Klitschko reiður vegna Rússa á ÓL: Með gullmedalíu í að nauðga konum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 09:31 Wladimir Klitschko var ekkert að spara stóru orðin þegar hann talaði gegn inntöku Rússa á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Getty/ Eóin Noonan Einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu sparaði ekki stóru orðin þegar hann gagnrýndi fréttirnar af því að Alþjóðaólympíunefndin, IOC, vilji finna leið fyrir Rússa og Hvít-Rússa til að taka þátt í Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Úkraínska hnefaleikagoðsögnin Wladimir Klitschko setti inn myndband á samfélagsmiðla þar sem hann lýsir yfir reiði sinni og hneykslun vegna þessara frétta. „Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum,“ sagði Wladimir Klitschko meðal annars í myndbandinu sem hann setti inn á Facebook en hann gekk líka enn lengra. Olympic gold medalist Wladimir Klitschko has joined Ukraine's fight against IOC plans to let some Russians compete at the 2024 Paris Summer Games. https://t.co/vpNox5iNDh— The Associated Press (@AP) January 31, 2023 Alþjóðaólympíunefndin vill að rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn fái að keppa á leikunum en undir hlutlausum fána. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni vegna þessa en fáir hafa þó gengið eins langt í gagnrýni sinni og Klitschko. Klitschko er fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt hnefaleikanna. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, bauð Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, að koma í heimsókn í bæinn Bachmut, þar sem miklir bardagar hafa staðið yfir í vetur. Klitschko beindi orðum sínum beint til Thomas Bach og það voru þung orð sem hann lét út úr sér. „Þú leggur til að leyfa Rússum og Hvít-Rússum að keppa á Ólympíuleikunum í París. Ég get sagt þér að Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum. Þeir eru með gullmedalíu í að ræna börnum og nauðga konum. Þú getur ekki sett Ólympíuhringina á þessa glæpi þeirra því um leið verður þú vitorðsmaður í þessu svívirðilega stríði,“ sagði Klitschko. Today russians have the gold medal in war crimes, deportation of children and rape of women. You can't put your @Olympics emblem on these crimes dear Thomas Bach. @iocmedia #RoadToParis2024 #StopTheWar pic.twitter.com/v9ohDb13xe— Klitschko (@Klitschko) January 30, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíuleikar 2024 í París Box Rússland Úkraína Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Úkraínska hnefaleikagoðsögnin Wladimir Klitschko setti inn myndband á samfélagsmiðla þar sem hann lýsir yfir reiði sinni og hneykslun vegna þessara frétta. „Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum,“ sagði Wladimir Klitschko meðal annars í myndbandinu sem hann setti inn á Facebook en hann gekk líka enn lengra. Olympic gold medalist Wladimir Klitschko has joined Ukraine's fight against IOC plans to let some Russians compete at the 2024 Paris Summer Games. https://t.co/vpNox5iNDh— The Associated Press (@AP) January 31, 2023 Alþjóðaólympíunefndin vill að rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn fái að keppa á leikunum en undir hlutlausum fána. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni vegna þessa en fáir hafa þó gengið eins langt í gagnrýni sinni og Klitschko. Klitschko er fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt hnefaleikanna. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, bauð Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, að koma í heimsókn í bæinn Bachmut, þar sem miklir bardagar hafa staðið yfir í vetur. Klitschko beindi orðum sínum beint til Thomas Bach og það voru þung orð sem hann lét út úr sér. „Þú leggur til að leyfa Rússum og Hvít-Rússum að keppa á Ólympíuleikunum í París. Ég get sagt þér að Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum. Þeir eru með gullmedalíu í að ræna börnum og nauðga konum. Þú getur ekki sett Ólympíuhringina á þessa glæpi þeirra því um leið verður þú vitorðsmaður í þessu svívirðilega stríði,“ sagði Klitschko. Today russians have the gold medal in war crimes, deportation of children and rape of women. You can't put your @Olympics emblem on these crimes dear Thomas Bach. @iocmedia #RoadToParis2024 #StopTheWar pic.twitter.com/v9ohDb13xe— Klitschko (@Klitschko) January 30, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíuleikar 2024 í París Box Rússland Úkraína Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira