Napoli er komið með níu stiga forskot í ítalska boltanum en þeir unnu 5-1 sigur á Juventus á föstudagskvöldið. Í dag er síðan búið að spila þrjá leiki í deildinni og hafa þeir allir unnist á útivelli.
Í Tórínó tóku heimamenn á móti Spezia. Eina mark leiksins kom á 28.mínútu þegar M´Bala Nzola skoraði úr vítaspyrnu fyrir gestina í Spezia. Eftir sigurinn er Spezia í 16.sæti deildarinnar, níu stigum fyrir ofan fallsæti.
Udinese tók á móti Bologna í leik tveggja liða sem sigla fremur lygnan sjó. Beto kom heimamönnum yfir á tíundu mínútu eftir sendingu Isaac Success en Bologna svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Fyrst skoraði Nicola Sansone á 59.mínútu og Stefan Posch skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok.
Í fyrsta leik dagsins mættust síðan Sassuolo og Lazio. Lazio þurftu sigur til að hanga með í pakkanum sem fylgir eftir toppliði Lazio og þeir náðu í stigin þrjú með góðum útisigri. Mattia Zaccani og Felipe Anderson skoruðu mörkin í 2-0 sigri.
Í kvöld taka síðan Jose Mourinho og lærisveinar hans í Roma á móti Fiorentina en Roma getur jafnað nágranna sína í Lazio að stigum með sigri.