„Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 22:24 Bryndís Haraldsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu. Þegar þessi frétt er skrifuð er málið enn til umræðu á þinginu, og hafa þingmenn Pírata verið duglegir að stíga upp í pontu Alþingis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið verði ekki kallað aftur inn í nefnd, líkt og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði fyrr í dag að ætti að gera. „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta. Meirihlutinn hefur ákveðið að þetta mál fái núna afgreiðslu og við höfum afgreitt það út úr nefndinni. Við höfum líka boðað það að við munum taka mál inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki óalgengt við svona mál eins og þetta,“ sagði Bryndís í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vafi um stjórnskipulegt gildi Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í sama viðtali að sér þætti sérkennilegt að boða í upphafi annarrar umræðu breytingar milli umræðna, án þess að vilja taka efnislega umræðu um þær breytingar í þingsal. „Við vonum að minnsta kosti að breytingarnar verði til þess að bæta frumvarpið. Það sem við höfum fyrst og fremst út á það að setja núna er að það er verið að afnema góða reglugerðarbreytingu Þórdísar Kolbrúnar sem verndar börn sem fest hafa hér rætur. Það er verið að skerða þjónustu hjá stórum hópi fólks, taka af því fæði, klæði, heilbrigðisþjónustu undir vissum skilmálum. Síðan hafa náttúrulega komið athugasemdir frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands að það sé vafasamt að þetta geti staðist stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Logi. Einhverjir hafi misskilið ákvæði frumvarpsins Bryndís sagði að meirihlutinn hefði ekki ákveðið að gera neinar breytingar, þó það kynni að vera. Slíkar breytingar yrðu þá fyrst og fremst til þess að skýra frumvarpið. „Það er alveg ljóst að sumir hafa misskilið ákveðin ákvæði, þannig að það kann að vera að við þurfum að skýra það frekar, hvort sem er með hreinum breytingatillögum eða frekari umfjöllun í nefndaráliti, sem er auðvitað lögskýringargögn. Hér er ekki verið að brjóta mannréttindi á fólki, hér er einfaldlega verið að auka skilvirkni og ná betur utan um þennan mjög svo mikilvæga málaflokk,“ sagði Bryndís. Aðspurður hvort ekki væru líkur á að umræða um málið í þinginu myndi dragast enn frekar sagðist Logi ekki geta sagt til um það. „Samfylkingin hefur komið málefnalega inn í þessa umræðu. Við erum búin að halda okkar ræður, koma okkar sjónarmiðum á framfæri, leggja fram skýrt nefndarálit. Svo verðum við bara að sjá til,“ sagði Logi. Alþingi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Þegar þessi frétt er skrifuð er málið enn til umræðu á þinginu, og hafa þingmenn Pírata verið duglegir að stíga upp í pontu Alþingis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið verði ekki kallað aftur inn í nefnd, líkt og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði fyrr í dag að ætti að gera. „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta. Meirihlutinn hefur ákveðið að þetta mál fái núna afgreiðslu og við höfum afgreitt það út úr nefndinni. Við höfum líka boðað það að við munum taka mál inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki óalgengt við svona mál eins og þetta,“ sagði Bryndís í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vafi um stjórnskipulegt gildi Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í sama viðtali að sér þætti sérkennilegt að boða í upphafi annarrar umræðu breytingar milli umræðna, án þess að vilja taka efnislega umræðu um þær breytingar í þingsal. „Við vonum að minnsta kosti að breytingarnar verði til þess að bæta frumvarpið. Það sem við höfum fyrst og fremst út á það að setja núna er að það er verið að afnema góða reglugerðarbreytingu Þórdísar Kolbrúnar sem verndar börn sem fest hafa hér rætur. Það er verið að skerða þjónustu hjá stórum hópi fólks, taka af því fæði, klæði, heilbrigðisþjónustu undir vissum skilmálum. Síðan hafa náttúrulega komið athugasemdir frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands að það sé vafasamt að þetta geti staðist stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Logi. Einhverjir hafi misskilið ákvæði frumvarpsins Bryndís sagði að meirihlutinn hefði ekki ákveðið að gera neinar breytingar, þó það kynni að vera. Slíkar breytingar yrðu þá fyrst og fremst til þess að skýra frumvarpið. „Það er alveg ljóst að sumir hafa misskilið ákveðin ákvæði, þannig að það kann að vera að við þurfum að skýra það frekar, hvort sem er með hreinum breytingatillögum eða frekari umfjöllun í nefndaráliti, sem er auðvitað lögskýringargögn. Hér er ekki verið að brjóta mannréttindi á fólki, hér er einfaldlega verið að auka skilvirkni og ná betur utan um þennan mjög svo mikilvæga málaflokk,“ sagði Bryndís. Aðspurður hvort ekki væru líkur á að umræða um málið í þinginu myndi dragast enn frekar sagðist Logi ekki geta sagt til um það. „Samfylkingin hefur komið málefnalega inn í þessa umræðu. Við erum búin að halda okkar ræður, koma okkar sjónarmiðum á framfæri, leggja fram skýrt nefndarálit. Svo verðum við bara að sjá til,“ sagði Logi.
Alþingi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira