HÍ vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2023 09:55 Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir skólann vanta hátt í milljarð á þessu ári til að ná endum saman. Skólinn hefur þurft að skera niður á ýmsum sviðum, meðal annars kennslu, vegna fjárskorts. Vísir/Ívar Fannar Háskóli Íslands hefur þurft að skera niður kennslu vegna fjárskorts en skólann vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman. Staðan er sérstaklega slæm hjá Heilbrigðisvísindasviði og Menntavísindasviði og enn meiri niðurskurður í vændum á næsta ári verði ekki gripið til aðgerða. Háskóli Íslands hefur frá upphafi skólaárs þurft að draga úr ýmissi grunnþjónustu vegna fjárskorts, sem er meðal annars tilkomin vegna fækkunar nemenda síðan samkomutakmörkunum var létt eftir Covid-faraldurinn. „Við þurftum að fara í aðgerðir til að geta haldið starfinu áfram með eins eðlilegum hætti og mögulegt er,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „Við erum ekki í góðum málum. Við höfum verið að leggja upp áætlun fyrir þetta ár og við sjáum að það vantar allt að milljarð til að endar nái saman.“ Fræðasviðin séu sum í sérstaklega slæmum málum. „Það vantar fimm hundruð milljónir upp á að endar nái saman þar. Heilbrigðisvísindasvið stendur eiginlega verst og það er einmitt verið að kalla eftir fleiri nemendum inn í heilbrigðisvísindin og það þarf virkilega að efla það. Við höfum átt í samtali við stjórnvöld um það. Þar er hallinn upp á 240 milljónir,“ segir Jón Atli. „Það eru aðgerðir þar í gangi og verið að ganga á uppsafnaðan afgang frá fyrri árum. Síðan er Menntavísindasvið, þar sem nemendum hefur reyndar fjölgað á síðustu árum, sem stendur ekki vel.“ Útlitið sé svart fyrir næsta ár verði engu breytt. „Þess vegna hef ég verulegar áhyggjur, ekki bara af þessu ári heldur 2024, vegna þess í fjármálaáætlun eins og hún er núna er verið að tala um enn frekari niðurskurð. Held ég upp á 2,2 prósent fyrir Háskóla Íslands. Þetta gildir yfir allt kerfið. Svo við þurfum að snúa bökum saman og efla fjármögnun háskólastigsins.“ Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. 12. janúar 2023 20:30 Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. 12. janúar 2023 14:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Háskóli Íslands hefur frá upphafi skólaárs þurft að draga úr ýmissi grunnþjónustu vegna fjárskorts, sem er meðal annars tilkomin vegna fækkunar nemenda síðan samkomutakmörkunum var létt eftir Covid-faraldurinn. „Við þurftum að fara í aðgerðir til að geta haldið starfinu áfram með eins eðlilegum hætti og mögulegt er,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „Við erum ekki í góðum málum. Við höfum verið að leggja upp áætlun fyrir þetta ár og við sjáum að það vantar allt að milljarð til að endar nái saman.“ Fræðasviðin séu sum í sérstaklega slæmum málum. „Það vantar fimm hundruð milljónir upp á að endar nái saman þar. Heilbrigðisvísindasvið stendur eiginlega verst og það er einmitt verið að kalla eftir fleiri nemendum inn í heilbrigðisvísindin og það þarf virkilega að efla það. Við höfum átt í samtali við stjórnvöld um það. Þar er hallinn upp á 240 milljónir,“ segir Jón Atli. „Það eru aðgerðir þar í gangi og verið að ganga á uppsafnaðan afgang frá fyrri árum. Síðan er Menntavísindasvið, þar sem nemendum hefur reyndar fjölgað á síðustu árum, sem stendur ekki vel.“ Útlitið sé svart fyrir næsta ár verði engu breytt. „Þess vegna hef ég verulegar áhyggjur, ekki bara af þessu ári heldur 2024, vegna þess í fjármálaáætlun eins og hún er núna er verið að tala um enn frekari niðurskurð. Held ég upp á 2,2 prósent fyrir Háskóla Íslands. Þetta gildir yfir allt kerfið. Svo við þurfum að snúa bökum saman og efla fjármögnun háskólastigsins.“
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. 12. janúar 2023 20:30 Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. 12. janúar 2023 14:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. 12. janúar 2023 20:30
Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. 12. janúar 2023 14:39