Fótbolti

Úr marki ÍA til Stjörnunnar

Sindri Sverrisson skrifar
Árni Snær Ólafsson er mættur til Stjörnunnar.
Árni Snær Ólafsson er mættur til Stjörnunnar. @fcstjarnan

Árni Snær Ólafsson, sem verið hefur markvörður og fyrirliði ÍA í fótbolta, er mættur í Garðabæinn og genginn í raðir Stjörnunnar.

Stjarnan greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag. Fyrir er félagið með einn besta markvörð Bestu deildarinnar, Harald Björnsson, sem er samningsbundinn Stjörnunni út tímabilið 2024.

„Það er mjög spennandi að fá Árna til okkar. Hann er frábær karakter og mun gefa hópnum okkar mikið. Einnig hefur fótboltinn þróast í fullkomna átt fyrir Árna og ætlumst við til mikils af honum í sumar,“ segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í fréttatilkynningu.

Árni Snær, sem er 31 árs, hefur allan sinn feril leikið með ÍA og alls spilað 126 leiki í efstu deild og 53 leiki í næstefstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×