Kennarinn í MS: „Afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 18:54 Margrét Haraldsdóttir framhaldsskólakennari segir málið ósköp einfalt. Verið sé að sýna þegar tilteknar stefnur í stjórnmálum fari út í öfga. Nákvæmlega eins glæra hafi verið tekin um öfgar á vinstrivæng. Facebook/Samsett Kennari í Menntaskólanum við Sund segir af og frá að glæra sem fór í dreifingu í vikunni sé merki um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Glæran hafi verið til að sýna öfgar í stjórnmálastefnum, til dæmis þegar farið er úr sterkum foringjum yfir í einræði. Nákvæmlega eins glæra hafi verið til að sýna hættulega þróun á vinstrivæng stjórnmála. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss birti mynd af glæru úr kennslustund í Menntaskólanum við Sund á Facebook í vikunni, þar sem hann harmaði pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Elliði sagði að á glærunni væri verið að líkja Sjálfstæðisflokknum við Þýskaland Hitlers og Gestapo. Helga Sigríður Þórsdóttir rektor menntaskólans sagði við mbl.is í gær að glæran hafi verið tekin úr samhengi. Ekki væri hægt að átta sig á umfjöllunarefni kennslustundarinnar umþrættu. Skaut á tengsl kennarans við stjórnmálaflokk Ekki stóð á svörum og brást Elliði við athugasemdum rektors í dag. Þar sagðist hann hreinlega ekki átta sig á því í hvaða samhengi framsetningin teldist eðlileg. Hann skaut föstum skotum á kennarann, sem hann sagði hafa skipað fjórða sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir skömmu síðan. Því næst bað hann rektor svara: „Í hvaða samhengi teldir þú þessa glæru réttlætanlega?“ Kennarinn sem um ræðir er Margrét Haraldsdóttir. Hún segir í samtali við Vísi að málið sé ósköp einfalt. „Þetta er öfgaútgáfa af hægristefnu, þegar þetta er tekið alveg út fyrir. Þetta er glæra sem útskýrir það, þegar farið er út í öfgana. Þetta er svona eins og að taka þjóðkirkjuna og fara svo yfir í bókstafstrú; hvað gerist þegar þú ferð út í öfgana. Þarna er verið að tala um, þegar teknar eru bara mjög góðar stefnur, frjálshyggja, íhaldsstefna eða kristni eða hvað sem er, og farið út í öfga.“ Tekin alveg eins glæra á hinn veginn Útskýringarnar koma heim og saman við mynd af glærunni. Það er, dæmi er tekið um sterka foringja, þar sem nefndir eru Davíð Oddsson og Donald Trump. Lína er svo dregin yfir í „einræði: Hitler og Mússólíní.“ „Og svo er það líka á hinn veginn. Það er tekin alveg eins glæra á hinn veginn þegar farið er úr sósíalisma yfir í kommúnisma og anarkisma. Sem endar með ósköpum eins og við vitum í Sóvétríkjunum og allt þetta. Það er verið að sýna öfgar í báðar áttir.“ Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, er lína til dæmis dregin frá stéttaskiptingu yfir í kynþáttafordóma; það er, þegar farið er út í öfga.Facebook Aðspurð um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum segir Margrét slíkar meiningar af og frá. Kennarar hafi mjög mismunandi skoðanir og passi vel að gæta hlutleysis eins og hægt er. „Þá get ég bara sagt þér að afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins, það er kannski allt í lagi að slá því upp líka,“ segir hún og hlær. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss birti mynd af glæru úr kennslustund í Menntaskólanum við Sund á Facebook í vikunni, þar sem hann harmaði pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Elliði sagði að á glærunni væri verið að líkja Sjálfstæðisflokknum við Þýskaland Hitlers og Gestapo. Helga Sigríður Þórsdóttir rektor menntaskólans sagði við mbl.is í gær að glæran hafi verið tekin úr samhengi. Ekki væri hægt að átta sig á umfjöllunarefni kennslustundarinnar umþrættu. Skaut á tengsl kennarans við stjórnmálaflokk Ekki stóð á svörum og brást Elliði við athugasemdum rektors í dag. Þar sagðist hann hreinlega ekki átta sig á því í hvaða samhengi framsetningin teldist eðlileg. Hann skaut föstum skotum á kennarann, sem hann sagði hafa skipað fjórða sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir skömmu síðan. Því næst bað hann rektor svara: „Í hvaða samhengi teldir þú þessa glæru réttlætanlega?“ Kennarinn sem um ræðir er Margrét Haraldsdóttir. Hún segir í samtali við Vísi að málið sé ósköp einfalt. „Þetta er öfgaútgáfa af hægristefnu, þegar þetta er tekið alveg út fyrir. Þetta er glæra sem útskýrir það, þegar farið er út í öfgana. Þetta er svona eins og að taka þjóðkirkjuna og fara svo yfir í bókstafstrú; hvað gerist þegar þú ferð út í öfgana. Þarna er verið að tala um, þegar teknar eru bara mjög góðar stefnur, frjálshyggja, íhaldsstefna eða kristni eða hvað sem er, og farið út í öfga.“ Tekin alveg eins glæra á hinn veginn Útskýringarnar koma heim og saman við mynd af glærunni. Það er, dæmi er tekið um sterka foringja, þar sem nefndir eru Davíð Oddsson og Donald Trump. Lína er svo dregin yfir í „einræði: Hitler og Mússólíní.“ „Og svo er það líka á hinn veginn. Það er tekin alveg eins glæra á hinn veginn þegar farið er úr sósíalisma yfir í kommúnisma og anarkisma. Sem endar með ósköpum eins og við vitum í Sóvétríkjunum og allt þetta. Það er verið að sýna öfgar í báðar áttir.“ Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, er lína til dæmis dregin frá stéttaskiptingu yfir í kynþáttafordóma; það er, þegar farið er út í öfga.Facebook Aðspurð um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum segir Margrét slíkar meiningar af og frá. Kennarar hafi mjög mismunandi skoðanir og passi vel að gæta hlutleysis eins og hægt er. „Þá get ég bara sagt þér að afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins, það er kannski allt í lagi að slá því upp líka,“ segir hún og hlær.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05