Enski boltinn

Arsenal neitar að selja Mc­Ca­be til Eng­lands­meistaranna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Katie McCabe í leik með Arsenal.
Katie McCabe í leik með Arsenal. EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN

Englandsmeistarar Chelsea vilja ólmir fá Katie McCabe, leikmann Arsenal í sínar raðir. Skytturnar, sem eru í harðri baráttu við Chelsea um titilinn í ár, neita að selja.

Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Þar kemur fram að Chelsea hafi boðið frekar háa upphæð í leikmanninn sem rennur út á samning sumarið 2024. Arsenal er ekki tilbúið að missa McCabe frá sér en félagaskiptaglugginn lokar á þriðjudagskvöld.

Hin 27 ára gamla McCabe leikur sem vængmaður og hefur tekið þátt í öllum 10 leikjum Arsenal á leiktíðinni, því eðlilegt að félagið sé ekki tilbúið að selja hana. Samkvæmt heimildum Sky Sports er tilboð Chelsea frekar hátt en ekki kemur fram hversu hátt það er.

Fyrr í þessum mánuði seldi Chelsea Bethany England til Tottenham Hotspur á metfé þegar kemur að sölum milli kvennaliða á Englandi. Talið er að England hafi kostað Tottenham um 250 þúsund pund eða rúmar 44 milljónir íslenskra króna. 

Þar áður voru kaup Chelsea á Lauren James frá Manchester United þau dýrustu á Englandi, hún kostaði 200 þúsund pund.

Hin írska McCabe gekk í raðir Arsenal frá Shelbourne árið 2015 og var valin leikmaður ársins hjá Arsenal tímabilið 2020-21.

Arsenal er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir Chelsea sem er í öðru sæti og toppliði Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×