„Mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2023 19:11 Arnar Þór Jónsson lögmaður og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata ræddu tjáningarfrelsið á Sprengisandi í dag. Vísir Þingmaður Pírata furðar sig á áformum forsætisráðherra sem hyggst skylda opinbera starfsmenn og kjörna fulltrúa á námskeið um hatursorðræða. Lögmaður telur að „öryggisþráhyggja“ hafi gripið um sig og segir valdhafa telja frelsi svo hættulegt að nauðsynlegt sé að takmarka það. Björn Leví Gunnarsson alþingismaður og Arnar Þór Jónsson lögmaður tókust á um nýja þingsáyktunartillögu forsætisráðherra um skyldunámskeið um hatursorðræðu á Sprengisandi í dag. Greint var frá því í vikunni að kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verði gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Lagt er til að allt starfsfólk sveitarfélaga, stjórnarráðsins og undirstofnana þess fái, ásamt kjörnum fulltrúum, fræðslu í gegnum námskeiðið. Björn Leví segir að almennt séð sé verið að herja á tjáningarfrelsið en bætir þó við að tjáningarfrelsið sé nú meira en nokkrum sinni fyrr. Aðgengi hafi sjaldan verið betra og „nú séu allt og allir með sinn lúður.“ Alls staðar séu götuhorn þar sem fólk geti staðið á kassa og sagt sína skoðun. Það sem valdi áhyggjum sé þó að hægt sé að hafa áhrif á skoðanir heillrar þjóðar á aðgengilegri hátt en áður. „Það eru ákveðnar tegundir af hótunum um ofbeldi sem er búið að flokka sem hatur - í áttina að ákveðnum hópum sem sögulega séð hafa orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum. Það er til fyrirbæri sem heitir hatursorðræða. Það er ekki til almenn lagatúlkun á því enn þá. En ef við byrjum á því að viðurkenna að það sé eitthvað til sem heitir hatursorðræða. Hvar eru mörkin? Það er það sem umræðan snýst um núna. Og þá finnst mér ótrúlega skrýtið, það sem að til dæmis forsætisráðherra er að gera, að setja alla á eitthvað námskeið,“ segir Björn Leví og veltir upp mikilvægi námskeiðisins. „Frelsið orðið svona rosalega hættulegt“ Arnar Þór segist vera mikill talsmaður frelsisins en undirstrikar að hann sé ekki talsmaður haftalauss frelsis. Orðum fylgi ábyrgð en „öryggisþráhyggja“ sé mikil ógn. Með því á hann við að valdhafar segi frelsið svo hættulegt að verja þurfi borgara fyrir frelsinu sjálfu. Hann tekur Covid-faraldurinn sem dæmi og segir að borgaralegt frelsi hafi verið gert að engu í þágu öryggis. „Ef við horfum á það hverngi stjórnvöld tala þá er frelsið orðið svona rosalega hættulegt og að það þurfi að verja okkur fyrir því. Ég búinn að komast að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að þessi öryggisþráhyggja sé mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum. Og ef þetta fær að grassera mikið lengur þá mun þetta leiða okkur út í verulegar ófarir.“ „Það sem að ég hef áhyggjur af er að fjölmiðlar og ríkisvaldið, bæði hér og í öðrum ríkjum, séu nú komin í eina sæng um það að stýra almenningsálitinu. Það er til dæmis gert með skoðanakönnunum og skoðanamótun. Og þær gagnrýnisraddir og aðrir sem hafa aðra sýn á hlutina eru þaggaðir niður með því að þeir eru gerðir ósýnilegir á netinu. Og síðan nýttar ýmsar aðferðir til að jaðarsetja þá,“ segir Arnar Þór. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sprengisandur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson alþingismaður og Arnar Þór Jónsson lögmaður tókust á um nýja þingsáyktunartillögu forsætisráðherra um skyldunámskeið um hatursorðræðu á Sprengisandi í dag. Greint var frá því í vikunni að kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verði gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Lagt er til að allt starfsfólk sveitarfélaga, stjórnarráðsins og undirstofnana þess fái, ásamt kjörnum fulltrúum, fræðslu í gegnum námskeiðið. Björn Leví segir að almennt séð sé verið að herja á tjáningarfrelsið en bætir þó við að tjáningarfrelsið sé nú meira en nokkrum sinni fyrr. Aðgengi hafi sjaldan verið betra og „nú séu allt og allir með sinn lúður.“ Alls staðar séu götuhorn þar sem fólk geti staðið á kassa og sagt sína skoðun. Það sem valdi áhyggjum sé þó að hægt sé að hafa áhrif á skoðanir heillrar þjóðar á aðgengilegri hátt en áður. „Það eru ákveðnar tegundir af hótunum um ofbeldi sem er búið að flokka sem hatur - í áttina að ákveðnum hópum sem sögulega séð hafa orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum. Það er til fyrirbæri sem heitir hatursorðræða. Það er ekki til almenn lagatúlkun á því enn þá. En ef við byrjum á því að viðurkenna að það sé eitthvað til sem heitir hatursorðræða. Hvar eru mörkin? Það er það sem umræðan snýst um núna. Og þá finnst mér ótrúlega skrýtið, það sem að til dæmis forsætisráðherra er að gera, að setja alla á eitthvað námskeið,“ segir Björn Leví og veltir upp mikilvægi námskeiðisins. „Frelsið orðið svona rosalega hættulegt“ Arnar Þór segist vera mikill talsmaður frelsisins en undirstrikar að hann sé ekki talsmaður haftalauss frelsis. Orðum fylgi ábyrgð en „öryggisþráhyggja“ sé mikil ógn. Með því á hann við að valdhafar segi frelsið svo hættulegt að verja þurfi borgara fyrir frelsinu sjálfu. Hann tekur Covid-faraldurinn sem dæmi og segir að borgaralegt frelsi hafi verið gert að engu í þágu öryggis. „Ef við horfum á það hverngi stjórnvöld tala þá er frelsið orðið svona rosalega hættulegt og að það þurfi að verja okkur fyrir því. Ég búinn að komast að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að þessi öryggisþráhyggja sé mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum. Og ef þetta fær að grassera mikið lengur þá mun þetta leiða okkur út í verulegar ófarir.“ „Það sem að ég hef áhyggjur af er að fjölmiðlar og ríkisvaldið, bæði hér og í öðrum ríkjum, séu nú komin í eina sæng um það að stýra almenningsálitinu. Það er til dæmis gert með skoðanakönnunum og skoðanamótun. Og þær gagnrýnisraddir og aðrir sem hafa aðra sýn á hlutina eru þaggaðir niður með því að þeir eru gerðir ósýnilegir á netinu. Og síðan nýttar ýmsar aðferðir til að jaðarsetja þá,“ segir Arnar Þór. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sprengisandur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira