Viðvaranir áfram í gildi fram eftir morgni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 31. janúar 2023 06:48 Björgunarsveit að störfum í gær. Mynd/Landsbjörg Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Suðurlandi og verður fram til klukkan 10 samkvæmt vef Veðurstofunnar. Sömu sögu er að segja af Suðausturlandi en þar breytist liturinn í gulann klukkan 9 og stendur til klukkan 13 í dag. Annarsstaðar eru gular viðvaranir víðast hvar í gildi nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og á Austfjörðum. Á Ströndum og Norðurlandi eystra rennur þó viðvörunin úr gildi núna klukkan 7. Vegurinn um Hellisheiði opnaði í morgun og einnig vegurinn um Þrengslin. Þá er lokað um Mosfellsheiði en þar er óvissustig fram til klukkan 9. Vegurinn um Kjalarnes er opinn. Þá er Hringvegurinn lokaður frá Vík og langleiðina austur á firði. Öxnadalsheiðin er síðan lokuð og víða ófært austur af Mývatni en nánari upplýsingar um stöðuna á færðinni er að finna á vef Vegagerðarinnar. Fyrir vestan er síðan lokað um Steingrímsfjarðarheiðina og Þröskulda. Þar er óvissustig í gildi fram til klukkan tíu. Fróðárheiðin er ófær og vegurinn um Svínadal og sömu sögu er að segja af Bröttubrekku. Nóg að gera hjá Landsbjörg Björgunarsveitir um land allt höfðu í nægu að snúast í gærdag og í gærkvöldi. Vegfarendur voru aðstoðaðir á norðanverðu Sæfellsnesi, Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi aðstoðaði vegfarendur á Vatnaleið og kom þeim til Stykkishólms og björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ aðstoðaði vegfarendur á Fróðárheiði og á Arnarstapavegi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrr um kvöldið höfðu björgunarsveitirnar aðstoðað fólk í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ófærð myndaðist í grennd við Egilshöll um tíma og einnig í Grafarholtinu. Eitthvað um röskun á flugi Eitthvað hefur verið um að aflýsa hafi þurft flugferðum. Komum véla Icelandair frá Newark, Toronto, Washington og Chicago hefur verið aflýst samkvæmt heimasíðu Isavia en aðrar ferðir virðast á áætlun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil él, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig. Bætir í vind um kvöldið. Á fimmtudag: Gengur í austan hvassviðri eða storm með snjókomu, en hlýnar sunnantil eftir hádegi með rigningu eða slyddu á láglendi. Snýst í heldur hægari suðvestanátt seinnipartinn og kólnar aftur með éljum, en úrkomuminna norðaustanlands. Á föstudag: Austlæg átt og él. Gengur í stífa norðvestan- og vestanátt eftir hádegi með snjókomu víða, en slyddu austast. Frost 0 til 7 stig. Á laugardag: Vestan og norðvestanátt og éljagangur, en þurrt að kalla suðaustantil. Frost 2 til 11 stig. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Á sunnudag: Breytileg átt og bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu sunnantil síðdegis. Á mánudag: Útlit fyrir sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljagangi og kólnar þegar líður á daginn. Veður Færð á vegum Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sömu sögu er að segja af Suðausturlandi en þar breytist liturinn í gulann klukkan 9 og stendur til klukkan 13 í dag. Annarsstaðar eru gular viðvaranir víðast hvar í gildi nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og á Austfjörðum. Á Ströndum og Norðurlandi eystra rennur þó viðvörunin úr gildi núna klukkan 7. Vegurinn um Hellisheiði opnaði í morgun og einnig vegurinn um Þrengslin. Þá er lokað um Mosfellsheiði en þar er óvissustig fram til klukkan 9. Vegurinn um Kjalarnes er opinn. Þá er Hringvegurinn lokaður frá Vík og langleiðina austur á firði. Öxnadalsheiðin er síðan lokuð og víða ófært austur af Mývatni en nánari upplýsingar um stöðuna á færðinni er að finna á vef Vegagerðarinnar. Fyrir vestan er síðan lokað um Steingrímsfjarðarheiðina og Þröskulda. Þar er óvissustig í gildi fram til klukkan tíu. Fróðárheiðin er ófær og vegurinn um Svínadal og sömu sögu er að segja af Bröttubrekku. Nóg að gera hjá Landsbjörg Björgunarsveitir um land allt höfðu í nægu að snúast í gærdag og í gærkvöldi. Vegfarendur voru aðstoðaðir á norðanverðu Sæfellsnesi, Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi aðstoðaði vegfarendur á Vatnaleið og kom þeim til Stykkishólms og björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ aðstoðaði vegfarendur á Fróðárheiði og á Arnarstapavegi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrr um kvöldið höfðu björgunarsveitirnar aðstoðað fólk í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ófærð myndaðist í grennd við Egilshöll um tíma og einnig í Grafarholtinu. Eitthvað um röskun á flugi Eitthvað hefur verið um að aflýsa hafi þurft flugferðum. Komum véla Icelandair frá Newark, Toronto, Washington og Chicago hefur verið aflýst samkvæmt heimasíðu Isavia en aðrar ferðir virðast á áætlun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil él, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig. Bætir í vind um kvöldið. Á fimmtudag: Gengur í austan hvassviðri eða storm með snjókomu, en hlýnar sunnantil eftir hádegi með rigningu eða slyddu á láglendi. Snýst í heldur hægari suðvestanátt seinnipartinn og kólnar aftur með éljum, en úrkomuminna norðaustanlands. Á föstudag: Austlæg átt og él. Gengur í stífa norðvestan- og vestanátt eftir hádegi með snjókomu víða, en slyddu austast. Frost 0 til 7 stig. Á laugardag: Vestan og norðvestanátt og éljagangur, en þurrt að kalla suðaustantil. Frost 2 til 11 stig. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Á sunnudag: Breytileg átt og bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu sunnantil síðdegis. Á mánudag: Útlit fyrir sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljagangi og kólnar þegar líður á daginn.
Veður Færð á vegum Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira