„Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. janúar 2023 14:30 Í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar var rætt við Björgvin Halldórsson. Stöð 2 „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Björgvin er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Þá er hann jafnframt einn af fáum íslenskum tónlistarmönnum sem getur státað sig af því að hafa hljóðritað í kringum níu hundruð lög. Björgvin hefur marga fjöruna sopið á sinni ævi og fór yfir tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Fékk skemmtileg tækifæri í kjölfar Eurovision Í þættinum fer Björgvin um víðan völl og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið árið 1995. Þá fór hann til Dublin og flutti lagið Núna fyrir hönd Íslands. „Það jafnast ekkert á við það. Þetta er allt live. Þú gerir þetta bara einu sinni,“ segir Björgvin sem viðurkennir að honum hafi þó þótt þetta ansi stressandi. „Síðan eftir Eurovision þá er ég svolítið á sönglagarúntinum,“ segir Björgvin sem tók þrisvar þátt í írsku söngvakeppninni og stóð í eitt skiptið uppi sem sigurvegari. Björgvin Halldórsson er án efa einn ástsælasti söngvari landsins.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið var hann beðinn um að taka þátt í söngvakeppni í Pamukkale á Tyrklandi og syngja á tyrknesku í beinni útsendingu fyrir allt Tyrkland og nærliggjandi þjóðir. „Svo kemur að þessu og við förum niður eftir og allir í smink og allt gert klárt. Svo allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur: „Allir út, allir út núna!““ Söng fyrir landstjórann í Tyrklandi Björgvin og aðrir keppendur þorðu ekki öðru en að hlýða. Þeir stauluðust út í steikjandi hitann og Björgvin lýsir því hvernig sminkið lak af honum. Byssumennirnir hafi svo kíkt í hvert horn áður en þeir tilkynntu að svæðið væri öruggt. „Af því þá var einhver að koma,“ segir Björgvin. „Svo förum við að kíkja á þetta allir þátttakendurnir og þá kemur svona opinn Cadillac með landstjóranum, allur borðalagður.“ Björgvin söng því fyrir sjálfan landstjórann og lenti í öðru sæti í keppninni. Klippa: Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur Tónlistarmennirnir okkar Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Fleiri fréttir Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Sjá meira
Björgvin er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Þá er hann jafnframt einn af fáum íslenskum tónlistarmönnum sem getur státað sig af því að hafa hljóðritað í kringum níu hundruð lög. Björgvin hefur marga fjöruna sopið á sinni ævi og fór yfir tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Fékk skemmtileg tækifæri í kjölfar Eurovision Í þættinum fer Björgvin um víðan völl og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið árið 1995. Þá fór hann til Dublin og flutti lagið Núna fyrir hönd Íslands. „Það jafnast ekkert á við það. Þetta er allt live. Þú gerir þetta bara einu sinni,“ segir Björgvin sem viðurkennir að honum hafi þó þótt þetta ansi stressandi. „Síðan eftir Eurovision þá er ég svolítið á sönglagarúntinum,“ segir Björgvin sem tók þrisvar þátt í írsku söngvakeppninni og stóð í eitt skiptið uppi sem sigurvegari. Björgvin Halldórsson er án efa einn ástsælasti söngvari landsins.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið var hann beðinn um að taka þátt í söngvakeppni í Pamukkale á Tyrklandi og syngja á tyrknesku í beinni útsendingu fyrir allt Tyrkland og nærliggjandi þjóðir. „Svo kemur að þessu og við förum niður eftir og allir í smink og allt gert klárt. Svo allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur: „Allir út, allir út núna!““ Söng fyrir landstjórann í Tyrklandi Björgvin og aðrir keppendur þorðu ekki öðru en að hlýða. Þeir stauluðust út í steikjandi hitann og Björgvin lýsir því hvernig sminkið lak af honum. Byssumennirnir hafi svo kíkt í hvert horn áður en þeir tilkynntu að svæðið væri öruggt. „Af því þá var einhver að koma,“ segir Björgvin. „Svo förum við að kíkja á þetta allir þátttakendurnir og þá kemur svona opinn Cadillac með landstjóranum, allur borðalagður.“ Björgvin söng því fyrir sjálfan landstjórann og lenti í öðru sæti í keppninni. Klippa: Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur
Tónlistarmennirnir okkar Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Fleiri fréttir Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Sjá meira
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00
Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30