Allt landið gult, vegum lokað og flugferðir felldar niður Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 11:00 Veðurstofa Íslands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðvesturhorninu vegna veðurs og þá er gul viðvörun í gildi annarsstaðar á landinu. Hvassviðri er víða og eru akstursskilyrði að versna víðast á svæðinu. Uppfært 13:45 Búið er að opna umferð um Hellisheiði og Þrengsli. Vegagerðin varar þó við því að þar er hálka, éljagangur og hvasst. Mosfellsheiði er enn lokuð. Þá er hálka á Reykjanesbraut með skafrenningi og hvassviðri. Akstursskilyrði þar eru slæm. Uppfært 11:00 Veðurstofa Íslands segir suðvestan 18-25 á suðvesturhorninu með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni. Hvassast sé syðst. Fólk er bent á að fara varlega og fylgjast með spám og færð. Veðrið á að ganga niður seinni partinn en gert er ráð fyrir dimmri él í allan dag. Á morgun verður hæglætisveður samkvæmt Veðurstofunni og bjart og kalt. Annað kvöld lætur næsta lægð þó að sér kveða með vaxandi austanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að næsta vika verði líklega umhleypingasöm. Innlandsflug fellt niður og vegum lokað víða Allt innanlandsflug hefur verið fellt niður og hafa orðið miklar raskanir á Keflavíkurflugvelli. Öllum brottförum þaðan hefur verið frestað til þrjú í dag. Vegagerðin segir akstursskilyrði fara versnandi víða. Á flestum vegum sé snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur. Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi með skafrenningi og hvassviðri. Von er á versnandi aksturskilyrðum þar. Búið er að loka helstu fjallavegum á Suðurlandi. Vegagerðin segir snjóþekju eða hálku með skafrenningi og éljagangi á öðrum vegum á Suðurlandi. Þá segir Vegagerðin að snjóþekja sé á öllum helstu fjallavegum á Vesturlandi og flughálka sé í norðanverðum Hvalfirði. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum, á Þröskuldum og á Flateyrarvegi. Varað er við því að fjallvegir verði erfiðir í dag og að flestum þeirra hafi verið lokað. Á Norðurlandi hefur og Þverárfjalli verið lokað. Víðast hvar er hvasst. Hálka er á helstu leiðum á Norðausturlandi og á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og víðar. Fylgjast má með færð á vegum hér á vef Vegagerðarinnar og á Twittersíðu hennar sem sjá má hér að neðan. Tweets by Vegagerdin Veður Færð á vegum Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Uppfært 13:45 Búið er að opna umferð um Hellisheiði og Þrengsli. Vegagerðin varar þó við því að þar er hálka, éljagangur og hvasst. Mosfellsheiði er enn lokuð. Þá er hálka á Reykjanesbraut með skafrenningi og hvassviðri. Akstursskilyrði þar eru slæm. Uppfært 11:00 Veðurstofa Íslands segir suðvestan 18-25 á suðvesturhorninu með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni. Hvassast sé syðst. Fólk er bent á að fara varlega og fylgjast með spám og færð. Veðrið á að ganga niður seinni partinn en gert er ráð fyrir dimmri él í allan dag. Á morgun verður hæglætisveður samkvæmt Veðurstofunni og bjart og kalt. Annað kvöld lætur næsta lægð þó að sér kveða með vaxandi austanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að næsta vika verði líklega umhleypingasöm. Innlandsflug fellt niður og vegum lokað víða Allt innanlandsflug hefur verið fellt niður og hafa orðið miklar raskanir á Keflavíkurflugvelli. Öllum brottförum þaðan hefur verið frestað til þrjú í dag. Vegagerðin segir akstursskilyrði fara versnandi víða. Á flestum vegum sé snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur. Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi með skafrenningi og hvassviðri. Von er á versnandi aksturskilyrðum þar. Búið er að loka helstu fjallavegum á Suðurlandi. Vegagerðin segir snjóþekju eða hálku með skafrenningi og éljagangi á öðrum vegum á Suðurlandi. Þá segir Vegagerðin að snjóþekja sé á öllum helstu fjallavegum á Vesturlandi og flughálka sé í norðanverðum Hvalfirði. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum, á Þröskuldum og á Flateyrarvegi. Varað er við því að fjallvegir verði erfiðir í dag og að flestum þeirra hafi verið lokað. Á Norðurlandi hefur og Þverárfjalli verið lokað. Víðast hvar er hvasst. Hálka er á helstu leiðum á Norðausturlandi og á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og víðar. Fylgjast má með færð á vegum hér á vef Vegagerðarinnar og á Twittersíðu hennar sem sjá má hér að neðan. Tweets by Vegagerdin
Veður Færð á vegum Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira