Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 13:21 Skíðasvæði í Madonna di Campiglio, Ítalíu, sem var áfangastaður ferðanna. Getty Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. Málin þrjú tengjast öll skíðaferðum til Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem voru á dagskrá í lok febrúar árið 2020 þegar heimsfaraldur Covid-19 var að hefjast. Ferðirnar afpantaðar með sjö klukkustunda fyrirvara Áætluð brottför var 29. febrúar en í öllum málunum voru ferðirnar afpantaðar þann 28. febrúar, með sjö klukkutíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför. Sama dag greindist fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilvikum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Héraðsdómur Reykjaness mat það svo í málunum að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Ættu viðskiptavinirnir því rétt á endurgreiðslu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í málunum. Ferðaskrifstofa Íslands óskaði eftir leyfi Hæstaréttar til að skjóta málunum til dómstólsins. Var það gert á þeim grundvelli að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Þá telji ferðaskrifstofan að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng, ferðamaður sem treysti sér ekki í pakkaferð sem framkvæmd hafi verið með þeim hætti sem kveðið var á um við sölu geti hann ekki losnað undan skuldbindingu sinni, heldur eigi hann aðeins þann rétt að afpanta ferð fyrir upphaf hennar og greiða þóknun í samræmi við reglur um afpantanir fyrir upphaf ferðar. Hæstiréttur telur, sem fyrr segir, að dómur í málunum, geti haft fordæmisgildi rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar. Mun dómstóllinn því taka málin þrjú fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Dómsmál Neytendur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Málin þrjú tengjast öll skíðaferðum til Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem voru á dagskrá í lok febrúar árið 2020 þegar heimsfaraldur Covid-19 var að hefjast. Ferðirnar afpantaðar með sjö klukkustunda fyrirvara Áætluð brottför var 29. febrúar en í öllum málunum voru ferðirnar afpantaðar þann 28. febrúar, með sjö klukkutíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför. Sama dag greindist fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilvikum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Héraðsdómur Reykjaness mat það svo í málunum að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Ættu viðskiptavinirnir því rétt á endurgreiðslu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í málunum. Ferðaskrifstofa Íslands óskaði eftir leyfi Hæstaréttar til að skjóta málunum til dómstólsins. Var það gert á þeim grundvelli að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Þá telji ferðaskrifstofan að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng, ferðamaður sem treysti sér ekki í pakkaferð sem framkvæmd hafi verið með þeim hætti sem kveðið var á um við sölu geti hann ekki losnað undan skuldbindingu sinni, heldur eigi hann aðeins þann rétt að afpanta ferð fyrir upphaf hennar og greiða þóknun í samræmi við reglur um afpantanir fyrir upphaf ferðar. Hæstiréttur telur, sem fyrr segir, að dómur í málunum, geti haft fordæmisgildi rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar. Mun dómstóllinn því taka málin þrjú fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Dómsmál Neytendur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira