Leggur til afnám við sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 23:48 Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðismanna vill ekki segja til um hvort að einstaklingum innan þjóðkirkjunnar fækki mikið með breytingunni. Málið snúist um prinisipp. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Breytingin felur í sér að færa ákvörðun um félagsaðild barna í trú- og lífsskoðunarfélög til foreldra og síðar til barnanna sjálfra þegar þau ná 12 ára aldri. Í gildandi lögum eru börn sjálfkrafa skráð í sama trú- eða lífsskoðunarfélag og foreldrar þess óháð því hvort skýr afstaða foreldranna liggi fyrir. Með breytingunni þyrfti skýr afstaða foreldra eða barns að vera til staðar. Þá verður úrsögnum úr trúar- og lífsskoðunarfélögum beint til Þjóðskrár en ekki til forstöðumanns félaganna. Loks verður börnum 12 ára og eldri gert kleift að ákveða félagsaðild sína í trú- og lífsskoðunarfélag sjálf en ekki 16 ára eins og kveðið er á um í dag. Hildur ræddi breytingarnar í Reykjavík síðdegis í dag: Hún segir að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á fjárhagsstöðu trúfélaga þar sem fjárhæð fylgi ekki einstaklingi í trúfélagi fyrr en hann nær 16 ára aldri. Hún vill ekki segja til um hvort það muni fækka mikið í þjóðkirkjunni með breytingunni. „Það eru örugglega áhyggjur einhverra, ég ætla ekki að gera lítið úr því, en það má líka spyrja sig hvort eðlilegt sé að fólk sé í þjóðkirkjunni en veit varla af því,“ segir Hildur. Hún segir eðlilegast að ákvörðun um skráningu sé tekin með skýrum vilja viðkomandi. „Ég vil nota tækifærið og segja að ég er í engri herferð gegn þjóðkirkjunni með þessu frumvarpi. Ég er sjálf í þjóðkirkjunni og hef ekkert upp á hana að klaga. Þetta snýst ekkert um það heldur miklu frekar prinsippið um að svona ákvörðun eigi að vera tekin með meðvitund einstaklings.“ Þjóðkirkjan Trúmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Sambandið gerir kröfur foreldranna að sínum fyrir Félagsdómi E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira
Í gildandi lögum eru börn sjálfkrafa skráð í sama trú- eða lífsskoðunarfélag og foreldrar þess óháð því hvort skýr afstaða foreldranna liggi fyrir. Með breytingunni þyrfti skýr afstaða foreldra eða barns að vera til staðar. Þá verður úrsögnum úr trúar- og lífsskoðunarfélögum beint til Þjóðskrár en ekki til forstöðumanns félaganna. Loks verður börnum 12 ára og eldri gert kleift að ákveða félagsaðild sína í trú- og lífsskoðunarfélag sjálf en ekki 16 ára eins og kveðið er á um í dag. Hildur ræddi breytingarnar í Reykjavík síðdegis í dag: Hún segir að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á fjárhagsstöðu trúfélaga þar sem fjárhæð fylgi ekki einstaklingi í trúfélagi fyrr en hann nær 16 ára aldri. Hún vill ekki segja til um hvort það muni fækka mikið í þjóðkirkjunni með breytingunni. „Það eru örugglega áhyggjur einhverra, ég ætla ekki að gera lítið úr því, en það má líka spyrja sig hvort eðlilegt sé að fólk sé í þjóðkirkjunni en veit varla af því,“ segir Hildur. Hún segir eðlilegast að ákvörðun um skráningu sé tekin með skýrum vilja viðkomandi. „Ég vil nota tækifærið og segja að ég er í engri herferð gegn þjóðkirkjunni með þessu frumvarpi. Ég er sjálf í þjóðkirkjunni og hef ekkert upp á hana að klaga. Þetta snýst ekkert um það heldur miklu frekar prinsippið um að svona ákvörðun eigi að vera tekin með meðvitund einstaklings.“
Þjóðkirkjan Trúmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Sambandið gerir kröfur foreldranna að sínum fyrir Félagsdómi E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira