Rannsakar hlut kvenna í íslenskri listasögu næsta árið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 15:44 Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris I, Panthéon–Sorbonne. Á árunum 2010–2021 starfaði hún sem lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Listaháskóli Íslands Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir hefur verið valin til að gegna rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Um er að ræða hálfa stöðu til eins árs í senn sem vinna má eftir samkomulagi. Er þetta í annað sinn af þremur sem auglýst er en sýningin Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður var opnuð þann 14. janúar á Kjarvalsstöðum og er afrakstur fyrstu rannsóknarstöðunnar sem Sigrún Inga Hrólfsdóttir hlaut fyrir árið 2022. Rannsóknarstaðan, sem unnin er í samstarfi við við Háskóla Íslands, hlaut þriggja ára öndvegisstyrk Safnaráðs. Átta sáttu um stöðuna sem var auglýst í nóvember síðastliðnum. „Bera þær allar með sér að tækifæri eru til rannsókna á sviði íslenskrar listasögu og á hlut kvenna í mótun hennar,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt fagráð skipað fulltrúum safnsins og Háskóla Íslands hefur nú valið úr innsendum tillögum og valdi að bjóða Aðalheiði Lilju Guðmundsdóttur stöðuna og er það rannsókn hennar á list Borghildar Óskarsdóttur sem þar liggur til grundvallar. „Borghildur hefur verið virk í íslensku myndlistarsamfélagi frá því um miðja síðustu öld. Enn er mikið ósagt, óþekkt og órannsakað um konur sem hófu listferil sinn upp úr miðri síðustu öld. Borghildur er ein af þeim sem hefur unnið staðföst að listsköpun sinni í gegnum þessa áratugi og vert er að gefa gaum í listasögulegu jafnt sem femínísku samhengi. Hún vinnur verk sín í fjölbreytilega miðla listsköpunar; grafík, teikningar, texta, málverk, höggmyndir, ljósmyndun, vídeó, hljóð, bókverk, innsetningar, gjörninga og þannig mætti lengi telja. En leir, sem efniviður, er þó eins og rauður þráður í gegnum höfundarverk hennar. Rannsókn Aðalheiðar á list Borghildar lýkur með sýningu á Kjarvalsstöðu og veglegri útgáfu sýningarskrár,“ segir í tilkynningunni. Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris I, Panthéon–Sorbonne. Á árunum 2010–2021 starfaði hún sem lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Ásamt kennslu- og fagstjórastarfinu hefur hún sinnt ýmsum verkefnum á fagsviðum listfræða og myndlistar, þar á meðal rannsóknum, skrifum, opinberum fyrirlestrum, sýningargerð og nefndarstörfum á Norðurlöndum og í Frakklandi. Rannsóknir Aðalheiðar Lilju eru meðal annars á sviði bókverkagerðar myndlistarmanna og kynjafræða. Rannsóknarstaða við Listasafn Reykjavíkur fyrir árið 2024 verður auglýst síðari hluta árs 2023. Myndlist Ljóðlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Markmiðið er að heiðra myndlistarmenn hér á landi Myndlistarráð hefur tilkynnt tilnefningarnar í forvalinu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Veitt eru veitt í tveimur flokkum, myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. 2. febrúar 2021 14:31 Blása lífi í þöglar styttur Ungir listamenn leggja garð Listasafns Einars Jónssonar undir sig á morgun. 17. maí 2014 12:00 Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira
Um er að ræða hálfa stöðu til eins árs í senn sem vinna má eftir samkomulagi. Er þetta í annað sinn af þremur sem auglýst er en sýningin Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður var opnuð þann 14. janúar á Kjarvalsstöðum og er afrakstur fyrstu rannsóknarstöðunnar sem Sigrún Inga Hrólfsdóttir hlaut fyrir árið 2022. Rannsóknarstaðan, sem unnin er í samstarfi við við Háskóla Íslands, hlaut þriggja ára öndvegisstyrk Safnaráðs. Átta sáttu um stöðuna sem var auglýst í nóvember síðastliðnum. „Bera þær allar með sér að tækifæri eru til rannsókna á sviði íslenskrar listasögu og á hlut kvenna í mótun hennar,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt fagráð skipað fulltrúum safnsins og Háskóla Íslands hefur nú valið úr innsendum tillögum og valdi að bjóða Aðalheiði Lilju Guðmundsdóttur stöðuna og er það rannsókn hennar á list Borghildar Óskarsdóttur sem þar liggur til grundvallar. „Borghildur hefur verið virk í íslensku myndlistarsamfélagi frá því um miðja síðustu öld. Enn er mikið ósagt, óþekkt og órannsakað um konur sem hófu listferil sinn upp úr miðri síðustu öld. Borghildur er ein af þeim sem hefur unnið staðföst að listsköpun sinni í gegnum þessa áratugi og vert er að gefa gaum í listasögulegu jafnt sem femínísku samhengi. Hún vinnur verk sín í fjölbreytilega miðla listsköpunar; grafík, teikningar, texta, málverk, höggmyndir, ljósmyndun, vídeó, hljóð, bókverk, innsetningar, gjörninga og þannig mætti lengi telja. En leir, sem efniviður, er þó eins og rauður þráður í gegnum höfundarverk hennar. Rannsókn Aðalheiðar á list Borghildar lýkur með sýningu á Kjarvalsstöðu og veglegri útgáfu sýningarskrár,“ segir í tilkynningunni. Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris I, Panthéon–Sorbonne. Á árunum 2010–2021 starfaði hún sem lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Ásamt kennslu- og fagstjórastarfinu hefur hún sinnt ýmsum verkefnum á fagsviðum listfræða og myndlistar, þar á meðal rannsóknum, skrifum, opinberum fyrirlestrum, sýningargerð og nefndarstörfum á Norðurlöndum og í Frakklandi. Rannsóknir Aðalheiðar Lilju eru meðal annars á sviði bókverkagerðar myndlistarmanna og kynjafræða. Rannsóknarstaða við Listasafn Reykjavíkur fyrir árið 2024 verður auglýst síðari hluta árs 2023.
Myndlist Ljóðlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Markmiðið er að heiðra myndlistarmenn hér á landi Myndlistarráð hefur tilkynnt tilnefningarnar í forvalinu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Veitt eru veitt í tveimur flokkum, myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. 2. febrúar 2021 14:31 Blása lífi í þöglar styttur Ungir listamenn leggja garð Listasafns Einars Jónssonar undir sig á morgun. 17. maí 2014 12:00 Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira
Markmiðið er að heiðra myndlistarmenn hér á landi Myndlistarráð hefur tilkynnt tilnefningarnar í forvalinu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Veitt eru veitt í tveimur flokkum, myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. 2. febrúar 2021 14:31
Blása lífi í þöglar styttur Ungir listamenn leggja garð Listasafns Einars Jónssonar undir sig á morgun. 17. maí 2014 12:00