Björk seldi íbúðina í Brooklyn fyrir 768 milljónir Máni Snær Þorláksson skrifar 2. febrúar 2023 10:33 Íbúðin er afar falleg og með stórbrotnu útsýni frá veröndinni Getty/Santiago Felipe/Douglas Elliman Söngkonan Björk er búin að selja þakíbúðina sína í Brooklyn í New York en hún setti hana fyrst á sölu í september árið 2018. Björk vildi upphaflega fá 9 milljónir dollara, sem samsvaraði um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma, fyrir íbúðina. Viðskiptablaðið greinir frá sölunni og vísar í gögn frá fasteignaskrá New York. Í gögnunum kemur fram að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir íbúðina. Kaupin fóru í gegn í lok mars í fyrra og var kaupverðið 6 milljónir dollara, það eru um 768 milljónir í íslenskum krónum ef miðað er við gengi íslensku krónunnar gagnvart dollaranum á tíma sölunnar. Fermetrinn á 2,74 milljónir Þakíbúðin sem um ræðir er um 280 fermetrar að stærð og fermetraverðið því um 2,74 milljónir króna Íbúðin er staðsett í fallegu húsi í góðu hverfi í Brooklyn en í henni eru fjögur svefnherbergi og jafnmörg baðherbergi. Þá fylgir stór og flott verönd íbúðinni en frá veröndinni er gott útsýni yfir Manhattan. Björk keypti íbúðina upphaflega með fyrrverandi eiginmanni sínum, Matthew Barney, fyrir fjórar milljónir dollara. Björk keypti Barney svo út úr íbúðinni í kjölfar skilnaðar þeirra árið 2013. Keypti Sigvaldahús í kjölfarið Þrátt fyrir að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir þakíbúðina í Brooklyn þá var kaupverðið á henni töluvert minna en á einbýlishúsinu sem hún keypti á Íslandi í kjölfarið. Í lok árs 2021 var greint frá því að Björk væri búin að kaupa Sigvaldahúsið að Ægissíðu 80 fyrir 420 milljónir króna. Húsið keypti hún af Guðbjörgu Sigurðardóttur kvikmyndaframleiðanda og Ottó Guðjónssyni lýtalækni. Eins og nafn hússins gefur til kynna þá var það teiknað af Sigvalda Thordarson en það var byggt árið 1958. Húsið er nokkuð stærra en þakíbúðin í Brooklyn en það er 426 fermetrar og á þremur hæðum, með sjö svefnherbergjum, fimm baðherbergjum og útsýni til sjávar. Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Hús og heimili Tengdar fréttir Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30 Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30 Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Viðskiptablaðið greinir frá sölunni og vísar í gögn frá fasteignaskrá New York. Í gögnunum kemur fram að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir íbúðina. Kaupin fóru í gegn í lok mars í fyrra og var kaupverðið 6 milljónir dollara, það eru um 768 milljónir í íslenskum krónum ef miðað er við gengi íslensku krónunnar gagnvart dollaranum á tíma sölunnar. Fermetrinn á 2,74 milljónir Þakíbúðin sem um ræðir er um 280 fermetrar að stærð og fermetraverðið því um 2,74 milljónir króna Íbúðin er staðsett í fallegu húsi í góðu hverfi í Brooklyn en í henni eru fjögur svefnherbergi og jafnmörg baðherbergi. Þá fylgir stór og flott verönd íbúðinni en frá veröndinni er gott útsýni yfir Manhattan. Björk keypti íbúðina upphaflega með fyrrverandi eiginmanni sínum, Matthew Barney, fyrir fjórar milljónir dollara. Björk keypti Barney svo út úr íbúðinni í kjölfar skilnaðar þeirra árið 2013. Keypti Sigvaldahús í kjölfarið Þrátt fyrir að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir þakíbúðina í Brooklyn þá var kaupverðið á henni töluvert minna en á einbýlishúsinu sem hún keypti á Íslandi í kjölfarið. Í lok árs 2021 var greint frá því að Björk væri búin að kaupa Sigvaldahúsið að Ægissíðu 80 fyrir 420 milljónir króna. Húsið keypti hún af Guðbjörgu Sigurðardóttur kvikmyndaframleiðanda og Ottó Guðjónssyni lýtalækni. Eins og nafn hússins gefur til kynna þá var það teiknað af Sigvalda Thordarson en það var byggt árið 1958. Húsið er nokkuð stærra en þakíbúðin í Brooklyn en það er 426 fermetrar og á þremur hæðum, með sjö svefnherbergjum, fimm baðherbergjum og útsýni til sjávar.
Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Hús og heimili Tengdar fréttir Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30 Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30 Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30
Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30
Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00