Nýtur aðstoðar Íslendinga við að góma þjóf á flugvellinum á Tenerife Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 16:14 Öll þrjú íslensku flugfélögin, Play, Icelandair og Niceair, fljúga til Aeropuerto Reina Sofia flugvallarins á suðurhluta Tenerife. Getty/EyesWideOpen Harpa Rós Júlíusdóttir hefur síðustu vikur reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Hún segir atvik þegar jólagjöfum var rænt af íslenskri fjölskyldu á flugvellinum hafi verið það sem kom henni af stað. Það hefur færst í aukana að fólk sem ferðast í gegnum flugvöllinn á Tenerife lendi í því að munum úr töskum þeirra sé stolið einhvern tímann á milli þess sem taskan er innrituð og þegar hún er afhent. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 sagði Svali Kaldalóns, einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tenerife ferða, að vandamálið væri að verða algengara eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Tók málin í eigin hendur Harpa Rós Júlíusdóttir starfaði á flugvellinum á Tenerife í sjö ár en býr um þessar mundir á Íslandi. Hún segist hafa tekið fyrst eftir þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Hún þekkir starfsfólk flugvallarins vel, þar á meðal lögregluna. „Ég hugsaði alltaf að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég hélt að einhver annar myndi gera eitthvað en það gerðist aldrei neitt. Síðan um jólin sá ég að það var rænt úr tösku jólagjöfum, jólakortum og peningum. Þá fékk ég bara nóg. Ég hugsaði að ég væri líklegast sú eina sem gæti gert eitthvað í þessu, þannig ég ætla bara að fara að gera það,“ segir Harpa í samtali við fréttastofu. Lögreglan með mann grunaðan Hún segir að hvorki flugvöllurinn né flugfélögin hafi gert neitt sérstakt í málinu, enda ekki neinir fjármunir sem þau eru að tapa á þessu. Hins vegar er lögreglan með málið til rannsóknar. „Þeir eru með mann grunaðan en þá vantar sönnunargögn. Lögreglan er með einhverjar kvittanir um að hann hafi selt vörur til „second-hand“ verslana þar sem hægt er að selja tölvuleiki, skartgripi, ilmvötn og ýmislegt. Þeir eru með sannanir fyrir því að maðurinn hafi selt þennan varning en það eru engar kærur eða neitt frá fórnarlömbum sem hafa misst sína hluti,“ segir Harpa. Hana vantar því upplýsingar frá sem flestum sem hafa lent í þjófnum. Vinurinn tekur við öllum upplýsingum Allar upplýsingar sendir hún á góðan vin sinn í lögreglunni á flugvellinum, myndir, skýrslur og fleira. Sé hægt að bera það sem stolið hefur verið við kvittanir mannsins sé hægt að handtaka hann og ákæra. „Það væri gott að fá myndir af fólki með skartgripina eða úrin. Það er líka mjög mikilvægt að gera lögregluskýrslu og þá helst á ensku. Senda það til mín og þá get ég áframsent það á hann. Þá er hægt að vinna úr því, það eru sjö lögreglumenn að vinna að þessu máli. Þeir eru allir á flugvellinum að reyna að leysa þetta. Það er bara svo erfitt því fólk er ekki að kæra. Þess vegna hefur þetta verið svona svona lengi. Það er kominn tími til að stoppa þetta,“ segir Harpa. Hægt er að hafa samband við Hörpu Rós í gegnum Facebook-síðu hennar. Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Lögreglumál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Það hefur færst í aukana að fólk sem ferðast í gegnum flugvöllinn á Tenerife lendi í því að munum úr töskum þeirra sé stolið einhvern tímann á milli þess sem taskan er innrituð og þegar hún er afhent. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 sagði Svali Kaldalóns, einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tenerife ferða, að vandamálið væri að verða algengara eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Tók málin í eigin hendur Harpa Rós Júlíusdóttir starfaði á flugvellinum á Tenerife í sjö ár en býr um þessar mundir á Íslandi. Hún segist hafa tekið fyrst eftir þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Hún þekkir starfsfólk flugvallarins vel, þar á meðal lögregluna. „Ég hugsaði alltaf að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég hélt að einhver annar myndi gera eitthvað en það gerðist aldrei neitt. Síðan um jólin sá ég að það var rænt úr tösku jólagjöfum, jólakortum og peningum. Þá fékk ég bara nóg. Ég hugsaði að ég væri líklegast sú eina sem gæti gert eitthvað í þessu, þannig ég ætla bara að fara að gera það,“ segir Harpa í samtali við fréttastofu. Lögreglan með mann grunaðan Hún segir að hvorki flugvöllurinn né flugfélögin hafi gert neitt sérstakt í málinu, enda ekki neinir fjármunir sem þau eru að tapa á þessu. Hins vegar er lögreglan með málið til rannsóknar. „Þeir eru með mann grunaðan en þá vantar sönnunargögn. Lögreglan er með einhverjar kvittanir um að hann hafi selt vörur til „second-hand“ verslana þar sem hægt er að selja tölvuleiki, skartgripi, ilmvötn og ýmislegt. Þeir eru með sannanir fyrir því að maðurinn hafi selt þennan varning en það eru engar kærur eða neitt frá fórnarlömbum sem hafa misst sína hluti,“ segir Harpa. Hana vantar því upplýsingar frá sem flestum sem hafa lent í þjófnum. Vinurinn tekur við öllum upplýsingum Allar upplýsingar sendir hún á góðan vin sinn í lögreglunni á flugvellinum, myndir, skýrslur og fleira. Sé hægt að bera það sem stolið hefur verið við kvittanir mannsins sé hægt að handtaka hann og ákæra. „Það væri gott að fá myndir af fólki með skartgripina eða úrin. Það er líka mjög mikilvægt að gera lögregluskýrslu og þá helst á ensku. Senda það til mín og þá get ég áframsent það á hann. Þá er hægt að vinna úr því, það eru sjö lögreglumenn að vinna að þessu máli. Þeir eru allir á flugvellinum að reyna að leysa þetta. Það er bara svo erfitt því fólk er ekki að kæra. Þess vegna hefur þetta verið svona svona lengi. Það er kominn tími til að stoppa þetta,“ segir Harpa. Hægt er að hafa samband við Hörpu Rós í gegnum Facebook-síðu hennar.
Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Lögreglumál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira