Nýhættur Bale tekur þátt á PGA-mótaröðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2023 17:45 Það kemur líklega fáum á óvart að Gareth Bale sé að snúa sér að golfinu eftir að knattspyrnuferlinum lauk, Jose Manuel Alvarez/Quality Sport Images/Getty Images Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale hefur tilkynnt að hann muni taka þátt í einum viðburði á PGA-mótaröðinni í golfi í byrjun næsta mánaðar. Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna fyrir rétt rúmum tveimur vikum eftir afar farsælan feril. Með Real Madrid varð hann spænskur meistari í þrígang ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þá vann hann bandarísku MLS-deildina með Los Angeles FC áður en skórnir fóru á hilluna. Þessi leikja- og markahæsti leikmaður velska landsliðsins frá upphafi hefur aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Á tíma sínum hjá Real Madrid veifaði hann eitt sinn velska fánanum eftir leik landsliðsins þar sem á stóð: „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð,“ og gaf þar með til kynna að hann hefði meiri áhuga á því að slá golfkúlur en að spila knattspyrnu með einu stærsta félagsliði heims. 🏴 Wales ✅⚪ Madrid ✅Now it's time for golf 🏌👀Gareth Bale has announced his first post-retirement venture ⛳More 👇 #BBCGolf— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2023 Bale hefur nú tilkynnt að hann muni taka þátt á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi í byrjun næsta mánaðar, en þar fá áhugagolfarar tækifæri á því að spila með nokkrum af bestu atvinnumönnum heims. Alls munu 156 áhugamenn taka þátt á mótinu með jafn mörgum atvinnumönnum. Meðal þeirra sem mæta til leiks eru þeir Matt Fitzpatrick, Patrick Cantlay og Jordan Spieth. View this post on Instagram A post shared by Gareth Bale (@garethbale11) Fótbolti Golf Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna fyrir rétt rúmum tveimur vikum eftir afar farsælan feril. Með Real Madrid varð hann spænskur meistari í þrígang ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þá vann hann bandarísku MLS-deildina með Los Angeles FC áður en skórnir fóru á hilluna. Þessi leikja- og markahæsti leikmaður velska landsliðsins frá upphafi hefur aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Á tíma sínum hjá Real Madrid veifaði hann eitt sinn velska fánanum eftir leik landsliðsins þar sem á stóð: „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð,“ og gaf þar með til kynna að hann hefði meiri áhuga á því að slá golfkúlur en að spila knattspyrnu með einu stærsta félagsliði heims. 🏴 Wales ✅⚪ Madrid ✅Now it's time for golf 🏌👀Gareth Bale has announced his first post-retirement venture ⛳More 👇 #BBCGolf— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2023 Bale hefur nú tilkynnt að hann muni taka þátt á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi í byrjun næsta mánaðar, en þar fá áhugagolfarar tækifæri á því að spila með nokkrum af bestu atvinnumönnum heims. Alls munu 156 áhugamenn taka þátt á mótinu með jafn mörgum atvinnumönnum. Meðal þeirra sem mæta til leiks eru þeir Matt Fitzpatrick, Patrick Cantlay og Jordan Spieth. View this post on Instagram A post shared by Gareth Bale (@garethbale11)
Fótbolti Golf Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira