Framkvæmdir á Litla Hrauni fyrir tvo milljarða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2023 13:05 Hér má sjá nýju byggingarnar, sem eru appelsínugular á myndinni, sem verður byggðar á Litla Hrauni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú styttist óðum í að miklar framkvæmdir hefjist við fangelsið á Litla Hrauni á Eyrarbakka en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Kostnaður er um tveir milljarðar króna. Húsin á Litla Hrauni er mörg hver orðin ansi gömul og lúin og því þykir löngu tímabært að fara í lagfæringar og endurbætur á fangelsinu. Þrjár nýjar byggingar verða byggðar á lóð fangelsisins og munu framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður Litla Hrauns. „Við höfum fengið ábendingar bæði frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum og aðilum eins og Vinnueftirlitinu og öðrum um að bæði aðbúnaði sérfræðinga og starfsmanna sé ábótavant og núna erum við bara lögð af stað í það verkefni að bæta úr. Og það er verið að fara að byggja upp þrettán hundruð fermetra af byggingum og endurgera allt að tvö þúsund fermetra af eldi byggingum,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur segir verkefnið mjög flott og metnaðarfullt. „Já, við erum mjög spennt fyrir þessu og við eru líka spennt að sjá hver aðferðafræðin verður við að byggja þetta því þarna er Framkvæmdasýsla ríkisins að prófa í fyrsta skipti svokallaða samstarfsleið við opinbera framkvæmd. Við erum svokallað „Pilot“ verkefni í því en þetta er flókið verkefni þar sem þú ætlar að reka fangelsið allan tíman á meðan,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur Pálsson, sem er forstöðumaður Litla Hrauns. Hann er líka yfir fangelsinu á Hólmsheiði og á Sogni í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitthvað kosta þessar framkvæmdir. „Já, það hafa verið veittir rétt um tveir milljarðar í verkefnið á fjárlögum síðustu tveggja ára.“ En hvenær hefjast framkvæmdir og hvenær verður þeim lokið? „Við vonumst til þessa að framkvæmda tíminn verði um tvö ár frá frá því að við erum lögð af stað. Verktakarnir eru spenntir að fá að byrja veit ég og við erum bara að reyna að hafa hraðar hendur við að undirbúa allt sem hægt er að hafa klárt áður en það verður byrjað,“ segir Halldór Valur. Um tveir milljarðar króna fara í framkvæmdirnar á Litla Hrauni en svona mun fangelsið m.a. líta út þegar framkvæmdum verður lokið. Vinningstillagan er frá VA Arkitektum.VA Arkitektar Varðturninn á Litla Hrauni verður fjarlægður við framkvæmdirnar. „Já, þegar þú ert að reyna að skapa andrúmsloft, sem þú vilt að betrun og jákvætt hugarfar ráði ferð þá er eftirlits turn, sem lítur út eins og vélbyssuhreiður kannski ekki æskileg bygging þar inn í miðju,“ segir Halldór Valur. Varðturninn á Litla Hrauni verður rifinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson 75 fangar eru á Litla Hrauni í dag og starfsmenn eru um 70 í 60 stöðugildum. Árborg Fangelsismál Tengdar fréttir Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Húsin á Litla Hrauni er mörg hver orðin ansi gömul og lúin og því þykir löngu tímabært að fara í lagfæringar og endurbætur á fangelsinu. Þrjár nýjar byggingar verða byggðar á lóð fangelsisins og munu framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður Litla Hrauns. „Við höfum fengið ábendingar bæði frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum og aðilum eins og Vinnueftirlitinu og öðrum um að bæði aðbúnaði sérfræðinga og starfsmanna sé ábótavant og núna erum við bara lögð af stað í það verkefni að bæta úr. Og það er verið að fara að byggja upp þrettán hundruð fermetra af byggingum og endurgera allt að tvö þúsund fermetra af eldi byggingum,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur segir verkefnið mjög flott og metnaðarfullt. „Já, við erum mjög spennt fyrir þessu og við eru líka spennt að sjá hver aðferðafræðin verður við að byggja þetta því þarna er Framkvæmdasýsla ríkisins að prófa í fyrsta skipti svokallaða samstarfsleið við opinbera framkvæmd. Við erum svokallað „Pilot“ verkefni í því en þetta er flókið verkefni þar sem þú ætlar að reka fangelsið allan tíman á meðan,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur Pálsson, sem er forstöðumaður Litla Hrauns. Hann er líka yfir fangelsinu á Hólmsheiði og á Sogni í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitthvað kosta þessar framkvæmdir. „Já, það hafa verið veittir rétt um tveir milljarðar í verkefnið á fjárlögum síðustu tveggja ára.“ En hvenær hefjast framkvæmdir og hvenær verður þeim lokið? „Við vonumst til þessa að framkvæmda tíminn verði um tvö ár frá frá því að við erum lögð af stað. Verktakarnir eru spenntir að fá að byrja veit ég og við erum bara að reyna að hafa hraðar hendur við að undirbúa allt sem hægt er að hafa klárt áður en það verður byrjað,“ segir Halldór Valur. Um tveir milljarðar króna fara í framkvæmdirnar á Litla Hrauni en svona mun fangelsið m.a. líta út þegar framkvæmdum verður lokið. Vinningstillagan er frá VA Arkitektum.VA Arkitektar Varðturninn á Litla Hrauni verður fjarlægður við framkvæmdirnar. „Já, þegar þú ert að reyna að skapa andrúmsloft, sem þú vilt að betrun og jákvætt hugarfar ráði ferð þá er eftirlits turn, sem lítur út eins og vélbyssuhreiður kannski ekki æskileg bygging þar inn í miðju,“ segir Halldór Valur. Varðturninn á Litla Hrauni verður rifinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson 75 fangar eru á Litla Hrauni í dag og starfsmenn eru um 70 í 60 stöðugildum.
Árborg Fangelsismál Tengdar fréttir Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40