„Ég hef aldrei gengist við öllum ásökunum hennar“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. janúar 2023 14:42 Frosti segir fyrirsagnir vegna fyrri yfirlýsingar hafa gefið ranga mynd af málinu. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason segir fjölmiðla hafa misskilið yfirlýsingu sem hann gaf frá sér vegna ásakana á hendur honum sem komu fram í fyrra. Hann hafi aldrei gengist við öllum ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar. Þessu greinir Frosti frá á Facebook síðu sinni. Hann segir yfirlýsingu sína ekki hafa verið nákvæmari en svo að það mætti misskilja hana. „Undanfarið hef ég orðið var við misskilning hjá fólki sem þekkir ekki til mála. Hann er til kominn vegna fyrirsagna fjölmiðla í kjölfar yfirlýsingar minnar í mars í fyrra. Þessar fyrirsagnir gáfu í skyn að mistök mín hafi verið meiri en raun ber vitni meðal annars vegna þess að yfirlýsing mín var ekki nákvæmari en svo að það mátti misskilja hana. Þar sögðu einhverjir að Frosti Logason hefði gengist við ásökunum Eddu Pétursdóttur,“ skrifar Frosti. Hann segist aldrei hafa gengist við öllum ásökunum Eddu heldur hafi hann tekið fulla ábyrgð á hegðun sinni. Þá sérstaklega að hann véfengdi ekki að henni hafi liðið illa vegna þess sem hann hafi gert eftir að sambandi þeirra lauk. „Þá fór ég í þráhyggju fyrir því að fá viðurkenningu á „brotum hennar“ gagnvart mér og tók að senda ítrekaða tölvupósta til hennar á nokkra mánaða tímabili. Mér þykir það mjög leitt að ég hafi gripið til innihaldslausra hótana í þessum tölvupóstum. Það er ótrúlegt hvað höfnunarkendin getur beyglað vandræðapésa af þeirri gerð sem ég var á þessum tíma. Ég legg áherslu á að mér og mínum finnst ég vera á miklu betri stað núna en það er endanlega annarra að dæma um það,“ skrifar Frosti. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Frosta frá því í mars í fyrra. Hann hefur síðan læst færslunni, svo hún birtist að eins þeim sem eru vinir hans á Facebook. Yfirlýsing Frosta frá 16. mars 2022 Í dag birtist viðtal við fyrrverandi kærustu mína sem ég átti í sambandi við á árunum 2009-2012 og var til umfjöllunar í Stundinni. Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upplifun hennar. Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir. Með hjálp sálfræðings, þerapista og tólf spora samtaka hóf ég bataferil minn. Hluti af því ferli var að eyða öllum okkar fyrri samskiptum. Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun. Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar. Hann segist hafa viðurkennt að hafa sent óviðeigandi tölvupósta eftir að sambandi þeirra lauk og beðist afsökunnar á því. Hann hafi ekki gengist við öðru og þvertekur fyrir það að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Þá hafi leynilegar upptökur af kynlífi ekki verið gerðar. „Ég hef allar götur síðan að viðtalið við fyrrverandi kærustu mína birtist lagt áherslu á að rétta til hennar sáttarhönd. Það hef ég bæði gert sjálfur persónulega og í gegnum fagaðila. Þess vegna hef ég á sama tíma setið hljóður hjá og gætt mín að fara aldrei út í að greina rétt frá röngu í málflutningi hennar opinberlega. Mér hefur heldur aldrei fundist við hæfi að hengja upp okkar skítugasta þvott frammi fyrir allra augum því hann á ekkert erindi til almennings. Ég ber enn þá von í brjósti að fyrrverandi kærasta mín muni einhvern tíman vilja ljúka þessu máli með mér á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er hennar réttur að gera það ekki þótt það valdi mér og mínum sársauka. Sáttarvilji minn er hins vegar einlægur,“ skrifar Frosti Eftir að Frosti birti skrif sín hefur Edda Pétursdóttir, fyrrverandi kærasta hans birt tíst þar sem hún kveðst hafa lokið við að segja sína sögu og standi við hana. Ég er búin að segja mína sögu og ég stend við hana.— Edda Pétursdóttir (@EddaPeturs) January 29, 2023 Skrif Frosta í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing Frosta Kæru vinir Undanfarið hef ég orðið var við misskilning hjá fólki sem þekkir ekki til mála. Hann er til kominn vegna fyrirsagna fjölmiðla í kjölfar yfirlýsingar minnar í mars í fyrra. Þessar fyrirsagnir gáfu í skyn að mistök mín hafi verið meiri en raun ber vitni meðal annars vegna þess að yfirlýsing mín var ekki nákvæmari en svo að það mátti misskilja hana. Þar sögðu einhverjir að Frosti Logason hefði gengist við ásökunum Eddu Pétursdóttur. Þetta er að hluta til rétt en staðreyndin er sú að ég hef aldrei gengist við öllum ásökunum hennar eins og margir virðast nú halda. Í tilkynningu minni sagðist ég taka fulla ábyrgð á hegðun minni, og að ég rengdi ekki að henni hafi liðið illa vegna þess sem ég gerði eftir að sambandi okkar lauk. En þá fór ég í þráhyggju fyrir því að fá viðurkenningu á „brotum hennar“ gagnvart mér og tók að senda ítrekaða tölvupósta til hennar á nokkra mánaða tímabili. Mér þykir það mjög leitt að ég hafi gripið til innihaldslausra hótana í þessum tölvupóstum. Það er ótrúlegt hvað höfnunarkendin getur beyglað vandræðapésa af þeirri gerð sem ég var á þessum tíma. Ég legg áherslu á að mér og mínum finnst ég vera á miklu betri stað núna en það er endanlega annarra að dæma um það En svo að það sé ítrekað hér þá hef ég sem sagt viðurkennt og beðist afsökunar á að hafa sent óviðeigandi tölvupósta eftir að sambandi okkar lauk. Annað gerði ég ekki og ég hef ekki gengist við neinu öðru. Ég lagði aldrei hendur á fyrrverandi kærustu mína, beitti hana ekki andlegu ofbeldi á meðan á sambandi okkar stóð og ég gerði alls ekki neinar leynilegar upptökur af kynlífi okkar eins haldið er fram. Ég hef allar götur síðan að viðtalið við fyrrverandi kærustu mína birtist lagt áherslu á að rétta til hennar sáttarhönd. Það hef ég bæði gert sjálfur persónulega og í gegnum fagaðila. Þess vegna hef ég á sama tíma setið hljóður hjá og gætt mín að fara aldrei út í að greina rétt frá röngu í málflutningi hennar opinberlega. Mér hefur heldur aldrei fundist við hæfi að hengja upp okkar skítugasta þvott frammi fyrir allra augum því hann á ekkert erindi til almennings. Ég ber enn þá von í brjósti að fyrrverandi kærasta mín muni einhvern tíman vilja ljúka þessu máli með mér á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er hennar réttur að gera það ekki þótt það valdi mér og mínum sársauka. Sáttarvilji minn er hins vegar einlægur. Kær kveðja, Frosti Logason Fréttin var uppfærð klukkan 16:27 með tísti Eddu Pétursdóttur. Fjölmiðlar Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Þessu greinir Frosti frá á Facebook síðu sinni. Hann segir yfirlýsingu sína ekki hafa verið nákvæmari en svo að það mætti misskilja hana. „Undanfarið hef ég orðið var við misskilning hjá fólki sem þekkir ekki til mála. Hann er til kominn vegna fyrirsagna fjölmiðla í kjölfar yfirlýsingar minnar í mars í fyrra. Þessar fyrirsagnir gáfu í skyn að mistök mín hafi verið meiri en raun ber vitni meðal annars vegna þess að yfirlýsing mín var ekki nákvæmari en svo að það mátti misskilja hana. Þar sögðu einhverjir að Frosti Logason hefði gengist við ásökunum Eddu Pétursdóttur,“ skrifar Frosti. Hann segist aldrei hafa gengist við öllum ásökunum Eddu heldur hafi hann tekið fulla ábyrgð á hegðun sinni. Þá sérstaklega að hann véfengdi ekki að henni hafi liðið illa vegna þess sem hann hafi gert eftir að sambandi þeirra lauk. „Þá fór ég í þráhyggju fyrir því að fá viðurkenningu á „brotum hennar“ gagnvart mér og tók að senda ítrekaða tölvupósta til hennar á nokkra mánaða tímabili. Mér þykir það mjög leitt að ég hafi gripið til innihaldslausra hótana í þessum tölvupóstum. Það er ótrúlegt hvað höfnunarkendin getur beyglað vandræðapésa af þeirri gerð sem ég var á þessum tíma. Ég legg áherslu á að mér og mínum finnst ég vera á miklu betri stað núna en það er endanlega annarra að dæma um það,“ skrifar Frosti. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Frosta frá því í mars í fyrra. Hann hefur síðan læst færslunni, svo hún birtist að eins þeim sem eru vinir hans á Facebook. Yfirlýsing Frosta frá 16. mars 2022 Í dag birtist viðtal við fyrrverandi kærustu mína sem ég átti í sambandi við á árunum 2009-2012 og var til umfjöllunar í Stundinni. Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upplifun hennar. Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir. Með hjálp sálfræðings, þerapista og tólf spora samtaka hóf ég bataferil minn. Hluti af því ferli var að eyða öllum okkar fyrri samskiptum. Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun. Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar. Hann segist hafa viðurkennt að hafa sent óviðeigandi tölvupósta eftir að sambandi þeirra lauk og beðist afsökunnar á því. Hann hafi ekki gengist við öðru og þvertekur fyrir það að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Þá hafi leynilegar upptökur af kynlífi ekki verið gerðar. „Ég hef allar götur síðan að viðtalið við fyrrverandi kærustu mína birtist lagt áherslu á að rétta til hennar sáttarhönd. Það hef ég bæði gert sjálfur persónulega og í gegnum fagaðila. Þess vegna hef ég á sama tíma setið hljóður hjá og gætt mín að fara aldrei út í að greina rétt frá röngu í málflutningi hennar opinberlega. Mér hefur heldur aldrei fundist við hæfi að hengja upp okkar skítugasta þvott frammi fyrir allra augum því hann á ekkert erindi til almennings. Ég ber enn þá von í brjósti að fyrrverandi kærasta mín muni einhvern tíman vilja ljúka þessu máli með mér á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er hennar réttur að gera það ekki þótt það valdi mér og mínum sársauka. Sáttarvilji minn er hins vegar einlægur,“ skrifar Frosti Eftir að Frosti birti skrif sín hefur Edda Pétursdóttir, fyrrverandi kærasta hans birt tíst þar sem hún kveðst hafa lokið við að segja sína sögu og standi við hana. Ég er búin að segja mína sögu og ég stend við hana.— Edda Pétursdóttir (@EddaPeturs) January 29, 2023 Skrif Frosta í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing Frosta Kæru vinir Undanfarið hef ég orðið var við misskilning hjá fólki sem þekkir ekki til mála. Hann er til kominn vegna fyrirsagna fjölmiðla í kjölfar yfirlýsingar minnar í mars í fyrra. Þessar fyrirsagnir gáfu í skyn að mistök mín hafi verið meiri en raun ber vitni meðal annars vegna þess að yfirlýsing mín var ekki nákvæmari en svo að það mátti misskilja hana. Þar sögðu einhverjir að Frosti Logason hefði gengist við ásökunum Eddu Pétursdóttur. Þetta er að hluta til rétt en staðreyndin er sú að ég hef aldrei gengist við öllum ásökunum hennar eins og margir virðast nú halda. Í tilkynningu minni sagðist ég taka fulla ábyrgð á hegðun minni, og að ég rengdi ekki að henni hafi liðið illa vegna þess sem ég gerði eftir að sambandi okkar lauk. En þá fór ég í þráhyggju fyrir því að fá viðurkenningu á „brotum hennar“ gagnvart mér og tók að senda ítrekaða tölvupósta til hennar á nokkra mánaða tímabili. Mér þykir það mjög leitt að ég hafi gripið til innihaldslausra hótana í þessum tölvupóstum. Það er ótrúlegt hvað höfnunarkendin getur beyglað vandræðapésa af þeirri gerð sem ég var á þessum tíma. Ég legg áherslu á að mér og mínum finnst ég vera á miklu betri stað núna en það er endanlega annarra að dæma um það En svo að það sé ítrekað hér þá hef ég sem sagt viðurkennt og beðist afsökunar á að hafa sent óviðeigandi tölvupósta eftir að sambandi okkar lauk. Annað gerði ég ekki og ég hef ekki gengist við neinu öðru. Ég lagði aldrei hendur á fyrrverandi kærustu mína, beitti hana ekki andlegu ofbeldi á meðan á sambandi okkar stóð og ég gerði alls ekki neinar leynilegar upptökur af kynlífi okkar eins haldið er fram. Ég hef allar götur síðan að viðtalið við fyrrverandi kærustu mína birtist lagt áherslu á að rétta til hennar sáttarhönd. Það hef ég bæði gert sjálfur persónulega og í gegnum fagaðila. Þess vegna hef ég á sama tíma setið hljóður hjá og gætt mín að fara aldrei út í að greina rétt frá röngu í málflutningi hennar opinberlega. Mér hefur heldur aldrei fundist við hæfi að hengja upp okkar skítugasta þvott frammi fyrir allra augum því hann á ekkert erindi til almennings. Ég ber enn þá von í brjósti að fyrrverandi kærasta mín muni einhvern tíman vilja ljúka þessu máli með mér á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er hennar réttur að gera það ekki þótt það valdi mér og mínum sársauka. Sáttarvilji minn er hins vegar einlægur. Kær kveðja, Frosti Logason Fréttin var uppfærð klukkan 16:27 með tísti Eddu Pétursdóttur.
Yfirlýsing Frosta frá 16. mars 2022 Í dag birtist viðtal við fyrrverandi kærustu mína sem ég átti í sambandi við á árunum 2009-2012 og var til umfjöllunar í Stundinni. Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upplifun hennar. Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir. Með hjálp sálfræðings, þerapista og tólf spora samtaka hóf ég bataferil minn. Hluti af því ferli var að eyða öllum okkar fyrri samskiptum. Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun. Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar.
Yfirlýsing Frosta Kæru vinir Undanfarið hef ég orðið var við misskilning hjá fólki sem þekkir ekki til mála. Hann er til kominn vegna fyrirsagna fjölmiðla í kjölfar yfirlýsingar minnar í mars í fyrra. Þessar fyrirsagnir gáfu í skyn að mistök mín hafi verið meiri en raun ber vitni meðal annars vegna þess að yfirlýsing mín var ekki nákvæmari en svo að það mátti misskilja hana. Þar sögðu einhverjir að Frosti Logason hefði gengist við ásökunum Eddu Pétursdóttur. Þetta er að hluta til rétt en staðreyndin er sú að ég hef aldrei gengist við öllum ásökunum hennar eins og margir virðast nú halda. Í tilkynningu minni sagðist ég taka fulla ábyrgð á hegðun minni, og að ég rengdi ekki að henni hafi liðið illa vegna þess sem ég gerði eftir að sambandi okkar lauk. En þá fór ég í þráhyggju fyrir því að fá viðurkenningu á „brotum hennar“ gagnvart mér og tók að senda ítrekaða tölvupósta til hennar á nokkra mánaða tímabili. Mér þykir það mjög leitt að ég hafi gripið til innihaldslausra hótana í þessum tölvupóstum. Það er ótrúlegt hvað höfnunarkendin getur beyglað vandræðapésa af þeirri gerð sem ég var á þessum tíma. Ég legg áherslu á að mér og mínum finnst ég vera á miklu betri stað núna en það er endanlega annarra að dæma um það En svo að það sé ítrekað hér þá hef ég sem sagt viðurkennt og beðist afsökunar á að hafa sent óviðeigandi tölvupósta eftir að sambandi okkar lauk. Annað gerði ég ekki og ég hef ekki gengist við neinu öðru. Ég lagði aldrei hendur á fyrrverandi kærustu mína, beitti hana ekki andlegu ofbeldi á meðan á sambandi okkar stóð og ég gerði alls ekki neinar leynilegar upptökur af kynlífi okkar eins haldið er fram. Ég hef allar götur síðan að viðtalið við fyrrverandi kærustu mína birtist lagt áherslu á að rétta til hennar sáttarhönd. Það hef ég bæði gert sjálfur persónulega og í gegnum fagaðila. Þess vegna hef ég á sama tíma setið hljóður hjá og gætt mín að fara aldrei út í að greina rétt frá röngu í málflutningi hennar opinberlega. Mér hefur heldur aldrei fundist við hæfi að hengja upp okkar skítugasta þvott frammi fyrir allra augum því hann á ekkert erindi til almennings. Ég ber enn þá von í brjósti að fyrrverandi kærasta mín muni einhvern tíman vilja ljúka þessu máli með mér á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er hennar réttur að gera það ekki þótt það valdi mér og mínum sársauka. Sáttarvilji minn er hins vegar einlægur. Kær kveðja, Frosti Logason
Fjölmiðlar Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira