Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um krapaflóð sem féll á Patreksfirði í morgun, í sama farvegi og mannskætt flóð sem féll í bænum fyrir rétt rúmum fjörutíu árum. Hættustigi hefur verið lýst yfir í bænum. 

Þá fjöllum við um þá ákvörðun Ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Sú tillaga verður lögð í dóm félagsmanna eflingar og aðildarfélaga SA. 

Við förum þá í héraðsdóm þar sem saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast á um það  hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu.

Einnig tökum við stöðuna í Úkraínu og heyrum frá Alþingi þar sem formaður Samfylkingarinna sagði heilbrigðisráðherra annað hvort of ráðalausan eða ákvörðunarfælinn til að leysa vanda heilbrigðiskerfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×