Innlent

Kona varð úti í óveðrinu rétt fyrir jól

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.
Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Kona á fertugsaldri varð úti í óveðrinu sem gekk hér yfir dagana 17. til 19. desember. Konan var búsett ofarlega við Esjumela í Mosfellsbæ og var á leið heim til sín fótgangandi þegar hún lést. 

Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Konan fannst látin skammt frá heimili sínu þann 20. desember. Í samtali við RÚV segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að engar vísbendingar væru um neitt saknæmt við andlát konunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×