Björk seldi íbúðina í Brooklyn fyrir 768 milljónir Máni Snær Þorláksson skrifar 2. febrúar 2023 10:33 Íbúðin er afar falleg og með stórbrotnu útsýni frá veröndinni Getty/Santiago Felipe/Douglas Elliman Söngkonan Björk er búin að selja þakíbúðina sína í Brooklyn í New York en hún setti hana fyrst á sölu í september árið 2018. Björk vildi upphaflega fá 9 milljónir dollara, sem samsvaraði um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma, fyrir íbúðina. Viðskiptablaðið greinir frá sölunni og vísar í gögn frá fasteignaskrá New York. Í gögnunum kemur fram að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir íbúðina. Kaupin fóru í gegn í lok mars í fyrra og var kaupverðið 6 milljónir dollara, það eru um 768 milljónir í íslenskum krónum ef miðað er við gengi íslensku krónunnar gagnvart dollaranum á tíma sölunnar. Fermetrinn á 2,74 milljónir Þakíbúðin sem um ræðir er um 280 fermetrar að stærð og fermetraverðið því um 2,74 milljónir króna Íbúðin er staðsett í fallegu húsi í góðu hverfi í Brooklyn en í henni eru fjögur svefnherbergi og jafnmörg baðherbergi. Þá fylgir stór og flott verönd íbúðinni en frá veröndinni er gott útsýni yfir Manhattan. Björk keypti íbúðina upphaflega með fyrrverandi eiginmanni sínum, Matthew Barney, fyrir fjórar milljónir dollara. Björk keypti Barney svo út úr íbúðinni í kjölfar skilnaðar þeirra árið 2013. Keypti Sigvaldahús í kjölfarið Þrátt fyrir að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir þakíbúðina í Brooklyn þá var kaupverðið á henni töluvert minna en á einbýlishúsinu sem hún keypti á Íslandi í kjölfarið. Í lok árs 2021 var greint frá því að Björk væri búin að kaupa Sigvaldahúsið að Ægissíðu 80 fyrir 420 milljónir króna. Húsið keypti hún af Guðbjörgu Sigurðardóttur kvikmyndaframleiðanda og Ottó Guðjónssyni lýtalækni. Eins og nafn hússins gefur til kynna þá var það teiknað af Sigvalda Thordarson en það var byggt árið 1958. Húsið er nokkuð stærra en þakíbúðin í Brooklyn en það er 426 fermetrar og á þremur hæðum, með sjö svefnherbergjum, fimm baðherbergjum og útsýni til sjávar. Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Hús og heimili Tengdar fréttir Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30 Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30 Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Viðskiptablaðið greinir frá sölunni og vísar í gögn frá fasteignaskrá New York. Í gögnunum kemur fram að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir íbúðina. Kaupin fóru í gegn í lok mars í fyrra og var kaupverðið 6 milljónir dollara, það eru um 768 milljónir í íslenskum krónum ef miðað er við gengi íslensku krónunnar gagnvart dollaranum á tíma sölunnar. Fermetrinn á 2,74 milljónir Þakíbúðin sem um ræðir er um 280 fermetrar að stærð og fermetraverðið því um 2,74 milljónir króna Íbúðin er staðsett í fallegu húsi í góðu hverfi í Brooklyn en í henni eru fjögur svefnherbergi og jafnmörg baðherbergi. Þá fylgir stór og flott verönd íbúðinni en frá veröndinni er gott útsýni yfir Manhattan. Björk keypti íbúðina upphaflega með fyrrverandi eiginmanni sínum, Matthew Barney, fyrir fjórar milljónir dollara. Björk keypti Barney svo út úr íbúðinni í kjölfar skilnaðar þeirra árið 2013. Keypti Sigvaldahús í kjölfarið Þrátt fyrir að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir þakíbúðina í Brooklyn þá var kaupverðið á henni töluvert minna en á einbýlishúsinu sem hún keypti á Íslandi í kjölfarið. Í lok árs 2021 var greint frá því að Björk væri búin að kaupa Sigvaldahúsið að Ægissíðu 80 fyrir 420 milljónir króna. Húsið keypti hún af Guðbjörgu Sigurðardóttur kvikmyndaframleiðanda og Ottó Guðjónssyni lýtalækni. Eins og nafn hússins gefur til kynna þá var það teiknað af Sigvalda Thordarson en það var byggt árið 1958. Húsið er nokkuð stærra en þakíbúðin í Brooklyn en það er 426 fermetrar og á þremur hæðum, með sjö svefnherbergjum, fimm baðherbergjum og útsýni til sjávar.
Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Hús og heimili Tengdar fréttir Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30 Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30 Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30
Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30
Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00