Íbúðaverð á landinu lækkaði annan mánuðinn í röð Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2023 09:42 Íbúðaverð hefur ekki lækkað eins mikið milli mánaða og nú síðan í febrúar 2019. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í desembermánuði, annan mánuðinn í röð. Bæði sérbýli og fjölbýli lækkuðu í verði á milli mánaða og benda flest gögn til að íbúðamarkaðurinn sé að kólna talsvert. Þetta séu góðar fréttir, meðal annars fyrir verðbólguhorfur. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbankans og Hagsjá Landsbankans. Fram kemur að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um 0,7 prósent í desember frá mánuðinum á undan samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar sem birtust síðdegis í gær. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem vísitalan lækkar á milli mánaða, en í nóvember lækkaði hún um 0,3 prósent. Íbúðaverð hefur ekki lækkað eins mikið milli mánaða og nú síðan í febrúar 2019. Mesta lækkun í fjölbýli frá sumri 2020 Í greiningu Íslandsbanka segir að fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um 0,3 prósent í verði á milli mánaða en svo mikil lækkun í fjölbýli hafi ekki mælst síðan í júní 2020. „Sérbýli lækkuðu talsvert meira á milli mánaða eða um 2,1%. Á síðustu þremur mánuðum hafa sérbýli lækkað samtals um 4% í verði eftir hækkun sem nam 4,8% í september. Dregið hefur nú úr árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fimm mánuði í röð. Hækkun á árinu 2022 mælist 17,4%, en árstakturinn náði toppi í júlí þegar hækkunin mældist 25,5%. Árshækkun á fjölbýli mælist 17,8% en á íbúðum í sérbýli 16,7% í desembermánuði.“ Íslandsbanki Miklar sveiflur Sveiflur hafa einkennt íbúðamarkaðinn að undanförnu og þá sérstaklega í verði á sérbýli. Fram kemur að líklega megi rekja sveiflurnar til minni veltu og færri kaupsamninga á undanförnum mánuðum. „Alla jafna eru kaupsamningar á sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu frekar fáir samanborið við fjölbýli eins og gefur að skilja, en þeir hafa verið sérstaklega fáir á undanförnum mánuðum. Síðustu 10 ár hafa kaupsamningar á sérbýlum verið að meðaltali 107 talsins í hverjum mánuði. Á nýliðnu ári voru þeir hins vegar 81 að meðaltali, en tölur fyrir desembermánuð liggja ekki fyrir. Nú hefur verð á sérbýli lækkað þrjá mánuði í röð eftir töluverða hækkun í september. Gæti verið að um einhverskonar leiðréttingu sé að ræða eftir þessa hækkun í september. Fjölbýli hafa aftur á móti sveiflast mun minna í verði,“ segir á vef Íslandsbanka. Í Hagsjá Landsbankans er sömuleiðis lögð áhersla á að varast beri að lesa of mikið í einstakar mælingar. „Það er samt ljóst að markaðurinn hefur kólnað töluvert frá miðju sumri og teljum við að sú kólnun sé komin til að vera í þó nokkurn tíma.“ Verðbólga hjaðnar og meiri ró á íbúðamarkaði Íslandsbanki telur að þróunin á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu gefi góða vísbendingu um að verðbólga muni hjaðna á næstu mánuðum og það frekar hratt. „Nú hefur komist meiri ró á íbúðamarkaðinn ef marka má gögn síðustu mánaða. Það er í takti við spá okkar og er nokkuð ljóst að aðgerðir Seðlabankans, sem hækkaði vexti og herti á lánaskilyrðum, hafi haft sitt að segja í kólnun markaðarins. Einnig mælist aukið framboð nýrra eigna á markaði og útlit fyrir talsverða íbúðafjárfestingu á næstu misserum. Við gerum ráð fyrir að íbúðamarkaðurinn muni finna sitt jafnvægi á næstu mánuðum. Það gæti þó farið svo að verðið sveiflist til milli einstakra mánaða og mögulega haldi áfram að lækka til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma muni íbúðaverð þróast í takti við annað verðlag.“ Dregur úr umsvifum Í Hagsjá Landsbankans er svo rakið að velta á íbúðamarkaði hafi dregist talsvert saman á síðustu mánuðum. Alls hafi 522 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2022 en í sama mánuði árið 2021 hafi þeir verið 675. Þeim hafi því fækkað um 23 prósent. „Meðalfjöldi kaupsamninga í mánuði á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2022 var 523 en á sama tíma árið 2021 var meðaltalið 750, 43% fleiri samningar. Veltan tók að aukast verulega þegar vextir voru lækkaðir árið 2020 til þess að stemma stigu við efnahagslegum áhrifum faraldursins og nýjum íbúðalánum fjölgaði hratt. Hert lánþegaskilyrði og hækkandi vextir hafa nú kælt markaðinn og bæði dregið úr verðhækkunum og veltu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbankans og Hagsjá Landsbankans. Fram kemur að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um 0,7 prósent í desember frá mánuðinum á undan samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar sem birtust síðdegis í gær. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem vísitalan lækkar á milli mánaða, en í nóvember lækkaði hún um 0,3 prósent. Íbúðaverð hefur ekki lækkað eins mikið milli mánaða og nú síðan í febrúar 2019. Mesta lækkun í fjölbýli frá sumri 2020 Í greiningu Íslandsbanka segir að fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um 0,3 prósent í verði á milli mánaða en svo mikil lækkun í fjölbýli hafi ekki mælst síðan í júní 2020. „Sérbýli lækkuðu talsvert meira á milli mánaða eða um 2,1%. Á síðustu þremur mánuðum hafa sérbýli lækkað samtals um 4% í verði eftir hækkun sem nam 4,8% í september. Dregið hefur nú úr árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fimm mánuði í röð. Hækkun á árinu 2022 mælist 17,4%, en árstakturinn náði toppi í júlí þegar hækkunin mældist 25,5%. Árshækkun á fjölbýli mælist 17,8% en á íbúðum í sérbýli 16,7% í desembermánuði.“ Íslandsbanki Miklar sveiflur Sveiflur hafa einkennt íbúðamarkaðinn að undanförnu og þá sérstaklega í verði á sérbýli. Fram kemur að líklega megi rekja sveiflurnar til minni veltu og færri kaupsamninga á undanförnum mánuðum. „Alla jafna eru kaupsamningar á sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu frekar fáir samanborið við fjölbýli eins og gefur að skilja, en þeir hafa verið sérstaklega fáir á undanförnum mánuðum. Síðustu 10 ár hafa kaupsamningar á sérbýlum verið að meðaltali 107 talsins í hverjum mánuði. Á nýliðnu ári voru þeir hins vegar 81 að meðaltali, en tölur fyrir desembermánuð liggja ekki fyrir. Nú hefur verð á sérbýli lækkað þrjá mánuði í röð eftir töluverða hækkun í september. Gæti verið að um einhverskonar leiðréttingu sé að ræða eftir þessa hækkun í september. Fjölbýli hafa aftur á móti sveiflast mun minna í verði,“ segir á vef Íslandsbanka. Í Hagsjá Landsbankans er sömuleiðis lögð áhersla á að varast beri að lesa of mikið í einstakar mælingar. „Það er samt ljóst að markaðurinn hefur kólnað töluvert frá miðju sumri og teljum við að sú kólnun sé komin til að vera í þó nokkurn tíma.“ Verðbólga hjaðnar og meiri ró á íbúðamarkaði Íslandsbanki telur að þróunin á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu gefi góða vísbendingu um að verðbólga muni hjaðna á næstu mánuðum og það frekar hratt. „Nú hefur komist meiri ró á íbúðamarkaðinn ef marka má gögn síðustu mánaða. Það er í takti við spá okkar og er nokkuð ljóst að aðgerðir Seðlabankans, sem hækkaði vexti og herti á lánaskilyrðum, hafi haft sitt að segja í kólnun markaðarins. Einnig mælist aukið framboð nýrra eigna á markaði og útlit fyrir talsverða íbúðafjárfestingu á næstu misserum. Við gerum ráð fyrir að íbúðamarkaðurinn muni finna sitt jafnvægi á næstu mánuðum. Það gæti þó farið svo að verðið sveiflist til milli einstakra mánaða og mögulega haldi áfram að lækka til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma muni íbúðaverð þróast í takti við annað verðlag.“ Dregur úr umsvifum Í Hagsjá Landsbankans er svo rakið að velta á íbúðamarkaði hafi dregist talsvert saman á síðustu mánuðum. Alls hafi 522 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2022 en í sama mánuði árið 2021 hafi þeir verið 675. Þeim hafi því fækkað um 23 prósent. „Meðalfjöldi kaupsamninga í mánuði á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2022 var 523 en á sama tíma árið 2021 var meðaltalið 750, 43% fleiri samningar. Veltan tók að aukast verulega þegar vextir voru lækkaðir árið 2020 til þess að stemma stigu við efnahagslegum áhrifum faraldursins og nýjum íbúðalánum fjölgaði hratt. Hert lánþegaskilyrði og hækkandi vextir hafa nú kælt markaðinn og bæði dregið úr verðhækkunum og veltu,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent