís. „Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og að flytja í burtu frá þeim svona ung hefur verið erfitt fyrir mig. Ég var samt heppnin að kærastinn minn kom með mér út til Þýskalands,“ sagði Sveindís. „Ég held að þetta hafi kallað á það að ég fullorðnaðist fyrr sem er gott mál,“ sagði Sveindís. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur yngri stelpurnar að hlusta á þær eldri og reyndari í landsliðinu þegar þær tala um það hvernig þetta var allt þegar þær voru yngri. Hvað mikið hefur breyst og þær voru að berjast fyrir betri dögum fyrir okkur,“ sagði Sveindís. „Þegar ég verð eldri þá ætla ég líka að berjast fyrir betri dögum fyrir yngri stelpurnar. Það er mér mjög mikilvægt að kvennafótboltinn haldi áfram að vaxa,“ sagði Sveindís. Heimildarþáttarröðin inniheldur alls sjö þætti og þar er farið yfir kvennafótboltann alls staðar að í heiminum en það eru fáar íþróttagreinar í veröldinni sem eru á jafn mikilli uppleið og hann. Það má horfa á þáttinn með því að smella hér en það þarf að skrá sig inn til að horfa.
Landslið kvenna í fótbolta UEFA Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sjá meira