Urðu að færa fyrsta leik sinn á HM á mikið stærri leikvang Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 17:30 Sam Kerr og stöllur hennar í ástralska landsliðinu eru vinsælar og spila fyrsta leik sinn á HM í sumar væntanlega fyrir framan algjöran metfjölda í sögu knattspyrnu kvenna í Ástralíu. Getty/Matt King Eftirspurnin eftir miðum á upphafsleik Ástralíu á HM kvenna í fótbolta í Eyjaálfu næsta sumar hefur verið slík að mótshaldarar hafa neyðst til að skipta um leikvang. HM kvenna, sem Íslendingar misstu af með grátlegum hætti á síðasta ári, hefst 20. júlí þegar Nýja-Sjáland og Noregur mætast í upphafsleik í Auckland í Nýja-Sjálandi. Síðar sama dag mætast svo Ástralía og Írland, og hefur sá leikur verið færður af nýja Allianz-leikvanginum, sem kostaði 116 milljarða króna í byggingu, og yfir á Ólympíuleikvanginn en báðir leikvangar eru í Sydney. Allianz-leikvangurinn rúmar 42.500 manns en með því að færa leikinn geta 83.500 manns mætt á leik Ástralíu og Írlands. We re gonna need a bigger stadium Our opening match of the #FIFAWWC against the Republic of Ireland has an updated venue, moving to Stadium Australia! #WeAreMatildas #BeyondGreatness— CommBank Matildas (@TheMatildas) January 30, 2023 Til stóð að nýta Ólympíuleikvanginn aðeins fyrir leiki í útsláttarkeppninni, þar á meðal úrslitaleikinn sjálfan sem fram fer 20. ágúst. Ef uppselt verður á leik á Ólympíuleikvanginum verður samkvæmt The Guardian um að ræða fimmta mesta áhorfendafjölda á leik í knattspyrnu kvenna. Metið er frá því í apríl á síðasta ári þegar 91.648 manns sáu Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona á Camp Nou. Tveir HM-leikir eru á topp fimm listanum, báðir frá því á HM í Bandaríkjunum 1999 þegar 90.185 manns mættu á Rose Bowl. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira
HM kvenna, sem Íslendingar misstu af með grátlegum hætti á síðasta ári, hefst 20. júlí þegar Nýja-Sjáland og Noregur mætast í upphafsleik í Auckland í Nýja-Sjálandi. Síðar sama dag mætast svo Ástralía og Írland, og hefur sá leikur verið færður af nýja Allianz-leikvanginum, sem kostaði 116 milljarða króna í byggingu, og yfir á Ólympíuleikvanginn en báðir leikvangar eru í Sydney. Allianz-leikvangurinn rúmar 42.500 manns en með því að færa leikinn geta 83.500 manns mætt á leik Ástralíu og Írlands. We re gonna need a bigger stadium Our opening match of the #FIFAWWC against the Republic of Ireland has an updated venue, moving to Stadium Australia! #WeAreMatildas #BeyondGreatness— CommBank Matildas (@TheMatildas) January 30, 2023 Til stóð að nýta Ólympíuleikvanginn aðeins fyrir leiki í útsláttarkeppninni, þar á meðal úrslitaleikinn sjálfan sem fram fer 20. ágúst. Ef uppselt verður á leik á Ólympíuleikvanginum verður samkvæmt The Guardian um að ræða fimmta mesta áhorfendafjölda á leik í knattspyrnu kvenna. Metið er frá því í apríl á síðasta ári þegar 91.648 manns sáu Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona á Camp Nou. Tveir HM-leikir eru á topp fimm listanum, báðir frá því á HM í Bandaríkjunum 1999 þegar 90.185 manns mættu á Rose Bowl.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira