Um var að ræða leik á milli liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar.
Heimamenn voru talsvert sókndjarfari en gestirnir frá Sociedad en þrátt fyrir 20 marktilraunir tókst Real Madrid ekki að skora mark.
Afar góður dagur fyrir forystusauðina í Barcelona þó þeir hafi ekki verið að spila því fyrr í dag tapaði Atletico Madrid, sem er í fjórða sæti, fyrir Osasuna og því töpuðu öll toppbaráttuliðin stigum í dag.
Hefur Barcelona nú fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.