Endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2023 13:14 Kolbrún Þ. Pálsdóttir tók við sem forseti sviðsins árið 2018. Aðsend/Kristinn Ingvarsson Kolbrún Þ. Pálsdóttir hefur verið endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands til næstu fimm ára, eða til 1. júlí 2028. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að Kolbrún hafi tekið við sem forseti sviðsins um mitt ár 2018 en hún hafi starfað við kennslu og rannsóknir innan háskólans í hartnær tvo áratugi. „Þá hefur hún margvíslega starfsreynslu af skóla- og frístundastarfi og gegndi m.a. viðamiklum stjórnunarstöðum hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar þar sem hún tók þátt í stefnumótun og uppbyggingu á frístundaheimilum fyrir 6 til 9 ára börn. Kolbrún lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1996, meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði árið 2001 og doktorsprófi á sviði menntunarfræða frá Uppeldis- og menntunarfræðideild árið 2012. Hún var ráðin lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið árið 2013 og fékk framgang í starf dósents árið 2017. Rannsóknir Kolbrúnar hafa einkum beinst að tengslum formlegs og óformlegs náms, hlutverki frístundaheimila og hvernig efla megi þverfræðilega samvinnu í skóla- og frístundastarfi í þágu barna. Kolbrún hefur tekið virkan þátt í mótun menntastefnu og umbótaverkefnum á öllum skólastigum auk ráðgjafar við menntamálayfirvöld,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kolbrúnu að það sé mikill heiður að fá tækifæri til að leiða áfram Menntavísindasvið þar sem hún starfi með frábæru og metnaðarfullu samstarfsfólki. „Fram undan eru spennandi tímar og áframhaldandi uppbygging í samstarfi við fjölmarga hagaðila. Sviðið mun flytja í Sögu á aðalsvæði Háskólans á árinu 2024. Við ætlum okkur að skapa nýja Sögu og búa til kraftmikið menntasamfélag í því glæsilega húsi. Þar munu skapast mikil tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ekki síður fyrir starfsfólk og nemendur sviðsins sem verða staðsett í miðju háskólasvæðinu og geta tengst betur öðrum starfseiningum skólans. Ég er handviss um að það muni efla menntarannsóknir enn frekar, fjölga nemendum á sviði menntunar og styðja við samfélagslega nýsköpun í menntakerfinu,“ segir Kolbrún. Menntavísindasvið Háskóla Íslands er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Það skiptist í fjórar deildir: Deild faggreinakennslu, Deild menntunar og margbreytileika, Deild kennslu- og menntunarfræði og Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda. Á Menntavísindasviði starfa um 160 starfsmenn og ríflega 3.000 nemendur stunda nám við sviðið. Að auki skipuleggur sviðið umfangsmikla starfsþróun og fræðslu fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að Kolbrún hafi tekið við sem forseti sviðsins um mitt ár 2018 en hún hafi starfað við kennslu og rannsóknir innan háskólans í hartnær tvo áratugi. „Þá hefur hún margvíslega starfsreynslu af skóla- og frístundastarfi og gegndi m.a. viðamiklum stjórnunarstöðum hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar þar sem hún tók þátt í stefnumótun og uppbyggingu á frístundaheimilum fyrir 6 til 9 ára börn. Kolbrún lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1996, meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði árið 2001 og doktorsprófi á sviði menntunarfræða frá Uppeldis- og menntunarfræðideild árið 2012. Hún var ráðin lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið árið 2013 og fékk framgang í starf dósents árið 2017. Rannsóknir Kolbrúnar hafa einkum beinst að tengslum formlegs og óformlegs náms, hlutverki frístundaheimila og hvernig efla megi þverfræðilega samvinnu í skóla- og frístundastarfi í þágu barna. Kolbrún hefur tekið virkan þátt í mótun menntastefnu og umbótaverkefnum á öllum skólastigum auk ráðgjafar við menntamálayfirvöld,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kolbrúnu að það sé mikill heiður að fá tækifæri til að leiða áfram Menntavísindasvið þar sem hún starfi með frábæru og metnaðarfullu samstarfsfólki. „Fram undan eru spennandi tímar og áframhaldandi uppbygging í samstarfi við fjölmarga hagaðila. Sviðið mun flytja í Sögu á aðalsvæði Háskólans á árinu 2024. Við ætlum okkur að skapa nýja Sögu og búa til kraftmikið menntasamfélag í því glæsilega húsi. Þar munu skapast mikil tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ekki síður fyrir starfsfólk og nemendur sviðsins sem verða staðsett í miðju háskólasvæðinu og geta tengst betur öðrum starfseiningum skólans. Ég er handviss um að það muni efla menntarannsóknir enn frekar, fjölga nemendum á sviði menntunar og styðja við samfélagslega nýsköpun í menntakerfinu,“ segir Kolbrún. Menntavísindasvið Háskóla Íslands er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Það skiptist í fjórar deildir: Deild faggreinakennslu, Deild menntunar og margbreytileika, Deild kennslu- og menntunarfræði og Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda. Á Menntavísindasviði starfa um 160 starfsmenn og ríflega 3.000 nemendur stunda nám við sviðið. Að auki skipuleggur sviðið umfangsmikla starfsþróun og fræðslu fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira