Íslenskir áhrifavaldar í ferð í boði tískufatakeðjunnar Gina Tricot Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 20:16 Helga Margrét er ein af þeim stórglæsilegu konum sem vinna með Gina Tricot. Gina Tricot Aðdáendur sænsku tískufatakeðjunnar Gina Tricot geta nú glaðst því keðjan hyggst opna verslun hér á landi síðar á þessu ári. Gina Tricot er Íslendingum að góðu kunn enda rekur tískuvörumerkið um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Þá hefur hluti vörulínu Ginu Tricot verið aðgengilegur Íslendingum í gegnum vefsíðuna noomi.is síðastliðin fjögur ár. Það eru hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, eigendur Lindex á Íslandi, sem opna verslunina hér á landi í gegnum umboðssamning. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir.Lindex Skandinavísk hönnun og samfélagsleg ábyrgð „Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands. Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!,“ segir Lóa Dagbjört. Gina Tricot er skandinavískt merki sem býður upp á tískufatnað og fylgihluti fyrir konur. Undanfarin ár hefur vörumerkið þróast og kynnt nýjar línur á borð við Gina Tricot Home og Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164. Einkenni Gina Tricot er skandinavísk hönnun sem miðar að því að veita konum innblástur frá trendum helstu tískuborga heims. Merkið leggur einnig mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari tískuiðnað. „Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennandi. Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi,“ segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB. Gina Tricot opnar á Íslandi.Aðsent Samfélagsmiðlastjörnur í heimsókn í höfuðstöðvunum Ný vefverslun Gina Tricot á Íslandi lítur dagsins ljós þann 17. mars. Síðar á árinu opnar svo verslun með heildarvörulínu tískuvörumerkisins. Þangað til er hægt að fylgjast með á Instagram. Í tilefni opnunarinnar á Íslandi var nokkrum íslenskum samfélagsmiðlastjörnum boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Gina Tricot í Borås í Svíþjóð. Þar á meðal eru Helga Margrét, Sunneva Einars, Tanja Ýr og LauraSif og má því ætla að þær eigi eftir að vinna með merkinu. Þær hafa sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er í heimsókn í höfuðstöðvum Gina Tricot í Svíþjóð. Sunneva hefur sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum. Gina Tricot býður upp á skandinavískan tískufatnað fyrir konur. Samfélagsmiðlastjarnan Helga Margrét er einnig í heimsókn í höfuðstöðvunum. Íslensk heimasíða Gina Tricot opnar 17. mars en hægt er að fylgjast með merkinu á Instagram. Laurasif hefur einnig sýnt frá heimsókninni á sínum samfélagsmiðlum. Helga Margrét glæsileg í Gina Tricot fatnaði. Hægt er að fylgjast með heimsókn Helgu Margrétar, Sunnevu og Tönju Ýrar á Instagram síðum þeirra. Tíska og hönnun Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Gina Tricot er Íslendingum að góðu kunn enda rekur tískuvörumerkið um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Þá hefur hluti vörulínu Ginu Tricot verið aðgengilegur Íslendingum í gegnum vefsíðuna noomi.is síðastliðin fjögur ár. Það eru hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, eigendur Lindex á Íslandi, sem opna verslunina hér á landi í gegnum umboðssamning. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir.Lindex Skandinavísk hönnun og samfélagsleg ábyrgð „Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands. Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!,“ segir Lóa Dagbjört. Gina Tricot er skandinavískt merki sem býður upp á tískufatnað og fylgihluti fyrir konur. Undanfarin ár hefur vörumerkið þróast og kynnt nýjar línur á borð við Gina Tricot Home og Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164. Einkenni Gina Tricot er skandinavísk hönnun sem miðar að því að veita konum innblástur frá trendum helstu tískuborga heims. Merkið leggur einnig mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari tískuiðnað. „Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennandi. Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi,“ segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB. Gina Tricot opnar á Íslandi.Aðsent Samfélagsmiðlastjörnur í heimsókn í höfuðstöðvunum Ný vefverslun Gina Tricot á Íslandi lítur dagsins ljós þann 17. mars. Síðar á árinu opnar svo verslun með heildarvörulínu tískuvörumerkisins. Þangað til er hægt að fylgjast með á Instagram. Í tilefni opnunarinnar á Íslandi var nokkrum íslenskum samfélagsmiðlastjörnum boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Gina Tricot í Borås í Svíþjóð. Þar á meðal eru Helga Margrét, Sunneva Einars, Tanja Ýr og LauraSif og má því ætla að þær eigi eftir að vinna með merkinu. Þær hafa sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er í heimsókn í höfuðstöðvum Gina Tricot í Svíþjóð. Sunneva hefur sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum. Gina Tricot býður upp á skandinavískan tískufatnað fyrir konur. Samfélagsmiðlastjarnan Helga Margrét er einnig í heimsókn í höfuðstöðvunum. Íslensk heimasíða Gina Tricot opnar 17. mars en hægt er að fylgjast með merkinu á Instagram. Laurasif hefur einnig sýnt frá heimsókninni á sínum samfélagsmiðlum. Helga Margrét glæsileg í Gina Tricot fatnaði. Hægt er að fylgjast með heimsókn Helgu Margrétar, Sunnevu og Tönju Ýrar á Instagram síðum þeirra.
Tíska og hönnun Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira