„Innræting er ekki orð sem við notum“ Snorri Másson skrifar 19. janúar 2023 09:01 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í Íslandi í dag: „Ef ég væri Sigmundur Davíð myndi mér ekki þykja þægilegt að vera settur á sömu glæru og þessir þarna.“ Þar var til umræðu glæra þar sem Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins var í kennslustund í Verzlunarskóla Íslands stillt upp við hlið Hitlers og Mússólíní undir þeirri sameiginlegu yfirskrift „merkir þjóðernissinnar“. Ísland í dag má sjá hér að ofan en þar er farið um víðan völl. Magnús Þór segir þó ljóst að ef kennarar ætli að taka umræðuna í kennslustofunni séu líkur á að einhver umræða verði óþægileg; en að ein glæra af þúsundum glæra sem sýndar eru í skólum landsins á hverri önn megi ekki verða rótin að umræðunni. Magnús Þór Jónsson var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands árið 2021 en var áður skólastjóri Seljaskóla og formaður knattspyrnudeildar ÍR.Vísir/Arnar Umrædd glæra í Verzlunarskólanum.Aðsend mynd „Innræting er ekki orð sem við notum. Við erum að vekja umræður og vekja fólk til hugsunar. Við treystum kennurum til að gera það. Ef þeir misstíga sig í þessari leit að umræðu er það skólastjórans og skólans að bregðast við og fara inn í þá umræðu til að fólk læri af því,“ segir Magnús. Yfirleitt fari sú umræða þannig fram að nemendur ræði beint við kennarann eða skólann um málið og málið sé svo leyst út frá því. Magnús segir að heimsmálin hafi þróast á þann veg að allt sé orðið pólitík. Dæmi megi taka af umhverfismálunum, þar sem vandasamt væri að hvetja kennara til að efna ekki til umræðna aðeins vegna ákafans í umræðunni. Í Bandaríkjunum og Bretlandi er umræðan nokkuð hörð nú um mundir um það hvaða umræðuefni eigi heima í kennslustofunni; þar krefjast sumir þess að ákveðin málefni séu látin vera og aðrir að þau séu rædd í þaula. Ólíkar nálganir. Hér á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur nálgunin heldur verið sú að taka umræðuna. Nú þegar greina má viðleitni í átt að því að stjórna því betur hvað sé rætt í kennslustofum segir Magnús að leiðtogar í menntakerfinu standi vörð um núverandi fyrirkomulag, s.s. að miðað sé við að taka umræðuna. „Við höfum kannski meiri áhyggjur af því þegar börn eru kannski að koma inn með hluti sem þau eru að lesa og trúa á þá sem hinn eina rétta sannleik. Hvort sem það eru falsfréttir, umræður um klámvæðingu eða hvað annað; fordómar fyrir samkynhneigðum sem nú rjúka upp; þetta viljum við að við getum tekið á. Að neutralísera okkur og segja: Skólinn má ekki taka umræðu um ólíka þætti. Það er ekki skrefið sem við viljum sjá á Íslandi,“ segir Magnús Þór. Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þar var til umræðu glæra þar sem Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins var í kennslustund í Verzlunarskóla Íslands stillt upp við hlið Hitlers og Mússólíní undir þeirri sameiginlegu yfirskrift „merkir þjóðernissinnar“. Ísland í dag má sjá hér að ofan en þar er farið um víðan völl. Magnús Þór segir þó ljóst að ef kennarar ætli að taka umræðuna í kennslustofunni séu líkur á að einhver umræða verði óþægileg; en að ein glæra af þúsundum glæra sem sýndar eru í skólum landsins á hverri önn megi ekki verða rótin að umræðunni. Magnús Þór Jónsson var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands árið 2021 en var áður skólastjóri Seljaskóla og formaður knattspyrnudeildar ÍR.Vísir/Arnar Umrædd glæra í Verzlunarskólanum.Aðsend mynd „Innræting er ekki orð sem við notum. Við erum að vekja umræður og vekja fólk til hugsunar. Við treystum kennurum til að gera það. Ef þeir misstíga sig í þessari leit að umræðu er það skólastjórans og skólans að bregðast við og fara inn í þá umræðu til að fólk læri af því,“ segir Magnús. Yfirleitt fari sú umræða þannig fram að nemendur ræði beint við kennarann eða skólann um málið og málið sé svo leyst út frá því. Magnús segir að heimsmálin hafi þróast á þann veg að allt sé orðið pólitík. Dæmi megi taka af umhverfismálunum, þar sem vandasamt væri að hvetja kennara til að efna ekki til umræðna aðeins vegna ákafans í umræðunni. Í Bandaríkjunum og Bretlandi er umræðan nokkuð hörð nú um mundir um það hvaða umræðuefni eigi heima í kennslustofunni; þar krefjast sumir þess að ákveðin málefni séu látin vera og aðrir að þau séu rædd í þaula. Ólíkar nálganir. Hér á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur nálgunin heldur verið sú að taka umræðuna. Nú þegar greina má viðleitni í átt að því að stjórna því betur hvað sé rætt í kennslustofum segir Magnús að leiðtogar í menntakerfinu standi vörð um núverandi fyrirkomulag, s.s. að miðað sé við að taka umræðuna. „Við höfum kannski meiri áhyggjur af því þegar börn eru kannski að koma inn með hluti sem þau eru að lesa og trúa á þá sem hinn eina rétta sannleik. Hvort sem það eru falsfréttir, umræður um klámvæðingu eða hvað annað; fordómar fyrir samkynhneigðum sem nú rjúka upp; þetta viljum við að við getum tekið á. Að neutralísera okkur og segja: Skólinn má ekki taka umræðu um ólíka þætti. Það er ekki skrefið sem við viljum sjá á Íslandi,“ segir Magnús Þór.
Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08
Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent