Hafa áhyggjur af strandaglópum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. janúar 2023 17:54 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Veðrið er farið að versna og eru appelsínugular og gular viðvaranir í gildi víða. Búið er að loka nokkrum vegum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs. Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af því að fólk verði strand og komist ekki leiðar sinnar. Veginum milli Núpá og Jökulsárlóns í Öræfasveit var lokað klukkan þrjú og var sömu sögu að segja af Lyngdalsheiði, og vegunum við Reynisfjall, og undir Eyjafjöllum. Á Hellisheiði og Þrengslum var mjúklokun í gildi áður en veginum var lokað alveg skömmu fyrir klukkan fimm. Þá var Mosfellsheiði lokað á fimmta tímanum auk þess sem Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað tímabundið. „Það virðist vera sem svo að veðrið sé að verða eins og veðurfræðingar hafa verið að spá. Það er kannski aðallega eins og við höfum verið að tala um í dag og í gær, þetta snýst mikið um samgöngutruflanir og lokanir á vegum þannig að fólk komist ekki leiðar sinnar. Það er kannski það sem við höfðum mestar áhyggjur af, að fólk yrði einhvers staðar strandaglópar," segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Mikilvægt að fylgjast með spám og færð Þau hafa þó ekki heyrt af því að fólk hafi fests en ljóst sé að loka gæti þurft fleiri vegum og þar með gæti fólk ekki komist til baka. Þá hafa þau ekki heyrt af foktjóni, en það muni líklega koma í ljós. „Við munum áfram fylgjast með og funda með þessum viðbragðsaðilum sem að eru um allt land í viðbragðsstöðu, bæði þeir sem hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast og þeir sem eru að fara að hlaupa út í vonda veðrið að bjarga fólki," segir Hjördís. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með öllum spám og færð á vegum. „Það sem að gerir öll plön svona góð er þegar fólk er klárt og kannski heldur sig heima ef það er hægt og fer þá síður út. Þá verður allt auðveldara fyrir alla sem að koma að þessum aðgerðum,“ segir Hjördís. En það er alveg ljóst að það er ekkert ferðaveður víða? „Ég held að það hafi oft verið sagt en það á mjög vel við í dag, það er ekkert ferðaveður á þessum stöðum sem að veðrið er verst.“ Rafmagnslaust í um klukkustund í Eyjum Veðrið getur þá haft áhrif á rafmagn en Rimakostlína leysti út skömmu eftir klukkan fjögur og var rafmagnslaust í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum í um klukkustund. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að keyrt sé á varaafli frá Vestmannaeyjum. „Það er ekki búið að gera við línuna sem fór út en við erum að senda fólk á staðinn til að skoða þetta en það er snælduvitlaust veður á svæðinu,“ segir hún en bilunin er líklegast tilkomin vegna veðurs, sem er um þessar mundir snælduvitlaust. „Það er verið að leita að biluninni og á meðan er svæðið keyrt með varaafli þannig það ættu allir að vera komnir með rafmagn eða að detta inn mjög fljótlega,“ segir Steinunn. Almannavarnir Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakostlína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs. 30. janúar 2023 17:24 Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. 30. janúar 2023 12:03 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Veginum milli Núpá og Jökulsárlóns í Öræfasveit var lokað klukkan þrjú og var sömu sögu að segja af Lyngdalsheiði, og vegunum við Reynisfjall, og undir Eyjafjöllum. Á Hellisheiði og Þrengslum var mjúklokun í gildi áður en veginum var lokað alveg skömmu fyrir klukkan fimm. Þá var Mosfellsheiði lokað á fimmta tímanum auk þess sem Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað tímabundið. „Það virðist vera sem svo að veðrið sé að verða eins og veðurfræðingar hafa verið að spá. Það er kannski aðallega eins og við höfum verið að tala um í dag og í gær, þetta snýst mikið um samgöngutruflanir og lokanir á vegum þannig að fólk komist ekki leiðar sinnar. Það er kannski það sem við höfðum mestar áhyggjur af, að fólk yrði einhvers staðar strandaglópar," segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Mikilvægt að fylgjast með spám og færð Þau hafa þó ekki heyrt af því að fólk hafi fests en ljóst sé að loka gæti þurft fleiri vegum og þar með gæti fólk ekki komist til baka. Þá hafa þau ekki heyrt af foktjóni, en það muni líklega koma í ljós. „Við munum áfram fylgjast með og funda með þessum viðbragðsaðilum sem að eru um allt land í viðbragðsstöðu, bæði þeir sem hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast og þeir sem eru að fara að hlaupa út í vonda veðrið að bjarga fólki," segir Hjördís. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með öllum spám og færð á vegum. „Það sem að gerir öll plön svona góð er þegar fólk er klárt og kannski heldur sig heima ef það er hægt og fer þá síður út. Þá verður allt auðveldara fyrir alla sem að koma að þessum aðgerðum,“ segir Hjördís. En það er alveg ljóst að það er ekkert ferðaveður víða? „Ég held að það hafi oft verið sagt en það á mjög vel við í dag, það er ekkert ferðaveður á þessum stöðum sem að veðrið er verst.“ Rafmagnslaust í um klukkustund í Eyjum Veðrið getur þá haft áhrif á rafmagn en Rimakostlína leysti út skömmu eftir klukkan fjögur og var rafmagnslaust í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum í um klukkustund. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að keyrt sé á varaafli frá Vestmannaeyjum. „Það er ekki búið að gera við línuna sem fór út en við erum að senda fólk á staðinn til að skoða þetta en það er snælduvitlaust veður á svæðinu,“ segir hún en bilunin er líklegast tilkomin vegna veðurs, sem er um þessar mundir snælduvitlaust. „Það er verið að leita að biluninni og á meðan er svæðið keyrt með varaafli þannig það ættu allir að vera komnir með rafmagn eða að detta inn mjög fljótlega,“ segir Steinunn.
Almannavarnir Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakostlína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs. 30. janúar 2023 17:24 Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. 30. janúar 2023 12:03 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakostlína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs. 30. janúar 2023 17:24
Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. 30. janúar 2023 12:03