Breska ríkisútvarpið spyr íslenskt stjórnmálafólk spjörunum úr Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 25. janúar 2023 15:39 Útvarpsþáttur BBC, World Questions verður tekinn upp í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Myndin er samsett. Getty/Peter Macdiarmid, Vísir/Vilhelm Breska ríkisútvarpið mun taka upp útvarpsþáttinn World Questions í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Um er að ræða einskonar málfund þar sem stjórnmálafólk er spurt að hinum ýmsu spurningum sem varpa ljósi á land og þjóð. Spurningarnar geta komið alls staðar að og er það Jonny Dymond, sérfræðingur BBC í bresku konungsfjölskyldunni, sem fer með þáttarstjórn. Breska ríkisútvarpið hefur framkvæmt eins viðburði um allan heim. Hver sem er getur mætt og fylgst með en leikhússtjóri Tjarnarbíós, Sara Marti Guðmundsdóttir segir að búist sé við heljarinnar viðburði. Hann sé haldinn til þess að veita innsýn í pólitíska landslag landsins sem á við hverju sinni. Boðið verði í fordrykk og veitingar fyrir þá sem mæta á svæðið. „Það þarf svolítið að passa upp á allt, það verða verðir úti um allt hús. Það verður leitað á fólki áður en það kemur inn bara svona af því að þau hafa lent í allskonar uppátækjum þegar þau hafa gert þetta erlendis. Þetta verður svolítið stórt og við búumst alveg við fullu húsi,“ segir Sara. Samkvæmt vef BBC þar sem upptökurnar eru aðgengilegar og heimasíðu British Council verða Íslendingar einfaldlega spurðir út í framtíð landsins. Þórhildur Ólafsdóttir, fjölmiðlakona og íslenskur aðstandandi þáttarins segir enn verið að negla niður hvaða íslenska stjórnmálafólk verði fyrir valinu. Búast megi við því að tekið verði á stærri málaflokkum eins og ferðamannaiðnaðinum, loftslagsbreytingum og stríðinu í Úkraínu ásamt öðru innlendu. Ætlunin sé að kynna landið og stöðu þess fyrir þeim sem það ekki þekkja. Hægt er að skrá sig á viðburðinn í gegnum eyðublað frá British Council hér. Samkvæmt vef BBC verður upptakan af málfundinum aðgengileg hér þann 11. febrúar næstkomandi stuttu eftir að þátturinn kemur út. Þátturinn fer í loftið klukkan 19:06 á íslenskum tíma. Aðra World Questions útvarpsþætti má hlusta á með því að smella hér. Bretland Menning Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Spurningarnar geta komið alls staðar að og er það Jonny Dymond, sérfræðingur BBC í bresku konungsfjölskyldunni, sem fer með þáttarstjórn. Breska ríkisútvarpið hefur framkvæmt eins viðburði um allan heim. Hver sem er getur mætt og fylgst með en leikhússtjóri Tjarnarbíós, Sara Marti Guðmundsdóttir segir að búist sé við heljarinnar viðburði. Hann sé haldinn til þess að veita innsýn í pólitíska landslag landsins sem á við hverju sinni. Boðið verði í fordrykk og veitingar fyrir þá sem mæta á svæðið. „Það þarf svolítið að passa upp á allt, það verða verðir úti um allt hús. Það verður leitað á fólki áður en það kemur inn bara svona af því að þau hafa lent í allskonar uppátækjum þegar þau hafa gert þetta erlendis. Þetta verður svolítið stórt og við búumst alveg við fullu húsi,“ segir Sara. Samkvæmt vef BBC þar sem upptökurnar eru aðgengilegar og heimasíðu British Council verða Íslendingar einfaldlega spurðir út í framtíð landsins. Þórhildur Ólafsdóttir, fjölmiðlakona og íslenskur aðstandandi þáttarins segir enn verið að negla niður hvaða íslenska stjórnmálafólk verði fyrir valinu. Búast megi við því að tekið verði á stærri málaflokkum eins og ferðamannaiðnaðinum, loftslagsbreytingum og stríðinu í Úkraínu ásamt öðru innlendu. Ætlunin sé að kynna landið og stöðu þess fyrir þeim sem það ekki þekkja. Hægt er að skrá sig á viðburðinn í gegnum eyðublað frá British Council hér. Samkvæmt vef BBC verður upptakan af málfundinum aðgengileg hér þann 11. febrúar næstkomandi stuttu eftir að þátturinn kemur út. Þátturinn fer í loftið klukkan 19:06 á íslenskum tíma. Aðra World Questions útvarpsþætti má hlusta á með því að smella hér.
Bretland Menning Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira