„Þetta er húseigandans að passa upp á“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 15. janúar 2023 20:35 Sigrún Þorsteinsdóttir forvarnafulltrúi VÍS brýnir fyrir húseigendum að fjarlægja klaka og grýlukerti af þakköntum. Samsett/Vísir/SteingrímurDúi Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg. Húseigendur á Amtmannsstíg hafa brugðið á það ráð að setja litla umferðarkeilu fyrir framan hús þar sem miklir klakabunkar hafa safnast fyrir í þakrennu. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnafulltrúi vátryggingafélagsins VÍS, er ekki viss um að slíkar ráðstafanir séu nægjanlegar. „Vissulega er þetta betra en ekki neitt en við myndum vilja sjá þetta betur gert. Og nota borða til að afmarka svæðið almennilega. Því það þarf ekki endilega að búast við því að almenningur sé að horfa upp fyrir sig þegar það er að labba um. Húseigendur þurfa svolítið að huga að þessu og fá þá bara fagaðila í verkið ef þeir ná ekki að gera það sjálfir, en maður á náttúrulega aldrei að setja sig í hættu við að ná þessu niður. En þetta er stórhættulegt,“ segir Sigrún. Hver ber ábyrgð ef eitthvað gerist? „Það er svolítið mismunandi. Það getur verið húseigandi, það getur líka verið þeir sem eru að ganga undir. En þetta er húseigandans að passa upp á að það sé í lagi með svæðið þar sem þetta er. Við hvetjum fólk, á fimmtudag og föstudag því þá fer að hlýna, þá á þetta allt eftir að koma niður. Við eru að sjá fullt af tjónum í þakköntum hjá okkur, höfum áhyggjur af pöllunum líka sem eru við sumarhús og fleiri heimili.“ Hún brýnir fyrir húseigendum að moka frá veggjum, passa upp á svalir og moka af þeim. Í kortunum eru hlýindi í veðri og sjá vátryggingafélög því fram á vatnstjón: „Nóg er af þeim í dag bara út frá álagi á kerfin á heimilum og í fyrirtækjum.“ Ekki er sjálfgefið að gangandi vegfarendur hafi tengt keiluna við klakabunkann sem læðist yfir þakrennuna.Vísir/SteingrímurDúi Reykjavík Veður Tryggingar Slysavarnir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12 Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Húseigendur á Amtmannsstíg hafa brugðið á það ráð að setja litla umferðarkeilu fyrir framan hús þar sem miklir klakabunkar hafa safnast fyrir í þakrennu. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnafulltrúi vátryggingafélagsins VÍS, er ekki viss um að slíkar ráðstafanir séu nægjanlegar. „Vissulega er þetta betra en ekki neitt en við myndum vilja sjá þetta betur gert. Og nota borða til að afmarka svæðið almennilega. Því það þarf ekki endilega að búast við því að almenningur sé að horfa upp fyrir sig þegar það er að labba um. Húseigendur þurfa svolítið að huga að þessu og fá þá bara fagaðila í verkið ef þeir ná ekki að gera það sjálfir, en maður á náttúrulega aldrei að setja sig í hættu við að ná þessu niður. En þetta er stórhættulegt,“ segir Sigrún. Hver ber ábyrgð ef eitthvað gerist? „Það er svolítið mismunandi. Það getur verið húseigandi, það getur líka verið þeir sem eru að ganga undir. En þetta er húseigandans að passa upp á að það sé í lagi með svæðið þar sem þetta er. Við hvetjum fólk, á fimmtudag og föstudag því þá fer að hlýna, þá á þetta allt eftir að koma niður. Við eru að sjá fullt af tjónum í þakköntum hjá okkur, höfum áhyggjur af pöllunum líka sem eru við sumarhús og fleiri heimili.“ Hún brýnir fyrir húseigendum að moka frá veggjum, passa upp á svalir og moka af þeim. Í kortunum eru hlýindi í veðri og sjá vátryggingafélög því fram á vatnstjón: „Nóg er af þeim í dag bara út frá álagi á kerfin á heimilum og í fyrirtækjum.“ Ekki er sjálfgefið að gangandi vegfarendur hafi tengt keiluna við klakabunkann sem læðist yfir þakrennuna.Vísir/SteingrímurDúi
Reykjavík Veður Tryggingar Slysavarnir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12 Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
„Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12
Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08