„Þetta er Golíat sem við erum að berjast á móti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2023 07:00 Bjarki Þórðarson starfar í félagsmiðstöðinni 101. Vísir/Egill Gróft kynferðislegt orðalag, hómófóbía og illar áeggjanir grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn tíundu bekkinga og starfsmanns félagsmiðstöðvar. Hann segir krakka leita mikið til starfsmanna vegna óheilbrigðra netsamskipta en starfsfólk eigi við ofurefli að etja. Samfélagsmiðlar skipa æ veigameiri sess í lífi ungmenna. Sparimyndir eru birtar á Instagram, afþreying og nýjustu tískustraumar eru sóttir á TikTok og samskipti við vini fara fram á Snapchat. En - samskiptin eru ekki öll jákvæð. Á Instagram til að mynda úir og grúir af svokölluðum slúðursíðum, gjarnan kenndar við viðeigandi grunnskóla. Þeir sem halda síðunum úti eru nafnlausir - en viðfangsefnin ekki. Myndir og sögusagnir af nafngreindum unglingum eru birtar - gjarnan í svokallað „story“ svo eftir þær er ekki haldbær slóð. Getur valdið algjöru hruni Slúðrið er oft kynferðislegs eðlis og iðulega er enginn fótur fyrir því, eins og tíundubekkingar sem við hittum votta um. „Þetta hefur gerst svona tvisvar þrisvar á skólagöngu mini í Hagaskóla. Þetta hefur verið kannski hlutverk níunda bekkjar. Og þau fá aldrei nógu góðar sögur þannig að þau bulla bara eitthvað,“ segir Elísabet Lára Gunnarsdóttir, nemandi í 10. bekk. „Þetta er aldrei alvöru slúður. Það gerist aldrei neitt, þannig að þau búa bara til eitthvað,“ bætir Þórdís Ólöf Kristjánsdóttir, einnig í 10. bekk, við. En getur haft alvarlegar afleiðingar. „Fyrir einstakling getur þetta vissulega verið bara hrun á þínu lífi að vera settur inn á svona síðu. En þegar þú spyrð að þessu getur verið að ég sé vanur að sjá annað það gróft að þetta [slúðursíður] verður lítið í samanburði. Þó að vissulega geti þetta verið mjög alvarlegt og haft mjög neikvæð áhrif,“ segir Bjarki Þórðarson, starfsmaður í félagsmiðstöðinni 101. Þórdís Ólöf Kristjánsdóttir, Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir og Elísabet Lára Gunnarsdóttir eru allar í 10. bekk. Vísir/Egill Hömluleysið brýst fram Það virðist nefnilega sem ýmislegt verra en slúðursíðurnar þrífist í skjóli nafnleyndar á netinu. Í gegnum Snapchat-tengd öpp á borð við Sendit og Yolo, það síðarnefnda var reyndar lagt niðurárið 2021 eftir að ungur notandi framdi sjálfsvíg, hefur verið hægt að senda spurningar og erindi algjörlega nafnlaust. Og oft ganga krakkar mjög langt. „Í gegnum þessar nafnlausu spurningar virðist hömluleysið koma virkilega fram og þau eru blind fyrir afleiðingum orða sinna. Við erum að sjá mjög gróft orðalag, einfaldlega verið að fara í persónuna, tala illa um hana, hómófóbískt, biðja hana um að gera eitthvað illt og bara niðurlægja,“ segir Bjarki. „Kannski að segja eitthvað: Ég vil gera eitthvað kynferðislegt með þér og kannski mjög gróf lýsing á því. Og við einhver börn sem kannski vita ekki hvað það er. Og svo oft sagt kannski: Æi, dreptu þig bara. Og vegna þess að það veit enginn hver setti þetta inn þá get ég bara sett hvað sem er,“ segir Elísabet. „Og líka stundum bara að gera grín að manneskjunni sem er með þetta. Segja bara: þú ert ljót, þú ert leiðinleg.“ „Það er mikið leitað til okkar. Og við reynum eftir bestu getu að leiðbeina og hjálpa og laga þessar brunarústir sem þetta getur skilið eftir sig. Án þess að ég vilji vera of dramatískur,“ segir Bjarki. Átta sig ekki á afleiðingum Og það sem sagt er á netinu teygir sig inn í raunheima, eru stelpurnar sammála um. „Mér finnst þetta svo erfitt af því að þetta aftengir þig frá raunverulega heiminum því þér finnst að þessi eina skoðun á einhverju Snapchat-story sé það sem öllum finnst um þig. En í rauninni er hópur af fólki í kringum þig sem finnst bara eitthvað allt annað,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir. „Sumir fatta ekki endilega að það sem þau segja hefur afleiðingar. Og þá kannski finnst þeim allt í lagi að skrifa þetta. Hugsa: Nei, þetta hefur engin áhrif á mig. En manneskjan sem ég segi þetta við henni líður mögulega illa,“ segir Þórdís. Þá bendir Bjarki á að unglingar séu afurð samfélagsins í kringum þá - ábyrgðin sé fullorðinna. Í félagsmiðstöðvum séu netmál sem þessi tekin föstum og öflugum tökum - en bæta þyrfti talsvert í mannskapinn til að sinna öllu. Þau eigi nefnilega við ofurefli að etja - tæknirisana úti í heimi. „Við þurfum heldur að vinna með það sem við höfum í höndunum. Sem eru ungmennin og unglingarnir okkar. Þetta er Golíat sem við erum að berjast á móti.“ Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Samfélagsmiðlar skipa æ veigameiri sess í lífi ungmenna. Sparimyndir eru birtar á Instagram, afþreying og nýjustu tískustraumar eru sóttir á TikTok og samskipti við vini fara fram á Snapchat. En - samskiptin eru ekki öll jákvæð. Á Instagram til að mynda úir og grúir af svokölluðum slúðursíðum, gjarnan kenndar við viðeigandi grunnskóla. Þeir sem halda síðunum úti eru nafnlausir - en viðfangsefnin ekki. Myndir og sögusagnir af nafngreindum unglingum eru birtar - gjarnan í svokallað „story“ svo eftir þær er ekki haldbær slóð. Getur valdið algjöru hruni Slúðrið er oft kynferðislegs eðlis og iðulega er enginn fótur fyrir því, eins og tíundubekkingar sem við hittum votta um. „Þetta hefur gerst svona tvisvar þrisvar á skólagöngu mini í Hagaskóla. Þetta hefur verið kannski hlutverk níunda bekkjar. Og þau fá aldrei nógu góðar sögur þannig að þau bulla bara eitthvað,“ segir Elísabet Lára Gunnarsdóttir, nemandi í 10. bekk. „Þetta er aldrei alvöru slúður. Það gerist aldrei neitt, þannig að þau búa bara til eitthvað,“ bætir Þórdís Ólöf Kristjánsdóttir, einnig í 10. bekk, við. En getur haft alvarlegar afleiðingar. „Fyrir einstakling getur þetta vissulega verið bara hrun á þínu lífi að vera settur inn á svona síðu. En þegar þú spyrð að þessu getur verið að ég sé vanur að sjá annað það gróft að þetta [slúðursíður] verður lítið í samanburði. Þó að vissulega geti þetta verið mjög alvarlegt og haft mjög neikvæð áhrif,“ segir Bjarki Þórðarson, starfsmaður í félagsmiðstöðinni 101. Þórdís Ólöf Kristjánsdóttir, Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir og Elísabet Lára Gunnarsdóttir eru allar í 10. bekk. Vísir/Egill Hömluleysið brýst fram Það virðist nefnilega sem ýmislegt verra en slúðursíðurnar þrífist í skjóli nafnleyndar á netinu. Í gegnum Snapchat-tengd öpp á borð við Sendit og Yolo, það síðarnefnda var reyndar lagt niðurárið 2021 eftir að ungur notandi framdi sjálfsvíg, hefur verið hægt að senda spurningar og erindi algjörlega nafnlaust. Og oft ganga krakkar mjög langt. „Í gegnum þessar nafnlausu spurningar virðist hömluleysið koma virkilega fram og þau eru blind fyrir afleiðingum orða sinna. Við erum að sjá mjög gróft orðalag, einfaldlega verið að fara í persónuna, tala illa um hana, hómófóbískt, biðja hana um að gera eitthvað illt og bara niðurlægja,“ segir Bjarki. „Kannski að segja eitthvað: Ég vil gera eitthvað kynferðislegt með þér og kannski mjög gróf lýsing á því. Og við einhver börn sem kannski vita ekki hvað það er. Og svo oft sagt kannski: Æi, dreptu þig bara. Og vegna þess að það veit enginn hver setti þetta inn þá get ég bara sett hvað sem er,“ segir Elísabet. „Og líka stundum bara að gera grín að manneskjunni sem er með þetta. Segja bara: þú ert ljót, þú ert leiðinleg.“ „Það er mikið leitað til okkar. Og við reynum eftir bestu getu að leiðbeina og hjálpa og laga þessar brunarústir sem þetta getur skilið eftir sig. Án þess að ég vilji vera of dramatískur,“ segir Bjarki. Átta sig ekki á afleiðingum Og það sem sagt er á netinu teygir sig inn í raunheima, eru stelpurnar sammála um. „Mér finnst þetta svo erfitt af því að þetta aftengir þig frá raunverulega heiminum því þér finnst að þessi eina skoðun á einhverju Snapchat-story sé það sem öllum finnst um þig. En í rauninni er hópur af fólki í kringum þig sem finnst bara eitthvað allt annað,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir. „Sumir fatta ekki endilega að það sem þau segja hefur afleiðingar. Og þá kannski finnst þeim allt í lagi að skrifa þetta. Hugsa: Nei, þetta hefur engin áhrif á mig. En manneskjan sem ég segi þetta við henni líður mögulega illa,“ segir Þórdís. Þá bendir Bjarki á að unglingar séu afurð samfélagsins í kringum þá - ábyrgðin sé fullorðinna. Í félagsmiðstöðvum séu netmál sem þessi tekin föstum og öflugum tökum - en bæta þyrfti talsvert í mannskapinn til að sinna öllu. Þau eigi nefnilega við ofurefli að etja - tæknirisana úti í heimi. „Við þurfum heldur að vinna með það sem við höfum í höndunum. Sem eru ungmennin og unglingarnir okkar. Þetta er Golíat sem við erum að berjast á móti.“
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira