„Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 16:05 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Hún var alltaf eins og klettur á bak við mann sinn sem tókst á við hvert verkefnið á fætur öðru á hæstu fjöllum heimsins. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir, ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, er vægast sagt ósátt við fullyrðingu norsku fjallgöngukonunnar Kristinu Harila um að hafa fengið beiðni frá íslenskri konu um að klippa á taug á fjallinu K2 sem lík íslenska fjallgöngugarpsins hangir á. Það var snemma árs 2021 sem John Snorri gerði atlögu að risafjallinu K2 sem þá hafði ekki verið klifið að vetri til. John Snorri fórst á fjallinu ásamt tveimur samferðamönnum sínum. Talið er líklegt að John Snorri hafi náð toppi fjallsins og slys hafi orðið á niðurleið. Það verður þó líklega seint sannað. Gerð var árangurslaus tilraun til að ná jarðneskum leifum Johns Snorra niður af K2 sumarið 2022. Þær liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu og gekk illa að færa þær af gönguleiðinni að því er fram kom í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Síðan hefur lítið heyrst þar til Kristin Harila veitti norska miðlinum KK.no viðtal. Hún stefnir á að klífa K2 og segir í samtali við KK að íslensk kona hafi sett sig í samband við hana með þá beiðni að losa taug Johns Snorra. Kristin segist hafa ætlað að reyna að verða við beiðninni en varað við að slíku verkefni fylgi mikil áhætta. Af viðtalinu má skilja að konan sem um ræðir sé ekkja Johns Snorra. Þetta þvertekur Lína Móey, ekkja Johns Snorra, fyrir í færslu á Facebook. „Mig langar að æla yfir því hvað fólk er sjúkt þegar kemur að athygli. Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð!“ segir Lína Móey. „Fjölskyldan tók þá ákvörðun frá byrjun að leggja ekki líf annarra í hættu. Það var Mingma G sem kom sjálfur til okkar og vildi sjá hvort hann gæti fært John á betri stað. Allar aðrar sögur eru uppspuni!“ Mingma Gyalje er nepalskur fjallagarpur sem var í hópnum sem fyrstur toppaði K2 að vetrarlagi. Þeir John Snorri toppuðu K2 að sumarlagi árið 2017. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Línu Móey í dag vegna málsins. John Snorri á K2 Fjallamennska Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Það var snemma árs 2021 sem John Snorri gerði atlögu að risafjallinu K2 sem þá hafði ekki verið klifið að vetri til. John Snorri fórst á fjallinu ásamt tveimur samferðamönnum sínum. Talið er líklegt að John Snorri hafi náð toppi fjallsins og slys hafi orðið á niðurleið. Það verður þó líklega seint sannað. Gerð var árangurslaus tilraun til að ná jarðneskum leifum Johns Snorra niður af K2 sumarið 2022. Þær liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu og gekk illa að færa þær af gönguleiðinni að því er fram kom í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Síðan hefur lítið heyrst þar til Kristin Harila veitti norska miðlinum KK.no viðtal. Hún stefnir á að klífa K2 og segir í samtali við KK að íslensk kona hafi sett sig í samband við hana með þá beiðni að losa taug Johns Snorra. Kristin segist hafa ætlað að reyna að verða við beiðninni en varað við að slíku verkefni fylgi mikil áhætta. Af viðtalinu má skilja að konan sem um ræðir sé ekkja Johns Snorra. Þetta þvertekur Lína Móey, ekkja Johns Snorra, fyrir í færslu á Facebook. „Mig langar að æla yfir því hvað fólk er sjúkt þegar kemur að athygli. Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð!“ segir Lína Móey. „Fjölskyldan tók þá ákvörðun frá byrjun að leggja ekki líf annarra í hættu. Það var Mingma G sem kom sjálfur til okkar og vildi sjá hvort hann gæti fært John á betri stað. Allar aðrar sögur eru uppspuni!“ Mingma Gyalje er nepalskur fjallagarpur sem var í hópnum sem fyrstur toppaði K2 að vetrarlagi. Þeir John Snorri toppuðu K2 að sumarlagi árið 2017. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Línu Móey í dag vegna málsins.
John Snorri á K2 Fjallamennska Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira