Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:10 Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svara bréfi Sólveigar Önnu Jóndóttur, formanns Eflingar. vísir/samsett Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. Verkfall Eflingarfélaga á Íslandshótelum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Félagsdómur á þó eftir að úrskurða um lögmæti þess en Samtök atvinnulífsins hafa talið óheimilt að hefja verkfallsaðgerðir áður atkvæði hafa verið greidd um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mál vegna þessa hefur verið þingfest í Félagsdómi og málflutningur er fyrirhugaður á föstudag. Eitthvað er í atkvæðagreiðsluna þar sem ríkissáttasemjari er enn að leitast eftir að fá afhenta kjörskrá Eflingar og er það mál nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið hefur ekki viljað afhenda hana þar sem Efling telur tillöguna ólögmæta. Sólveig Anna í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag vegna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu á kjörskrá félagsins.Vísir/Lillý Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær sagðist Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telja tillöguna umdeildu standast skoðun. „Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skrifaði í gær bréf til forsætisráðherra vegna þessa ummæla. Þar óskar hún eftir að ráðherra deili með sér ráðgjöf umræddra sérfræðinga svo Efling geti tekið tillit til hennar. Þá óskar hún einnig eftir fundi um málið og svari fyrir lok gærdagsins. Sólveig Anna sagðist á Facebook í morgun enn ekki hafa fengið svar en svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um viðtal. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verður bréfinu svarað. Ekki fengust svör um hvernig eða hvenær. Efling hefur boðað til frekari verkfallsaðgerða og eiga atkvæðagreiðslur um þær að hefjast í hádeginu á föstudag. Þær felast í ótímabundinni vinnustöðvum Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum, eða gömlu Icelandair hótelunum, og Edition hótelinu. Icelandair er að fara yfir möguleg áhrif verkfallsins og meta stöðuna.vísir/Vilhelm Gunnarsson Skeljungur sér um flutning á olíu til Reykjavíkurflugvallar og gæti sú vinnustöðvum haft áhrif á innanlandsflug. Hversu fljótt fer meðal annars eftir birgðastöðu á vellinum og samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er verið að skoða málið og greina stöðuna í samvinnu við eldnseytisafgreiðsluna. Verkfall hjá Olíudreifingu gæti haft mikil áhrif á almenning en þá myndi flutningur á eldsneyti til bensínsstöðva á höfuðborgarsvæðinu stöðvast. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu gætu bensíntanskar á stöðvum tæmst á nokkrum dögum en hversu fljótt það gerist fer meðal annars eftir birgðastöðu og hvort neytendur muni til dæmis hamstra bensín fyrir þann tíma. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Verkfall Eflingarfélaga á Íslandshótelum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Félagsdómur á þó eftir að úrskurða um lögmæti þess en Samtök atvinnulífsins hafa talið óheimilt að hefja verkfallsaðgerðir áður atkvæði hafa verið greidd um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mál vegna þessa hefur verið þingfest í Félagsdómi og málflutningur er fyrirhugaður á föstudag. Eitthvað er í atkvæðagreiðsluna þar sem ríkissáttasemjari er enn að leitast eftir að fá afhenta kjörskrá Eflingar og er það mál nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið hefur ekki viljað afhenda hana þar sem Efling telur tillöguna ólögmæta. Sólveig Anna í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag vegna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu á kjörskrá félagsins.Vísir/Lillý Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær sagðist Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telja tillöguna umdeildu standast skoðun. „Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skrifaði í gær bréf til forsætisráðherra vegna þessa ummæla. Þar óskar hún eftir að ráðherra deili með sér ráðgjöf umræddra sérfræðinga svo Efling geti tekið tillit til hennar. Þá óskar hún einnig eftir fundi um málið og svari fyrir lok gærdagsins. Sólveig Anna sagðist á Facebook í morgun enn ekki hafa fengið svar en svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um viðtal. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verður bréfinu svarað. Ekki fengust svör um hvernig eða hvenær. Efling hefur boðað til frekari verkfallsaðgerða og eiga atkvæðagreiðslur um þær að hefjast í hádeginu á föstudag. Þær felast í ótímabundinni vinnustöðvum Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum, eða gömlu Icelandair hótelunum, og Edition hótelinu. Icelandair er að fara yfir möguleg áhrif verkfallsins og meta stöðuna.vísir/Vilhelm Gunnarsson Skeljungur sér um flutning á olíu til Reykjavíkurflugvallar og gæti sú vinnustöðvum haft áhrif á innanlandsflug. Hversu fljótt fer meðal annars eftir birgðastöðu á vellinum og samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er verið að skoða málið og greina stöðuna í samvinnu við eldnseytisafgreiðsluna. Verkfall hjá Olíudreifingu gæti haft mikil áhrif á almenning en þá myndi flutningur á eldsneyti til bensínsstöðva á höfuðborgarsvæðinu stöðvast. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu gætu bensíntanskar á stöðvum tæmst á nokkrum dögum en hversu fljótt það gerist fer meðal annars eftir birgðastöðu og hvort neytendur muni til dæmis hamstra bensín fyrir þann tíma.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira