Fótbolti

Juventus áfrýjar fimmtán stiga refsingunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fimmtán stig voru dregin af Juventus í gær.
Fimmtán stig voru dregin af Juventus í gær. Fabrizio Carabelli/SOPA Images/LightRocket via Getty Images

Ítalska stórveldið Juventus hefur áfrýjað ákvörðun ítalska knattspyrnusambandsins um að fimmtán stig skuli dregin af liðinu fyrir brot á félagsskiptareglum.

Í gærkvöldi var greint frá því að ítalska knattspyrnusambandið hefði komist að þeirri niðurstöðu að félagið hefði gerst sekt um brot á félagsskiptareglum deildarinnar og þar með hafa fimmtán stig verið dregin af liðinu í ítölsku úrvalsdeildinni. Þá hafa allir fyrrverandi stjórnarmeðlimir félagsins verið dæmdir í bann, en þar á meðal er Andrea Agnelli, fyrrum forseti Juventus.

Juventus sendi svo frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi þar sem félagið segist ætla að áfrýja ákvörðuninni til Alþjóðaáfrýjunardómstólsins.

Í tilkynningu Juventus kemur fram að félagið bíði nú eftir því að ítalska knattspyrnusambandið birti ástæður refsingarinnar og að félagið tilkynni tafarlausa áfrýjun til íþróttaábyrgðarráðsins (e. Sport Guarantee Board).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×