Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2023 07:00 Myndband úr öryggismyndavél á Bankastræti Club fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sakborningar í málinu telja um þrjátíu en aðeins einn sætir gæsluvarðhaldi. Karlmaður á tuttugasta aldursári sem var fyrr í vikunni úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Myndband af árásinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Klippa: Hnífstunguárás á Bankastræti Club Vinur fórnarlambanna opnaði umræðuna með færslu og kvartaði yfir því að einn þeirra fjölmörgu sem kom að árásinni á Bankastræti Club gangi laus. Vinurinn fullyrðir að maðurinn sé leiðtogi hópsins og að hann hafi viðurkennt aðild sína að málinu fyrir lögreglu. Samt sem áður hafi árásarmanninum verið sleppt þó hann sé með fleiri hnífaárásir á samviskunni. Stunguárás við Fjallkonuna tengist málinu Vinur fórnarlambanna sakar árásarmanninn um að hafa stungið sig fyrir einu og hálfu ári síðan fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna við Hafnarstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir fjallaði um málið en lögregla hafði einnig til rannsóknar eldsvoða í bíl sem talinn var mögulega tengjast árásinni. Vinurinn er hneykslaður á því að árásarmaðurinn, hinn meinti leiðtogi, gangi laus. „Þótt hann hafi stungið mig fyrir einu og hálfu ári og það mál er enn þá á lokastigi rannsóknar og búið að vera það i marga mánuði!!! Ég var í 2 vikur uppi á spítala meðan hann var 3 daga í gæsluvarðhaldi og sama gerðist aftur núna með Bankastræti málið. Hvenær ætlar lögreglan og ákæruvaldið að taka á þessu,“ segir vinur fórnarlambanna á Bankastræti Club. Leiðtoginn meinti svarar fyrir sig í ítarlegri færslu á Facebook. Hann fer vel yfir aðdraganda árásarinnar á Bankastræti Club í nóvember. Hann vill meina að allt hafi byrjað eftir að út spurðist að hann hefði í eitt skipti hitt stelpu sem er fyrrverandi kærasta vinar fórnarlambanna þriggja á Bankastræti Club. Eyðilögðu ökutæki fjölskyldumeðlima Leiðtoginn meinti segir mennina hafa byrjað að ásækja sig fyrir hönd félagans. Hann sakar þá um að hafa eyðilagt ökutæki í sinni eigu og eigu nánustu fjölskyldu hans. Þá birtir hann mynd af manni míga inn um brotna afturrúðu á bíl og segir að þar hafi verið á ferðinni einn þeirra þriggja sem var stunginn á Bankastræti Club. Þá sakar hann sömu menn um að hafa reynt að borga fólki fyrir upplýsingar um sig og hvar hann héldi til í þeim tilgangi að ganga í skrokk á sér. Hann svarar um leið fyrir hnífsstunguna við Fjallkonuna. Þar hafi fórnarlömbin á Bankastræti Club og fyrrnefndur vinur ráðist að honum vel vopnaðir. Hann hafi svarað fyrir sig í sjálfsvörn. Sagðir hafa ráðist á ófríska konu Eftir hnífaárásina við Fjallkonuna hafi vinahóparnir tveir náð sáttum en þó ekki lengi. Hópurinn sem tengist fórnarlömbunum á Bankastræti Club hafi ráðist á meinta leiðtogann við Ingólfstorg. Ófrísk kærasta hans hafi verið með honum í för. Þeir hafi einnig slegið til hennar. Að minnsta kosti einn einstaklingur var dæmdur í fangelsi fyrir þá árás eftir að maðurinn og kærastan báru vitni fyrir dómi. Sá sem var fangelsaður er hluti af vinahópi fórnarlambanna á Bankastræti Club og voru þeir afar ósáttir með vitnisburðinn. Þeir vildu að meintur leiðtogi í Bankastræti Club hefði þagað um árásina. „Eftir að það var búið að sættast við okkur þá kveiktuð þið í bílnum mínum og eyðilögðuð bílinn hjá foreldrum mínum, kveiktuð í öðrum vitlausum bíl í Árbænum þar sem þið hélduð að það væri bílinn hjá félaga mínum sem skipti sér af þessu máli,“ skrifar leiðtoginn meinti. Önnur afsökunarbeiðni og aftur ósætti Hann segir að ítrekað eftir þetta hafi hópurinn í kringum fórnarlömbin byrjað með vesen við sig og reynt að ráðast á sig. Hópur leiðtogans meinta hafi beðist afsökunar. Hann segir að þá hafi dágóður tími liðið þar til næst kom til átaka. Þá réðst maður úr hópi fórnarlambanna á vin árásarmannanna í Bankastræti. Sá var við störf sem dyravörður þegar árásin átti sér stað. Maðurinn reyndi að verja vin sinn og aftur var orðið ósætti milli hópanna tveggja. „Eftir þetta byrjuðu vinir þínir að nafngreina mig og pósta myndum og videoum af mér inná instagram og segja að ég væri rotta og squealer fyrir að hafa farið í dóm með kærustunni minni á þeim tima sem hún var ófrísk að kæra fyrir að hafa lamið hana með löggukylfu þegar hún var ófrísk,“ skrifar leiðtoginn. Máli sínu til stuðnings birtir hann skjáskot af hótununum sem beinst hafa að honum. Hann segir mennina hafa hótað sér og reynt að leita uppi kærustur manna úr hópnum. Að lokum hafi þeir fengið sig fullsadda og ráðist á mennina, 27 gegn þremur, á Bankastræti Club. Óhætt er að segja að átökum hópanna tveggja hafi ekki lokið þar. Má nefna að tvisvar sinnum hefur sprengju af einhverju tagi verið kastað í átt að íbúð í Hraunbæ í Árbænum í Reykjavík. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sakborningar í málinu telja um þrjátíu en aðeins einn sætir gæsluvarðhaldi. Karlmaður á tuttugasta aldursári sem var fyrr í vikunni úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Myndband af árásinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Klippa: Hnífstunguárás á Bankastræti Club Vinur fórnarlambanna opnaði umræðuna með færslu og kvartaði yfir því að einn þeirra fjölmörgu sem kom að árásinni á Bankastræti Club gangi laus. Vinurinn fullyrðir að maðurinn sé leiðtogi hópsins og að hann hafi viðurkennt aðild sína að málinu fyrir lögreglu. Samt sem áður hafi árásarmanninum verið sleppt þó hann sé með fleiri hnífaárásir á samviskunni. Stunguárás við Fjallkonuna tengist málinu Vinur fórnarlambanna sakar árásarmanninn um að hafa stungið sig fyrir einu og hálfu ári síðan fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna við Hafnarstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir fjallaði um málið en lögregla hafði einnig til rannsóknar eldsvoða í bíl sem talinn var mögulega tengjast árásinni. Vinurinn er hneykslaður á því að árásarmaðurinn, hinn meinti leiðtogi, gangi laus. „Þótt hann hafi stungið mig fyrir einu og hálfu ári og það mál er enn þá á lokastigi rannsóknar og búið að vera það i marga mánuði!!! Ég var í 2 vikur uppi á spítala meðan hann var 3 daga í gæsluvarðhaldi og sama gerðist aftur núna með Bankastræti málið. Hvenær ætlar lögreglan og ákæruvaldið að taka á þessu,“ segir vinur fórnarlambanna á Bankastræti Club. Leiðtoginn meinti svarar fyrir sig í ítarlegri færslu á Facebook. Hann fer vel yfir aðdraganda árásarinnar á Bankastræti Club í nóvember. Hann vill meina að allt hafi byrjað eftir að út spurðist að hann hefði í eitt skipti hitt stelpu sem er fyrrverandi kærasta vinar fórnarlambanna þriggja á Bankastræti Club. Eyðilögðu ökutæki fjölskyldumeðlima Leiðtoginn meinti segir mennina hafa byrjað að ásækja sig fyrir hönd félagans. Hann sakar þá um að hafa eyðilagt ökutæki í sinni eigu og eigu nánustu fjölskyldu hans. Þá birtir hann mynd af manni míga inn um brotna afturrúðu á bíl og segir að þar hafi verið á ferðinni einn þeirra þriggja sem var stunginn á Bankastræti Club. Þá sakar hann sömu menn um að hafa reynt að borga fólki fyrir upplýsingar um sig og hvar hann héldi til í þeim tilgangi að ganga í skrokk á sér. Hann svarar um leið fyrir hnífsstunguna við Fjallkonuna. Þar hafi fórnarlömbin á Bankastræti Club og fyrrnefndur vinur ráðist að honum vel vopnaðir. Hann hafi svarað fyrir sig í sjálfsvörn. Sagðir hafa ráðist á ófríska konu Eftir hnífaárásina við Fjallkonuna hafi vinahóparnir tveir náð sáttum en þó ekki lengi. Hópurinn sem tengist fórnarlömbunum á Bankastræti Club hafi ráðist á meinta leiðtogann við Ingólfstorg. Ófrísk kærasta hans hafi verið með honum í för. Þeir hafi einnig slegið til hennar. Að minnsta kosti einn einstaklingur var dæmdur í fangelsi fyrir þá árás eftir að maðurinn og kærastan báru vitni fyrir dómi. Sá sem var fangelsaður er hluti af vinahópi fórnarlambanna á Bankastræti Club og voru þeir afar ósáttir með vitnisburðinn. Þeir vildu að meintur leiðtogi í Bankastræti Club hefði þagað um árásina. „Eftir að það var búið að sættast við okkur þá kveiktuð þið í bílnum mínum og eyðilögðuð bílinn hjá foreldrum mínum, kveiktuð í öðrum vitlausum bíl í Árbænum þar sem þið hélduð að það væri bílinn hjá félaga mínum sem skipti sér af þessu máli,“ skrifar leiðtoginn meinti. Önnur afsökunarbeiðni og aftur ósætti Hann segir að ítrekað eftir þetta hafi hópurinn í kringum fórnarlömbin byrjað með vesen við sig og reynt að ráðast á sig. Hópur leiðtogans meinta hafi beðist afsökunar. Hann segir að þá hafi dágóður tími liðið þar til næst kom til átaka. Þá réðst maður úr hópi fórnarlambanna á vin árásarmannanna í Bankastræti. Sá var við störf sem dyravörður þegar árásin átti sér stað. Maðurinn reyndi að verja vin sinn og aftur var orðið ósætti milli hópanna tveggja. „Eftir þetta byrjuðu vinir þínir að nafngreina mig og pósta myndum og videoum af mér inná instagram og segja að ég væri rotta og squealer fyrir að hafa farið í dóm með kærustunni minni á þeim tima sem hún var ófrísk að kæra fyrir að hafa lamið hana með löggukylfu þegar hún var ófrísk,“ skrifar leiðtoginn. Máli sínu til stuðnings birtir hann skjáskot af hótununum sem beinst hafa að honum. Hann segir mennina hafa hótað sér og reynt að leita uppi kærustur manna úr hópnum. Að lokum hafi þeir fengið sig fullsadda og ráðist á mennina, 27 gegn þremur, á Bankastræti Club. Óhætt er að segja að átökum hópanna tveggja hafi ekki lokið þar. Má nefna að tvisvar sinnum hefur sprengju af einhverju tagi verið kastað í átt að íbúð í Hraunbæ í Árbænum í Reykjavík.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23