Völlurinn frosinn og leikur Chelsea og Liverpool flautaður af Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 14:30 Flauta þurfti leik Chelsea og Liverpool af vegna þess að völlurinn var frosinn. Clive Rose/Getty Images Það voru aðeins rúmar sex mínútur liðnar af leik Chelsea og Liverpool í ensku Ofurdeildinni þegar flauta þurfti leikinn af. Hættulegar aðstæður sköpuðust fyrir leikmenn og aðra þátttakendur leiksins þar sem völlurinn var frosinn. Þrátt fyrir að hafa skoðað völlinn fyrir leik var það ekki fyrr enn eftir að hann hófst að dómarar og aðrir framkvæmdaraðilar leiksins áttuðu sig á því að völlurinn hafi ekki verið í nægilega góðu standi til að hægt væri að leika á honum. The referee has taken the decision to abandon today's game due to a frozen pitch.The club will provide a further announcement on the fixture in due course.#CFCW— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 22, 2023 Eftir leikinn hafa heyrst háværar gagnrýnisraddir sökum þess að vellirnir sem leikið er á í kvennadeildum Englands eru almennt ekki upphitaðir og því ljóst að mikil hætta getur skapast yfir vetrartímann. Þjálfarar beggja liða gagnrýndu ákvörðunina um að leikurinn skildi fara fram í dag, enda hafi verið augljóst að völlurinn var óleikfær. „Þau vildu bíða og sjá hvernig þetta myndi fara, það var útskýringin,“ sagði Matt Beard, þjálfari Liverpool í viðtali eftir að leikurinn var flautaður af. „Það var ekki öruggt að vera þarna hjá varamannabekkjunum. Það voru nokkrir blettir á miðsvæði vallarins og hér og þar sem þetta var í lagi, en á stærstum hluta vallarins var það ekki.“ „Hitastigið var ekkert að fara að batna í dag. Það á bara að kólna.“ Emma Hayes, þjálfari Chelsea, tók í sama streng og segir að það hafi í raun verið vitleysa að hefja leik. „Maður sá það strax frá fyrstu mínútu að þetta var eins og svell á köntunum,“ sagði Hayes. „Það er ekki undir okkur þjálfurunum komið að ákveða hvort leikirnir fari fram. Það er undir knattspyrnusambandinu og dómurum komið. Nú er komið að því að við verðum að fá hita undir vellina. Við verðum að taka leikinn okkar alvarlega.“ „Leikurinn átti aldrei að fara fram,“ bætti Hayes við. Staðan er óásættanleg Eins og áður segir hafa háværar gagnrýnisraddir heyrst eftir að leikur Chelsea og Liverpool var flautaður af. Janine Beckie, fyrrverandi leikmaður Manchester City, segir stöðuna óásættanlega. 4 years playing in England and this was a potential reality for every team, every week. The WSL is a top 3 league in the world, this is unacceptable and the players deserve to be playing in suitable grounds where this is not a reality. We’re far past this in the women’s game! https://t.co/qsEA67EZH2— Janine Beckie (@janinebeckie) January 22, 2023 „Fjögur ár sem ég spilaði á Englandi og þetta gat komið fyrir hvaða lið sem er í hverri einustu viku. Þetta er ein af þrem stærstu deildum í heimi. Þetta er óásættanlegt og leikmenn eiga skilið að spila á góðum völlum þar sem þessi möguleiki er ekki til staðar. Kvennaboltinn er kominn miklu lengra en þetta!“ ritar Beckie á Twitter-síðu sína. CHE - LIV… 🤦🏼♀️ and (TOT - LEI) #WSL Players safety should always come first. Luckily no one got injured today.Only way to fix this is to demand undersoil heating or playing our games in men’s stadiums. FA and clubs, please do better. 🙏🏽— Vivianne Miedema (@VivianneMiedema) January 22, 2023 So so sorry to all our fans who turned up today and braved the cold weather. This shouldn’t be happening and we will demand more for our game. Angry and frustrated but we will be ready for Wednesday 💙 @ChelseaFCW— Erin Cuthbert (@erincuthbert_) January 22, 2023 Enski boltinn Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa skoðað völlinn fyrir leik var það ekki fyrr enn eftir að hann hófst að dómarar og aðrir framkvæmdaraðilar leiksins áttuðu sig á því að völlurinn hafi ekki verið í nægilega góðu standi til að hægt væri að leika á honum. The referee has taken the decision to abandon today's game due to a frozen pitch.The club will provide a further announcement on the fixture in due course.#CFCW— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 22, 2023 Eftir leikinn hafa heyrst háværar gagnrýnisraddir sökum þess að vellirnir sem leikið er á í kvennadeildum Englands eru almennt ekki upphitaðir og því ljóst að mikil hætta getur skapast yfir vetrartímann. Þjálfarar beggja liða gagnrýndu ákvörðunina um að leikurinn skildi fara fram í dag, enda hafi verið augljóst að völlurinn var óleikfær. „Þau vildu bíða og sjá hvernig þetta myndi fara, það var útskýringin,“ sagði Matt Beard, þjálfari Liverpool í viðtali eftir að leikurinn var flautaður af. „Það var ekki öruggt að vera þarna hjá varamannabekkjunum. Það voru nokkrir blettir á miðsvæði vallarins og hér og þar sem þetta var í lagi, en á stærstum hluta vallarins var það ekki.“ „Hitastigið var ekkert að fara að batna í dag. Það á bara að kólna.“ Emma Hayes, þjálfari Chelsea, tók í sama streng og segir að það hafi í raun verið vitleysa að hefja leik. „Maður sá það strax frá fyrstu mínútu að þetta var eins og svell á köntunum,“ sagði Hayes. „Það er ekki undir okkur þjálfurunum komið að ákveða hvort leikirnir fari fram. Það er undir knattspyrnusambandinu og dómurum komið. Nú er komið að því að við verðum að fá hita undir vellina. Við verðum að taka leikinn okkar alvarlega.“ „Leikurinn átti aldrei að fara fram,“ bætti Hayes við. Staðan er óásættanleg Eins og áður segir hafa háværar gagnrýnisraddir heyrst eftir að leikur Chelsea og Liverpool var flautaður af. Janine Beckie, fyrrverandi leikmaður Manchester City, segir stöðuna óásættanlega. 4 years playing in England and this was a potential reality for every team, every week. The WSL is a top 3 league in the world, this is unacceptable and the players deserve to be playing in suitable grounds where this is not a reality. We’re far past this in the women’s game! https://t.co/qsEA67EZH2— Janine Beckie (@janinebeckie) January 22, 2023 „Fjögur ár sem ég spilaði á Englandi og þetta gat komið fyrir hvaða lið sem er í hverri einustu viku. Þetta er ein af þrem stærstu deildum í heimi. Þetta er óásættanlegt og leikmenn eiga skilið að spila á góðum völlum þar sem þessi möguleiki er ekki til staðar. Kvennaboltinn er kominn miklu lengra en þetta!“ ritar Beckie á Twitter-síðu sína. CHE - LIV… 🤦🏼♀️ and (TOT - LEI) #WSL Players safety should always come first. Luckily no one got injured today.Only way to fix this is to demand undersoil heating or playing our games in men’s stadiums. FA and clubs, please do better. 🙏🏽— Vivianne Miedema (@VivianneMiedema) January 22, 2023 So so sorry to all our fans who turned up today and braved the cold weather. This shouldn’t be happening and we will demand more for our game. Angry and frustrated but we will be ready for Wednesday 💙 @ChelseaFCW— Erin Cuthbert (@erincuthbert_) January 22, 2023
Enski boltinn Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn