Manchester United vill fá Kane í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2023 11:31 Manchester United er sagt hafa áhuga á því að fá Harry Kane í sínar raðir í sumar. Michael Regan/Getty Images Nú þegar Harry Kane, stjörnuframherji Tottenham Hotspur, nálgast sitt seinasta samningsár hjá félaginu fara hin ýmsu félög að hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja krækja í þennan markahæsta landsliðsmann Englands frá upphafi. Nú greinir enski miðillinn The Daily Mail frá því að Manchester United sé eitt þeirra félaga sem vilji sækja framherjann til Lundúna, en samningur Kane hjá Tottenham rennur út eftir næsta tímabil. Eins og síðustu ár stefnir í að mörg stórlið muni reyna að kroppa í fyrirliða enska landsliðsins. Sögur hafa verið á kreiki um að þýska stórveldið Bayern München fylgist grannt með stöðu mála hjá framherjanum eftir að Robert Lewandowski yfirgaf félagið seinasta sumar. Samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail er Harry Kane opinn fyrir hugmyndinni um að færa sig yfir til Manchester borgar. Eins og áður segir er Kane að nálgast seinasta ár samningsins hjá Tottenham og þessir sömu heimildarmenn segja að núverandi félagi hans gæti reynst erfitt að sannfæra framherjann um að framlengja við félagið. EXCL: Manchester United are eyeing a stunning summer swoop for Harry Kane | @SamiMokbel81_DM | @ChrisWheelerDM https://t.co/FfEKfQteiZ pic.twitter.com/kR34K33psj— MailOnline Sport (@MailSport) January 20, 2023 Fari það þó svo að Kane sé tilbúinn að yfirgefa félagið, hvort sem það sé til Manchester United, Bayern München, eða eitthvað annað, þá á enn eftir að sannfæra Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að selja einn mesta markaskorara sem enska úrvalsdeildin hefur séð. Talið er að Levy sé ekki tilbúinn að selja þennan 29 ára gamla framherja fyrir neitt minna en 85 milljónir punda, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna. Kane hefur leikið allan sinn feril með Tottenham, ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann fór á láni frá félaginu í upphafi atvinnumannaferilsins. Hann hefur leikið 299 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 198 mörk sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Nú greinir enski miðillinn The Daily Mail frá því að Manchester United sé eitt þeirra félaga sem vilji sækja framherjann til Lundúna, en samningur Kane hjá Tottenham rennur út eftir næsta tímabil. Eins og síðustu ár stefnir í að mörg stórlið muni reyna að kroppa í fyrirliða enska landsliðsins. Sögur hafa verið á kreiki um að þýska stórveldið Bayern München fylgist grannt með stöðu mála hjá framherjanum eftir að Robert Lewandowski yfirgaf félagið seinasta sumar. Samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail er Harry Kane opinn fyrir hugmyndinni um að færa sig yfir til Manchester borgar. Eins og áður segir er Kane að nálgast seinasta ár samningsins hjá Tottenham og þessir sömu heimildarmenn segja að núverandi félagi hans gæti reynst erfitt að sannfæra framherjann um að framlengja við félagið. EXCL: Manchester United are eyeing a stunning summer swoop for Harry Kane | @SamiMokbel81_DM | @ChrisWheelerDM https://t.co/FfEKfQteiZ pic.twitter.com/kR34K33psj— MailOnline Sport (@MailSport) January 20, 2023 Fari það þó svo að Kane sé tilbúinn að yfirgefa félagið, hvort sem það sé til Manchester United, Bayern München, eða eitthvað annað, þá á enn eftir að sannfæra Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að selja einn mesta markaskorara sem enska úrvalsdeildin hefur séð. Talið er að Levy sé ekki tilbúinn að selja þennan 29 ára gamla framherja fyrir neitt minna en 85 milljónir punda, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna. Kane hefur leikið allan sinn feril með Tottenham, ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann fór á láni frá félaginu í upphafi atvinnumannaferilsins. Hann hefur leikið 299 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 198 mörk sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira