„Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2023 19:21 Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður. Vísir/Sigurjón Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Konan og samferðafólk hennar eru Íslendingar og vant útivistarfólk. Þau höfðu farið út fyrir merktan slóða þegar atvikið átti sér stað. Snjór hafði hulið vatnsgjána en hann gaf sig þegar konan gekk þar yfir. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir augljóst að mikil hætta hafi verið á ferðum. „Jú, augljóslega var mikil hætta vegna þess að það er ekkert hlaupið að því að ná fólki upp úr svona gjá, sérstaklega þegar það eru fáir til. Það vildi henni til happs að samferðamaður hjálpaði henni upp ásamt öðrum sem komu að,“ segir Einar. Hann segist hafa skynjað að atvikið hafi tekið mikið á, bæði hjá konunni og þeim sem bjargaði henni. Það séu ekki síst andlegu sárin sem þurfi að hlúa að. Það gekk víst mikið á að ná henni þarna upp úr gjánni, en þetta hefði getað farið bara mjög illa, ekki síst ef hún hefði verið ein á ferð. „Áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað en aðeins er tæpt ár frá því að ungur danskur drengur féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Einar segir ekki raunhæft að loka svæðinu en á háálagstímum hafi verið reynt að girða það af. „Þetta hefur svona fengið okkur til að velta þessu fyrir okkur, hvort það sé hægt að merkja vissa staði betur og koma upplýsingum betur á framfæri. Að koma þessu í fjölmiðla er í raun fyrsta verkefnið, að vekja betur athygli á þessu. Á veturna getur verið erfitt að fara um þegar snjórinn hylur landslagið og gjár og sprungur. Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna,“ segir Einar. Gjáin er rétt við Þingvallavatn og Öxará.Vísir/Sigurjón Áskorun að koma skilaboðum til ferðamanna Þingvellir er vinsæll ferðamannastaður enda frábært útivistarsvæði og náttúruperla. En það er spurning hvort allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem leynast um allt. „Að koma skilaboðum til ferðamanna er alltaf mikil áskorun, hvort sem það er hér, í Reynisfjöru eða annars staðar á landinu, að virða hættur. Við vitum alveg að skilti gera bara ákveðið mikið. Það þarf stöðugt að vera bara upplýsingagjöf í gangi á hvaða formi sem er. Hvort sem það er á vefnum, á skiltum, munnlegt eða í fjölmiðlum, um þær hættur sem blasa við. En eins og í þessu tilfelli, og í gjám sem eru úr alfaraleið, þá er ekkert annað að gera en að hvetja fólk til árvekni og að fylgjast vel með,“ segir Einar. Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Konan og samferðafólk hennar eru Íslendingar og vant útivistarfólk. Þau höfðu farið út fyrir merktan slóða þegar atvikið átti sér stað. Snjór hafði hulið vatnsgjána en hann gaf sig þegar konan gekk þar yfir. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir augljóst að mikil hætta hafi verið á ferðum. „Jú, augljóslega var mikil hætta vegna þess að það er ekkert hlaupið að því að ná fólki upp úr svona gjá, sérstaklega þegar það eru fáir til. Það vildi henni til happs að samferðamaður hjálpaði henni upp ásamt öðrum sem komu að,“ segir Einar. Hann segist hafa skynjað að atvikið hafi tekið mikið á, bæði hjá konunni og þeim sem bjargaði henni. Það séu ekki síst andlegu sárin sem þurfi að hlúa að. Það gekk víst mikið á að ná henni þarna upp úr gjánni, en þetta hefði getað farið bara mjög illa, ekki síst ef hún hefði verið ein á ferð. „Áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað en aðeins er tæpt ár frá því að ungur danskur drengur féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Einar segir ekki raunhæft að loka svæðinu en á háálagstímum hafi verið reynt að girða það af. „Þetta hefur svona fengið okkur til að velta þessu fyrir okkur, hvort það sé hægt að merkja vissa staði betur og koma upplýsingum betur á framfæri. Að koma þessu í fjölmiðla er í raun fyrsta verkefnið, að vekja betur athygli á þessu. Á veturna getur verið erfitt að fara um þegar snjórinn hylur landslagið og gjár og sprungur. Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna,“ segir Einar. Gjáin er rétt við Þingvallavatn og Öxará.Vísir/Sigurjón Áskorun að koma skilaboðum til ferðamanna Þingvellir er vinsæll ferðamannastaður enda frábært útivistarsvæði og náttúruperla. En það er spurning hvort allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem leynast um allt. „Að koma skilaboðum til ferðamanna er alltaf mikil áskorun, hvort sem það er hér, í Reynisfjöru eða annars staðar á landinu, að virða hættur. Við vitum alveg að skilti gera bara ákveðið mikið. Það þarf stöðugt að vera bara upplýsingagjöf í gangi á hvaða formi sem er. Hvort sem það er á vefnum, á skiltum, munnlegt eða í fjölmiðlum, um þær hættur sem blasa við. En eins og í þessu tilfelli, og í gjám sem eru úr alfaraleið, þá er ekkert annað að gera en að hvetja fólk til árvekni og að fylgjast vel með,“ segir Einar.
Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27