Félagsmenn greiða atkvæði um verkfall á sjö hótelum í Reykjavík Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2023 14:21 Samninganefnd Eflingar fundaði í gærkvöldi og birti í framhaldinu þessa mynd á Facebook. Efling Kjörstjórn stéttarfélagsins Eflingar hefur auglýst almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á starfsstöðvum tveggja hótelrekanda. Atkvæðagreiðslan nær til sjö hótela sem öll eru staðsett í Reykjavík. Hótelin sjö eru rekin af Íslandshótelum hf. og Fosshótel Reykjavík ehf.. Hótelin eru eftirfarandi: Fosshotel Reykjavík, Þórunnartún 1, 105 Reykjavík Hotel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík Hotel Reykjavík Saga, Lækjargata 12, 101 Reykjavík Hotel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16, 101 Reykjavík Fosshotel Baron, Barónsstígur 2-4, 101 Reykjavík Fosshotel Lind, Rauðarárstígur 18, 105 Reykjavík Fosshotel Rauðará, Rauðarárstígur 37, 105 Reykjavík Kosið er um ótímabundna vinnustöðvun sem myndi hefjast hádegið 7. febrúar næstkomandi. Vinnustöðvunin nær til allra starfa undir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum sem starfa á hótelunum. Er þar um að ræða félagsfólk sem sinnir þrifum á herbergjum og í sameiginlegum rýmum, störfum í eldhúsi, við framreiðslu veitinga, þvott og fleira. Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 20:00 þann 30. janúar 2023. Atkvæðagreiðsla hefst klukkan 12 á hádegi þriðjudaginn 24. janúar 2023. Í tilkynningu frá Eflingu segir að samninganefnd félagsins hafi fundað með fjölmennum hópi starfsfólks Íslandshótela í gærkvöldi áður en verkfallsboðunin var samþykkt. Meðlimir nefndarinnar hafa jafnframt heimsótt allar starfsstöðvar fyrirtækisins og rætt við starfsfólk. „Hótelstarfsfólk er með lægst launaða fólki á íslenskum vinnumarkaði, að yfirgnæfandi meirihluta konur af erlendum uppruna. Þessi sami hópur samþykkti sögulegar verkfallsaðgerðir vorið 2019 sem áttu mikinn þátt í að ljúka góðum kjarasamningum þá. Eftir þessu man félagsfólk. Hjá þeim skynja ég sama hugrekki, sömu reisn og sömu staðfestu og árið 2019,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Hótelin sjö eru rekin af Íslandshótelum hf. og Fosshótel Reykjavík ehf.. Hótelin eru eftirfarandi: Fosshotel Reykjavík, Þórunnartún 1, 105 Reykjavík Hotel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík Hotel Reykjavík Saga, Lækjargata 12, 101 Reykjavík Hotel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16, 101 Reykjavík Fosshotel Baron, Barónsstígur 2-4, 101 Reykjavík Fosshotel Lind, Rauðarárstígur 18, 105 Reykjavík Fosshotel Rauðará, Rauðarárstígur 37, 105 Reykjavík Kosið er um ótímabundna vinnustöðvun sem myndi hefjast hádegið 7. febrúar næstkomandi. Vinnustöðvunin nær til allra starfa undir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum sem starfa á hótelunum. Er þar um að ræða félagsfólk sem sinnir þrifum á herbergjum og í sameiginlegum rýmum, störfum í eldhúsi, við framreiðslu veitinga, þvott og fleira. Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 20:00 þann 30. janúar 2023. Atkvæðagreiðsla hefst klukkan 12 á hádegi þriðjudaginn 24. janúar 2023. Í tilkynningu frá Eflingu segir að samninganefnd félagsins hafi fundað með fjölmennum hópi starfsfólks Íslandshótela í gærkvöldi áður en verkfallsboðunin var samþykkt. Meðlimir nefndarinnar hafa jafnframt heimsótt allar starfsstöðvar fyrirtækisins og rætt við starfsfólk. „Hótelstarfsfólk er með lægst launaða fólki á íslenskum vinnumarkaði, að yfirgnæfandi meirihluta konur af erlendum uppruna. Þessi sami hópur samþykkti sögulegar verkfallsaðgerðir vorið 2019 sem áttu mikinn þátt í að ljúka góðum kjarasamningum þá. Eftir þessu man félagsfólk. Hjá þeim skynja ég sama hugrekki, sömu reisn og sömu staðfestu og árið 2019,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira