Segja nautgripi í neyð í Skagafirði þrátt fyrir heimsóknir MAST Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 07:00 Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir yfirvöld þurfa að bregðast við. Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur farið fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna ástands og aðbúnaðar dýra á bæ í Skagafirði. Matvælastofnun (MAST) hefur tvisvar farið í eftirlitsheimsókn á bæinn en ekki skráð nein frávik. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu hafa borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Þar sést hversu horuð dýrin eru og er legusvæði þeirra stútfullt af mykju. Dýrin á bænum eru afar skítug.Aðsend Í samtali við fréttastofu segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, að MAST hafi farið tvisvar í eftirlitsheimsóknir á umræddan bæ og í bæði skiptin komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna sé án frávika. Myndirnar og myndböndin sem sjá má í fréttinni voru teknar á milli heimsókna MAST. Klippa: Horaðir nautgripir á skítugu legusvæði „Þarna er aðbúnaður sem er algjörlega óásættanlegur og gegn lögum um velferð dýra. Það á að vera þannig að nautgripir eiga að hafa þurrt undir sér, legusvæðið þeirra á að vera þrifið daglega og dýrin eiga að sjálfsögðu ekki að vera vanfóðruð,“ segir Linda. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum af hálfu yfirvalda í málinu. Gólfið er þakið mykju og dýrin afar skítug.Aðsend „Það þarf að fara þarna inn og gera úrbætur. Þetta eru dýr í neyð. Stofnunin þarf að bregðast við. Matvælastofnun er eina stofnunin á Íslandi sem samkvæmt lögum fer með eftirlit að lögum um velferð dýra sé fylgt,“ segir Linda. Legusvæðið er þakið mykju.Aðsend Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu DÍS í heild sinni. Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu. Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu hafa borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Þar sést hversu horuð dýrin eru og er legusvæði þeirra stútfullt af mykju. Dýrin á bænum eru afar skítug.Aðsend Í samtali við fréttastofu segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, að MAST hafi farið tvisvar í eftirlitsheimsóknir á umræddan bæ og í bæði skiptin komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna sé án frávika. Myndirnar og myndböndin sem sjá má í fréttinni voru teknar á milli heimsókna MAST. Klippa: Horaðir nautgripir á skítugu legusvæði „Þarna er aðbúnaður sem er algjörlega óásættanlegur og gegn lögum um velferð dýra. Það á að vera þannig að nautgripir eiga að hafa þurrt undir sér, legusvæðið þeirra á að vera þrifið daglega og dýrin eiga að sjálfsögðu ekki að vera vanfóðruð,“ segir Linda. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum af hálfu yfirvalda í málinu. Gólfið er þakið mykju og dýrin afar skítug.Aðsend „Það þarf að fara þarna inn og gera úrbætur. Þetta eru dýr í neyð. Stofnunin þarf að bregðast við. Matvælastofnun er eina stofnunin á Íslandi sem samkvæmt lögum fer með eftirlit að lögum um velferð dýra sé fylgt,“ segir Linda. Legusvæðið er þakið mykju.Aðsend Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu DÍS í heild sinni. Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu.
Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu.
Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira