„Ég vil verða forsætisráðherra og helst ekki fara með Sjálfstæðisflokknum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. janúar 2023 15:12 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var nýliði við formannsborðið í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag. Vísir/Hulda Margrét „Ég á mánuð eftir,“ segir ófrísk Kristrún Frostadóttir sem gerir ráð fyrir að þurfa að vinna eitthvað í fæðingarorlofinu, enda gangi í raun ekki að vera formaður stjórnmálaflokks og vera frá í lengri tíma. „Ég ætla að fá varaþingmann núna í þrjá mánuði til að byrja með. Svo mun ég hafa seturétt á þinginu í vor þegar það eru þinglok,“ segir Kristrún sem á von á annarri stúlku. „Ég ætla að reyna að ná sex mánuðum með henni.“ Kristrún segir að það sé best að vera með eðlilegar væntingar til þess. „Þú ert ekkert látin alveg í friði þegar þú ert í svona stöðu þannig að ég ætla að reyna að vera eins „Zen“ og ég get.“ Langaði ekki að verða bankastjóri Sindri Sindrason hitti Kristrúnu á heimili hennar og eiginmannsins í Háaleitinu í Reykjavík og fékk að kynnast hinni hliðinni á henni. Hann spurði meðal annars út í æskuna, námsferilinn, framtíðarplönin, hjónabandið og af hverju hún endaði í stjórnmálum. „Það héldu allir að ég yrði læknir,“ segir Kristrún sem valdi að verða hagfræðingur. Móðir hennar var læknir og starfaði meðal annars í tvo áratugi á bráðamóttökunni. Eftir nám og starf erlendis byrjaði hún að vinna hjá Kviku banka hér á landi. „Ég ætlaði mér aldrei að verða bankastjóri eða neitt svoleiðis. Ég var hagfræðingur í grunninn og er það og hef alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálum og fannst félagslega hliðin á hagfræðinni alltaf mjög skemmtileg.“ Hún hafði ekki endilega hugsað sér að fara út í pólitík. „Ég áttaði mig ekki á því, fyrr en ég var hvött til að fara í framboð, að þetta væri mögulega vettvangur fyrir mig. Ég fór inn í þetta mjög fókuseruð á verkefnið. Ég vildi sjá ákveðna mynd í efnahagsmálum og velferðarmálum. Ég var ekkert endilega að hugsa um einhvern persónulegan pólitískan feril. “ Ísland í dag innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50 Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52 Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin Sjá meira
„Ég ætla að fá varaþingmann núna í þrjá mánuði til að byrja með. Svo mun ég hafa seturétt á þinginu í vor þegar það eru þinglok,“ segir Kristrún sem á von á annarri stúlku. „Ég ætla að reyna að ná sex mánuðum með henni.“ Kristrún segir að það sé best að vera með eðlilegar væntingar til þess. „Þú ert ekkert látin alveg í friði þegar þú ert í svona stöðu þannig að ég ætla að reyna að vera eins „Zen“ og ég get.“ Langaði ekki að verða bankastjóri Sindri Sindrason hitti Kristrúnu á heimili hennar og eiginmannsins í Háaleitinu í Reykjavík og fékk að kynnast hinni hliðinni á henni. Hann spurði meðal annars út í æskuna, námsferilinn, framtíðarplönin, hjónabandið og af hverju hún endaði í stjórnmálum. „Það héldu allir að ég yrði læknir,“ segir Kristrún sem valdi að verða hagfræðingur. Móðir hennar var læknir og starfaði meðal annars í tvo áratugi á bráðamóttökunni. Eftir nám og starf erlendis byrjaði hún að vinna hjá Kviku banka hér á landi. „Ég ætlaði mér aldrei að verða bankastjóri eða neitt svoleiðis. Ég var hagfræðingur í grunninn og er það og hef alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálum og fannst félagslega hliðin á hagfræðinni alltaf mjög skemmtileg.“ Hún hafði ekki endilega hugsað sér að fara út í pólitík. „Ég áttaði mig ekki á því, fyrr en ég var hvött til að fara í framboð, að þetta væri mögulega vettvangur fyrir mig. Ég fór inn í þetta mjög fókuseruð á verkefnið. Ég vildi sjá ákveðna mynd í efnahagsmálum og velferðarmálum. Ég var ekkert endilega að hugsa um einhvern persónulegan pólitískan feril. “ Ísland í dag innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50 Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52 Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin Sjá meira
Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24
Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50
Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52
Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36