Hættir sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 16:21 Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur tilkynnt að hann muni láta af starfi sínu þann 1. maí nk. og fara á eftirlaun. Þetta kemur fram á vef sambandsins. Hann segist ætla að skila af sér góðu búi til arftaka síns. Karl var ráðinn bæjarstjóri á Selfossi árið 1986, aðeins 29 ára að aldri, og gegndi því starfi til ársins 1998 þegar hann tók við starfi bæjarstjóra í hinu nýstofnaða sveitarfélagi Árborg. Árið 2002 tók hann við starfi sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, sem þá var nýstofnað, og sinnti því starfi þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri sambandsins 1. september 2008. Á fyrri árum starfaði hann sem sérfræðingur hjá Framkvæmdastofnun ríkisins og sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Karl hefur átt sæti í fjölda nefnda, ráða, stjórna og starfshópa fyrir sambandið, sveitarfélögin og ríkið í tengslum við störf sín. Starfsferill hans, sem spannar rúmlega 40 ár frá því að hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr þjóðhagskjarna (Cand.oecon) frá Háskóla Íslands, hefur því allur verið helgaður sveitarstjórnar- og byggðamálum. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að hafa starfað á sveitarstjórnarstiginu öll þessi ár. Ég hef haft tækifæri til að kynnast fjölda skemmtilegs og áhugaverðs fólks á starfsævinni, vinnufélagar mínir og samstarfsfólk hafa veitt mér mikla gleði og færi ég öllum viðkomandi kærar þakkir fyrir samskiptin og samstarfið. Einnig er ég þakklátur fyrir allan þann skilning sem fjölskylda mín hefur sýnt öll þessi ár vegna þeirrar fjarveru frá heimili sem óhjákvæmilega fylgir þeim erilsömu störfum sem ég hef sinnt. Ég er þó ekki alveg hættur enn sem komið er og stefni ég að því að skila af mér góðu búi til arftaka míns þ. 1. maí nk.“, segir Karl Björnsson, fráfarandi framkvæmdastjóri sambandsins. Gert er ráð fyrir að fljótlega verði starf framkvæmdastjóra sambandsins auglýst laust til umsóknar. Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sjá meira
Karl var ráðinn bæjarstjóri á Selfossi árið 1986, aðeins 29 ára að aldri, og gegndi því starfi til ársins 1998 þegar hann tók við starfi bæjarstjóra í hinu nýstofnaða sveitarfélagi Árborg. Árið 2002 tók hann við starfi sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, sem þá var nýstofnað, og sinnti því starfi þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri sambandsins 1. september 2008. Á fyrri árum starfaði hann sem sérfræðingur hjá Framkvæmdastofnun ríkisins og sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Karl hefur átt sæti í fjölda nefnda, ráða, stjórna og starfshópa fyrir sambandið, sveitarfélögin og ríkið í tengslum við störf sín. Starfsferill hans, sem spannar rúmlega 40 ár frá því að hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr þjóðhagskjarna (Cand.oecon) frá Háskóla Íslands, hefur því allur verið helgaður sveitarstjórnar- og byggðamálum. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að hafa starfað á sveitarstjórnarstiginu öll þessi ár. Ég hef haft tækifæri til að kynnast fjölda skemmtilegs og áhugaverðs fólks á starfsævinni, vinnufélagar mínir og samstarfsfólk hafa veitt mér mikla gleði og færi ég öllum viðkomandi kærar þakkir fyrir samskiptin og samstarfið. Einnig er ég þakklátur fyrir allan þann skilning sem fjölskylda mín hefur sýnt öll þessi ár vegna þeirrar fjarveru frá heimili sem óhjákvæmilega fylgir þeim erilsömu störfum sem ég hef sinnt. Ég er þó ekki alveg hættur enn sem komið er og stefni ég að því að skila af mér góðu búi til arftaka míns þ. 1. maí nk.“, segir Karl Björnsson, fráfarandi framkvæmdastjóri sambandsins. Gert er ráð fyrir að fljótlega verði starf framkvæmdastjóra sambandsins auglýst laust til umsóknar.
Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sjá meira