Íslenskt símanúmer spilaði lykilþátt í hvarfi 14 ára spænskrar stúlku Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. janúar 2023 21:10 Spænska lögreglan hafði samband við ríkislögreglustjóra vegna íslensks símanúmer sem kom upp við rannsókn málsins. Getty Óskað var eftir aðstoð íslenskra lögregluyfirvalda í tengslum við hvarf 14 ára unglingsstúlku í Almería á Spáni í síðustu viku. Stúlkan fannst eftir að hafa verið týnd í fjóra daga og var í fylgd með 19 ára konu sem grunuð er um að hafa ætlað að fara með stúlkuna úr landi. Fjölmargir spænskir héraðsfréttamiðlar hafa greint frá málinu, þar á meðal Ondacero, Viva Cádiz,Diario Sur og Almería 360. Málið er sagt hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Fram kemur að konan, sem sögð er vera pólsk, og stúlkan hafi kynnst í gegnum tölvuleik á netinu fyrir rúmu ári. Stúlkan er búsett í smábænum Berja í Almería-héraði. Síðdegis þann 16. janúar síðastliðinn hafði móðir stúlkunnar samband við lögreglu, eftir að skólayfirvöld tilkynntu henni að dóttir hennar hefði ekki mætt í skólann um morguninn. Rætt var við skólafélaga stúlkunnar sem sögðust halda að hún væri með „erlendri konu sem hún þekkti af netinu,“ þó svo að enginn gæti gefið nánari upplýsingar. Fundust á hóteli Við leit lögreglu í herbergi stúlkunnar fannst kveðjubréf sem hún hafði skrifað til fjölskyldu sinnar sem og tölvugögn sem sögð eru hafa haft „afgerandi áhrif“ á rannsókn málsins. Í kjölfarið var haft samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og sett af stað aðgerð undir nafninu „KATLA.“ Um var að ræða samstarf á milli herlögreglunnar í Almería (Guardia Civil) og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra á Íslandi. Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að á „grundvelli alþjóðlegs lögreglusamstarfs við íslensk yfirvöld“ hafi ný gögn verið staðfest og lögð fram. Staðfestu þau gögn að hin 19 ára kona sem grunuð var um að tengjast hvarfi stúlkunnar hefði flogið út til Spánar og farið til Berja í þeim tilgangi að hitta stúlkuna og sannfæra hana um að koma með sér til Póllands. Þann 20. janúar síðastliðinn fann herlögreglan stúlkuna ásamt konunni á hótelherbergi í Malaga. Fram kemur að stúlkan hafi verið „í góðu ástandi.“ Konan var handtekin og stúlkan var flutt heim til fjölskyldu sinnar. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að „aðgerðir lögreglu, ásamt samstilltum aðgerðum og vernd réttarríkisins hafi gert ólögráða barni kleift að sameinast fjölskyldu sinni á ný og komið í veg fyrir að hún yrði numin úr landi.“ Konan sem var handtekin í tengslum við aðgerðina hefur verið kærð fyrir kynferðisbrot og fyrir að tæla barn. Á forræði spænskra yfirvalda Í skriflegu svari til Vísis segir Guðbrandur Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hafi borist beiðni frá Spáni varðandi rétthafa á hugsanlegu íslensku símanúmeri. „Þeirri beiðni var svarað og afgreidd hjá Alþjóðadeild. Engin frekari beiðni um aðstoð hefur borist og er rannsókn málsins á forræði spænskra yfirvalda.“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Fjölmargir spænskir héraðsfréttamiðlar hafa greint frá málinu, þar á meðal Ondacero, Viva Cádiz,Diario Sur og Almería 360. Málið er sagt hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Fram kemur að konan, sem sögð er vera pólsk, og stúlkan hafi kynnst í gegnum tölvuleik á netinu fyrir rúmu ári. Stúlkan er búsett í smábænum Berja í Almería-héraði. Síðdegis þann 16. janúar síðastliðinn hafði móðir stúlkunnar samband við lögreglu, eftir að skólayfirvöld tilkynntu henni að dóttir hennar hefði ekki mætt í skólann um morguninn. Rætt var við skólafélaga stúlkunnar sem sögðust halda að hún væri með „erlendri konu sem hún þekkti af netinu,“ þó svo að enginn gæti gefið nánari upplýsingar. Fundust á hóteli Við leit lögreglu í herbergi stúlkunnar fannst kveðjubréf sem hún hafði skrifað til fjölskyldu sinnar sem og tölvugögn sem sögð eru hafa haft „afgerandi áhrif“ á rannsókn málsins. Í kjölfarið var haft samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og sett af stað aðgerð undir nafninu „KATLA.“ Um var að ræða samstarf á milli herlögreglunnar í Almería (Guardia Civil) og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra á Íslandi. Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að á „grundvelli alþjóðlegs lögreglusamstarfs við íslensk yfirvöld“ hafi ný gögn verið staðfest og lögð fram. Staðfestu þau gögn að hin 19 ára kona sem grunuð var um að tengjast hvarfi stúlkunnar hefði flogið út til Spánar og farið til Berja í þeim tilgangi að hitta stúlkuna og sannfæra hana um að koma með sér til Póllands. Þann 20. janúar síðastliðinn fann herlögreglan stúlkuna ásamt konunni á hótelherbergi í Malaga. Fram kemur að stúlkan hafi verið „í góðu ástandi.“ Konan var handtekin og stúlkan var flutt heim til fjölskyldu sinnar. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að „aðgerðir lögreglu, ásamt samstilltum aðgerðum og vernd réttarríkisins hafi gert ólögráða barni kleift að sameinast fjölskyldu sinni á ný og komið í veg fyrir að hún yrði numin úr landi.“ Konan sem var handtekin í tengslum við aðgerðina hefur verið kærð fyrir kynferðisbrot og fyrir að tæla barn. Á forræði spænskra yfirvalda Í skriflegu svari til Vísis segir Guðbrandur Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hafi borist beiðni frá Spáni varðandi rétthafa á hugsanlegu íslensku símanúmeri. „Þeirri beiðni var svarað og afgreidd hjá Alþjóðadeild. Engin frekari beiðni um aðstoð hefur borist og er rannsókn málsins á forræði spænskra yfirvalda.“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira