Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2023 05:51 Frá Heimaey á fjórða degi eldgossins árið 1973, fyrir hálfri öld. Mynd/Ingvar Friðleifsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30. Dagskrá gosdagsins hefst raunar í Eldheimum á öðrum tímanum í nótt, um líkt leyti og eldgosið hófst fyrir hálfri öld. Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja flytja fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu þann 23. janúar árið 1973. Lesturinn fer fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring í um það bil tíu mínútur í hvert skipti. Lesturinn hefst klukkan 01:30 og mun standa til 19:00. Lesturinn verður í beinu streymi á netinu. Klukkan 12 á hádegi á morgun hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Einnig verður rætt um þá viðburði sem efnt verður til á árinu, bæði vegna 50 ára afmælis Heimaeyjargossins en einnig vegna 60 ára afmælis Surrseyjargossins. Hraunið byrjaði að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndin var tekin 25. janúar, á þriðja degi eldgossins.Ingvar Friðleifsson Í Einarsstofu stendur yfir sýning undir yfirskriftinni ,,Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum”. Meðal verka til sýnis er frægasta málverk Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja nokkur verk. Sýningin verður opin út vikuna á opnunartíma bókasafnsins. Klukkan 14 verður eldri borgurum boðið í Eyjabíó. Sýnd verður heimildarmyndin Útlendingur heima, uppgjör við eldgos eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttir og Sighvat Jónsson. Samverustund hefst á Bókasafninu klukkan 16 í Ingólfsstofu. Þar er gestum boðið að eiga notalega stund, prjóna eða hekla saman, og koma með hugmyndir í tengslum við verkefnið Handgerðar veifur á Goslokahátíð 2023. Í Sagnaheimi klukkan 16:30 verða nemendur leikskólanna í Eyjum og grunnskólans með sýningu: ,,Heimaeyjargosið 1973 með augum yngstu íbúanna.'' Hápunkturinn verður um kvöldið. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Séra Guðmundur Örn Jónsson og séra Viðar Stefánsson fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon. Tónlistarflutning annast þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna sem upplifðu hamfarirnar: Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira
Dagskrá gosdagsins hefst raunar í Eldheimum á öðrum tímanum í nótt, um líkt leyti og eldgosið hófst fyrir hálfri öld. Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja flytja fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu þann 23. janúar árið 1973. Lesturinn fer fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring í um það bil tíu mínútur í hvert skipti. Lesturinn hefst klukkan 01:30 og mun standa til 19:00. Lesturinn verður í beinu streymi á netinu. Klukkan 12 á hádegi á morgun hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Einnig verður rætt um þá viðburði sem efnt verður til á árinu, bæði vegna 50 ára afmælis Heimaeyjargossins en einnig vegna 60 ára afmælis Surrseyjargossins. Hraunið byrjaði að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndin var tekin 25. janúar, á þriðja degi eldgossins.Ingvar Friðleifsson Í Einarsstofu stendur yfir sýning undir yfirskriftinni ,,Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum”. Meðal verka til sýnis er frægasta málverk Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja nokkur verk. Sýningin verður opin út vikuna á opnunartíma bókasafnsins. Klukkan 14 verður eldri borgurum boðið í Eyjabíó. Sýnd verður heimildarmyndin Útlendingur heima, uppgjör við eldgos eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttir og Sighvat Jónsson. Samverustund hefst á Bókasafninu klukkan 16 í Ingólfsstofu. Þar er gestum boðið að eiga notalega stund, prjóna eða hekla saman, og koma með hugmyndir í tengslum við verkefnið Handgerðar veifur á Goslokahátíð 2023. Í Sagnaheimi klukkan 16:30 verða nemendur leikskólanna í Eyjum og grunnskólans með sýningu: ,,Heimaeyjargosið 1973 með augum yngstu íbúanna.'' Hápunkturinn verður um kvöldið. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Séra Guðmundur Örn Jónsson og séra Viðar Stefánsson fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon. Tónlistarflutning annast þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna sem upplifðu hamfarirnar:
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira