Aldrei fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en árið 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2023 11:10 Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Getty Lögreglunni á landsvísu bárust 2.374 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila árið 2022. Jafngildir það að meðaltali tæplega 7 slíkum tilkynningum á dag eða 198 tilkynningum á mánuði. Nær 70 prósent heimilisofbeldismála eru gegn maka eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan og hefur fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila aldrei verið meiri. Fjöldi beiðni um nálgunarbann svipaður Beiðnir um nálgunarbann voru 118 og því svipaðar að fjölda og síðastliðin 3 ár á undan. Alvarlegustu heimilisofbeldismálin, þar sem lífi og heilsu árásarþola var ógnað endurtekið eða á alvarlegan hátt, voru 102 talsins árið 2022 sem er svipaður fjöldi og síðustu ár. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá voru tilvikin 1.086, eða 3prósent fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 1.288 talsins, eða 23 prósent fleiri en árið 2021. Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru 80 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola eru konur. Aukin samvinna heilbrigðisþjónustu og lögreglu Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að fjögur prósent svarenda höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi og 21 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að erlendar rannsóknir bendi til þess að mun algengara er að þolendur leiti eftir heilbrigðisþjónustu en til annarra stofnana þ.m.t. lögreglu 12 mánuðum fyrir tilraun til manndráps eða morðs vegna heimilisofbeldis. Mikilvægt sé að auka því samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins. Tveir sameiginlegir fræðslufundir lögreglunnar og heilbrigðiskerfisins um verklag vegna heimilisofbeldis voru haldnir í janúar. Þar var meðal annars kynnt ný þjónusta félagsráðgjafa og sálfræðings á Landspítalanum og þverfaglegt samstarf við gerð áhættumats og áhættustýringar til að vernda þolendur heimilisofbeldis í samræmi við ákvæði Istanbúlsamningsins, samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan og hefur fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila aldrei verið meiri. Fjöldi beiðni um nálgunarbann svipaður Beiðnir um nálgunarbann voru 118 og því svipaðar að fjölda og síðastliðin 3 ár á undan. Alvarlegustu heimilisofbeldismálin, þar sem lífi og heilsu árásarþola var ógnað endurtekið eða á alvarlegan hátt, voru 102 talsins árið 2022 sem er svipaður fjöldi og síðustu ár. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá voru tilvikin 1.086, eða 3prósent fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 1.288 talsins, eða 23 prósent fleiri en árið 2021. Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru 80 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola eru konur. Aukin samvinna heilbrigðisþjónustu og lögreglu Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að fjögur prósent svarenda höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi og 21 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að erlendar rannsóknir bendi til þess að mun algengara er að þolendur leiti eftir heilbrigðisþjónustu en til annarra stofnana þ.m.t. lögreglu 12 mánuðum fyrir tilraun til manndráps eða morðs vegna heimilisofbeldis. Mikilvægt sé að auka því samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins. Tveir sameiginlegir fræðslufundir lögreglunnar og heilbrigðiskerfisins um verklag vegna heimilisofbeldis voru haldnir í janúar. Þar var meðal annars kynnt ný þjónusta félagsráðgjafa og sálfræðings á Landspítalanum og þverfaglegt samstarf við gerð áhættumats og áhættustýringar til að vernda þolendur heimilisofbeldis í samræmi við ákvæði Istanbúlsamningsins, samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira